Íslenzk tunga - 01.01.1961, Blaðsíða 126
122
RITFREGNIR
I forinála verksins gerir höf. nokkra grein fyrir afstöð'u sinni til indóevr-
ópskra málvísinda sem og orsökum þess, að merkingarsviðskenningar Jost
Triers skipa svo mikið rúm í þessari bók. Ég get ekki fallizt á röksemdir höf. í
þessum efnum, en mun ekki ræða það frekar hér. Ég mun ekki heldur fjalla
um þær orðskýringar, sem reistar eru á þessum kenningum, enda úthýsa þær
ekki hefðbundnum skýringuny og aðferðum og eru raunar misjafnlega fyrir-
ferðarmiklar í einstökum köflum eða heftum verksins. En sem sýnishorn um
þessar kenningar skal ég nefna það, að tírr ‘frægð’ er ekki lengur talið í ætt við
við lo. tœr og tíreygðr, heldur skylt teinn og tign og tengt við ‘mannhringinn’,
og lo. víss hefur slitnað úr öllum tengslum við so. vita; það er orðið ‘mann-
hrings’-orð, náskylt viðja (f.) og viðir (m.).
Ég skal nú fara nokkrum orðum um einstakar orðskýringar þeirra fjögurra
hefta, sem bætzt hafa við þessa orðsifjabók, síðan ég vék að henni síðast í þessu
riti.1 Ég bind mig mest við þær skýringar, er mér sýnast orka tvímælis, einkum
ef ég þykist eygja einhverja leið til úrlausnar. Nýjar orðskýringar, reistar á arf-
teknum aðferðum, eru ekki margar, og skal ég geta þeirra, eftir því sem tilefni
gefst.
Höf. telur, að móð ‘slím’ eigi annaðhvort skylt við móðr ‘hugaræsing’ eða
moð ‘heyrusl’, og er hvorttveggja með ólíkindum. Hinsvegar víkur hann ekki að
skyldleika orðsins við móða ‘ryk’, sem liggur þó í augum uppi, sbr. nísl. móða
‘ryk, gufa’, hrossamóða eða -móður o. s. frv. Sennilegt er og, að nísl. móður ‘ís-
eða klakahrönn við sjó og vatnsfall’ sé af þessum sama toga, sbr. so. mœða um
byrjandi krapa- eða ísmyndun við strendur. Orð þessi eru sýnilega í ætt við so.
má og móa(st) og upphafleg merking í stofninum *mö-]i- ‘e-ð mulið’; þaðan
kvíslast svo merkingarnar ‘ryk’ og ‘klakamylsna, -hrönn’. Nísl. mósta og móska
‘dumbungur, ryk’ tilheyra efalítið þessari orðsift (< *möþ-st-, *möþ-sk-), og
líku máli gegnir sennilega um mór ‘þurr, leirblandinn jarðvegur, svörður’ (<
möwan?) og so. móa ‘blása linlega, þorna lítt’, mó ‘lélegur þerrir’.
Auknefnið mókr má vel eiga skylt við nísl. mók ‘blundur’ og nno. móken
‘syfjaður’, svo sem Finnur Jónsson hefur bent á. Hinsvegar þykir mér tilgáta F.
A Woods, sú sem höf. virðist aðhyllast, um skyldleika þessara orða við físl.
makr og þ. machen, harðla ósennileg.
Nísl. mók merkir ‘móða í lofti, blundur, svefnhöfgi, dund’ og so. móka
‘blunda, dunda við e-ð’. Þá er til móka (f.) ‘dimmviðri, mugga’ (O. II.), mækja
<{.) ‘molluveður’ (0. H.) og lo. dimm-mókulegur ‘þungbúinn (um loft)’, sbr.
cnnfrennir orustukenningarnar eggjamók og hildarmók (O. H.), þar sem síðari
liðurinn getur tæpast þýtt ‘svefnhöfgi’ e. þ. h. Þessu skyld eru fær. orðin mók-
ur ‘blundur’, mólca ‘dotta, linast’, mókast burtur ‘drafna sundur (um lausspunn-
inn þráð)’ og lo. mókutur ‘laus í sér (um band)’. Upphafleg merking orðstofns-
1 Lingua Islandica — íslenzk tunga, I (1959), 153—168.