Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2011, Page 220
2l8
Frá Islenska málfmðifélaginu
tákna sem notuð eru í skrifum um hljóðfræði og hljóðkerfisfræði, söguleg
málvísindi, rúnir og leshætti miðaldahandrita. Vonir standa til að það
muni auðvelda prentvinnslu tímaritsins. Samfara leturbreytingunni voru
gerðar smávægilegar breytingar á umbroti og skipt um kápu tímaritsins.
Ritnefnd Islensks máls hefur nokkrum sinnum tekið breytingum,
stundum verulegum, frá því að tímaritið hóf göngu sína en hafði verið til-
tölulega lítið breytt frá 24. árgangi. Með 31. árgangi voru gerðar talsverðar
breytingar á henni, ritnefndarmönnum fækkaði úr 40 í 32, en þó komu all-
margir nýir ritnefndarmenn til starfa. Við breytingarnar var reynt að gæta
þess að sem flest svið málfræði og málvísinda ættu fulltrúa í ritnefndinni.
Um leið var haft í huga að þeir dreifðust á nokkrar stofnanir og í samræmi
við það starfar um þriðjungur núverandi ritnefndarmanna við stofnanir
utan Islands. Það eru bæði íslenskir málvísindamenn sem starfa erlendis
og erlendir málfræðingar sem hafa tengsl við Island eða íslensk málvísindi.
Vísindasvið Háskóla Islands stóð fyrir könnun á ritstjórnarháttum
íslenskra tímarita árið 2009. I framhaldi af því var upplýsingum um rit-
rýni bætt á kápusíðu Islensks máls. Nú kemur þar skýrt fram hvaða efnis-
flokkar eru ritrýndir og hverjir ekki. Tímaritið er nú eins og áður í hæsta
matsflokki skv. flokkun íslenskra tímarita. Hins vegar er það ekki komið
inn í hinn eftirsóknarverða ISI-gagnagrunn (þar munu einu íslensku tíma-
ritin vera Laknablaðið og Jökull). Þó er öllu lakara að tímaritinu hefur verið
raðað í C-flokk í evrópsku matskerfi tímarita (ERIH) og þar með sett skör
lægra en t.d. Ritið og Skímir, sem bæði eru í B-flokki. Verið er að kanna
hverju þetta sætir.
Loks er þess að geta að frá og með 32. árgangi verður nokkur breyting
á efnisflokkum tímaritsins. I stað efnisflokksins „Orð af orði“, sem hefur
verið í tímaritinu um áratuga skeið, kemur nýr og víðari efnisflokkur
ætlaður efni sem ekki fer í fræðilega ritrýningu frekar en orðfræðipistl-
arnir hafa farið. Vonandi leiðir þessi efnisflokkur til þess að tímaritið höfði
til breiðari hóps en áður. Þarna væri t.d. hægt að hafa efni sem tengdist
málfræðikennslu, kynningu á rannsóknarverkefnum o.s.frv.
Málfræðiorðasafn
Strax að loknum síðasta aðalfundi var hafist handa við að kanna stöðu
málfræðiorðasafnsins og leggja á ráðin um framhaldið. Stjórnin stefndi að
því að leiða málið til lykta á árinu, annaðhvort með því að skipuleggja
áframhaldandi vinnu eða hreinlega að leggja vinnu við safnið formlega
niður. Því miður tókst þó ekki að ljúka málinu á þessu ári.