Íslenzk tunga - 01.01.1961, Blaðsíða 58
56
ÁSGEIR BLÖNDAL MAGNUSSON
Höf. kveðst setja punkla yfir þau af löngu sérhljóðunum, er kveðin
séu í nef, en þeir hafa raunar stundum fallið burt í síðari afskriftum.
En auðsætt er af dæmum hans og greinargerð, að menn hafa um
miðja 12. öld heyrt mun á þeim sérhljóðum, er voru ónefjuð, og
hinum, sem enn voru nefkveðin og þá oftast vegna grannstæðra nef-
hljóða, sem fallið höfðu niður. Dæmi höf. um nefkveðnu hljóðin
koma öll heim við sannanlegt ætterni viðkomandi orða, svo sem h<3r
‘fiskur’ < *hanhu-, rQ ‘skot, horn’ < *wranhö, þél ‘smíðartól’
< *þenhlö o. s. frv.
En víkjum nú að málsgreininni með þvat, sem mjög hefur vafizt
fyrir mönnum. Fyrri hluta hennar, aðalsetninguna, hafa menn yfir-
leitt verið sammála um að lesa Þar var(t) þú at, þ. e. ‘þar varstu
viðstaddur’. En um síðari hlutann, aukasetninguna, hafa verið skipt-
ar skoðanir. Guðbrandur Vigfússon stakk upp á því að lesa er maðr
kefldi þvátt.u En ekki fær sá úrlestur staðizt, miðað við handritið,
og þvátt svarar á engan hátt til þú at í aðalsetningunni. Líku máli
gegnir um tillögu Sveinbjarnar Egilssonar, Þar varþu at, er fjáðr
lclœðit þvat, þ. e. ‘þar varstu staddur, sem ríkur (maður) þvoði klæð-
ið’. Sveinbjörn telur, að þvat sé þt. et. af týndri, sterkri sögn *þveta,
*þvetta, er svarað hafi til ísl. þvœtta, d. tvœtte.1 Þetta fær ekki stað-
izt; so. þvœtta, sem kemur fyrir þegar í fornu máli, hefur jafnan
beygzt veikt, enda nafnleidd af þváttr. Þá hefur K. J. Lyngby getið
þess til, að þvat í síðari setningunni væri þt. et. (= *þvatt) af týndri
sögn *þvinda, sem hann vissi raunar ekki frekari deili á.8 En ekki
fær þessi getgáta heldur staðizt, því að jafnvel þótt slík sögn hefði
verið til i norrænu og við tengdum hana við fsax. bithwindan ‘con-
tendere’ (vl. bithwingan), getur þvat í málfræðiritgerðinni ekki verið
þt.-mynd af henni; langa í-ið í *þvatt væri í mótsögn við stutta t-ið
í (þú) at í aðalsetningunni, og hálfhljóðið v svarar ekki til langa sér-
8 Richard Cleasby og Gudbrand Vigfusson, Icelandic-English Dictionary (2.
útg. eftir Sir William A. Craigie; Oxford 1957), 335.
7 Lexicon poeticum antiquæ linguœ septentrionalis (Hafniæ 1860), 928.
8 „Den oldnordiske udtale,“ Tidskrijt for Philologi og Pœdagogik, II (1861),
318.