Íslenzk tunga - 01.01.1961, Page 164
160
ANNÁLL
þeirra samtaka, og hefur Árni Böðvarsson verið fulltrúi þess frá upp-
hafi. Félagsmenn lögðu fram þrjár ritgerðir í afmælisrit Háskóla ís-
lands, Vísindin efla alla dáð, er Bandalagið gaf út. Kristján Eldjárn
var fulltrúi félagsins í ritnefnd afmælisritsins, en Jón Aðalsteinn
Jónsson í framkvæmdanefnd útgáfunnar. Kristján hefur einnig verið
fulltrúi félagsins í stjórn Hugvísindadeildar Vísindasjóðs frá upp-
hafi.
í árslok 1960 gaf félagið út fjölritað erindi Þórhalls Vilmundar-
sonar, Handritaheimt, er hann flutti í hátíðasal Háskólans 1. desem-
ber 1960. Var því síðan dreift til félagsmanna og nokkurra annarra
er ætla mátti að hefðu áhuga á málinu.
Síðan siðasti annáll birtist hafa fyrirlestrar á vegum félagsins og
rannsóknaræfingar verið sem hér segir:
17. desember 1960. Rannsóknaræfing í samvinnu við Mími, félag
stúdenta í íslenzkum fræðum. Mogens Jensen stud. mag. flutti erindi:
„Danske dialekter og dansk dialektforskning med et udblik til struk-
turalismen.“
16. febrúar 1961. Félagsfundur. Þórhallur Vilmundarson prófessor
sýndi skuggamyndir frá sögustöðuin á Grænlandi og skýrði þær.
8. apríl 1961. Rannsóknaræfing í samvinnu við Mími. Odd Didrik-
sen sendikennari flutti erindi um upptöku kröfunnar um þingræðis-
stjórn á íslandi.
10. október 1961 flutti prófessor dr. Hans Kuhn, er staddur var i
Reykjavík sem gestur Háskóla íslands á hálfrar aldar afmæli hans,
fyrirlestur í Háskólanum. Síðan bauð félagið hinum nýkjörnu heið-
ursdoktorum við heimspekideild Háskólans og nokkrum fleiri gest-
um til hófs í Tjarnarcafé. Nýlunda var það að félagsmenn voru
þarna með konur sínar, og þótti það fagnaðarauki.
16. desember 1961. Rannsóknaræfing í samvinnu við Mími. Gunn-
ar Sveinsson mag. art. rabbaði um Gunnar Pálsson og hrossakjöts-
deiluna.
21. febrúar 1962. Félagsfundur. Lív Sigurðardóttir Joensen stud.
mag. talaði um færeyskt mál og Jóhan Hendrik Poulsen stud. mag.
urn Finnboga sögu og Finnboga rímu færeysku.