Íslenzk tunga - 01.01.1961, Blaðsíða 143
RITFREGNIR
139
skandínavísks nýmáls og mállýzkna á svið'i þcssara frœð'a. Nýíslenzka og þó
einkum færeyska hafa hinsvegar oftast orðið nokkuð út undan, og er mál, að
linni. Færeyska hefur mikið gildi fyrir norræn málvísindi, og mun það sjást því
betur sem lengra líður. Orðabók sú, er hér hefur verið gerð að umtalsefni, ætti
m. a. að geta stutl að auknum og virkari skilningi á þeirri staðreynd.
ÁSCEIII BL. MACNÚSSON
Orðabók Háskóla íslands,
Reykjavík.
Norske diplomer til og med ár liiOO. Redigcrt av Finn Hhiinkiio.
Corpus codicum Norvegicorum medii aevi. Folio serie. Vol. 11.
Oslo 1960. 163+ix hls.
Iþessari bók eru gefin út öll elztu norsk frumbréf scm varðveitl eru frain um
1300, alls 82 skjöl. Tvö hin elztu eru ekki hréf í venjulegum skilningi, held-
ur máldagar (frá því um 1175 og um 1200); auk þeirra eru vaxspjöldin frá
Hopperstad (nr. 69), sem á eru minnisgreinar um málaferli o. fl., en þau eru
einstæð í sinni röð á Norðurlöndum. Allt hitt eru hréf. Flest eru þau frá síðasta
fjórðungi 13. aldar; aðeins fimm hréfanna eru frá árununi 1200—50 og átta frá
árunum 1250—75.
Bréfin eru gefin út bæði í myndnm og textinn prentaður samhliða í stafréttri
útgáfu, þar sem upplausnir handa eru skáletraðar og gerð grein fyrir leiðrétt-
ingum, ritvillnm og öðru sem til textaútgáfu heyrir. Aftan við er norsk þýðing
allra hréfanna svo og nafnaskrár. Hverju bréfi fylgir stutt greinargerð um varð-
veizlu, fyrri úlgáfur og hvar bréfið sé notað í helztu ritum sem um þau hafa
fjallað. Hefur útgefandinn, Finn H0dneb0, gengið frá þessum atriðum af mik-
illi vandvirkni og nákvæmni í öllum vinmiaðferðum, og verður ekki að öðru
fundið en að fáeinar lítilfjörlegar prentvillur hafa slæðzt inn í stafréttu text-
ana.
Myndirnar eru ekki 1 jósprentaðar, heldur gerðar með myndamótum (í neti);
þrátt fyrir það eru þær yfirleitt ágætar og langflestar prýðilega læsilegar. Á
stöku bréfi virðist þó skriftin nokkuð máð (t. d. nr. 15, 54—56, 82), og væri
hugsanlegt að betri mynd hefði fengizt af þeim með öðrum aðferðum. En með
Ijósprentun myndanna hefði ekki verið unnt að prenta textana samhliða þeim
á þann hátt sem hér er gert, en það er mikill kostur þar sem því verður komið
við. Annars virðast hréfin yfirleitt betur varðveitt en obbinn af íslenzkum forn-
bréfum á skinni, svo að hægara hefur verið að taka af þeim góðar myndir sem
vel eru fallnar til þessarar prentunaraðferðar. Fengur er og að því að innsiglin