Íslenzk tunga - 01.01.1961, Blaðsíða 119

Íslenzk tunga - 01.01.1961, Blaðsíða 119
RITFREGNIR 115 telja líklegt að flestir liðirnir liafi verið pappírshandrit; einhver þeirra hafa vafalaust verið skrifuð á fyrri hluta 17. aldar. Sýnist einna líklegast að út- hreiðsla sögunnar hafi hafizt á Vesturlandi. Miðgerð sögunnar, sem útgefandi nefnir svo, er aðeins varðveitt í tveimur handritum, skrifuðum af þeim nöfnunum Jóni Gissurarsyni á Núpi í Dýrafirði tt 1648) og Jóni Erlendssyni í Villingaholti, og hefur hinn síðarnefndi skrifað upp handrit nafna síns, sjálfsagt fyrir tilstilli Brynjólfs biskups, eins og útgef- andi bendir á. Utgefandi telur miðgerðina samda upp úr elztu gerð, en lætur liggja milli hluta hvort það hafi verið gert á 15. eöa 16. öld. Þetta er naumast rökstutt svo sem skyldi, og verður vikið að því síðar. Yngsta gerð sögunnar er sýnilega ekki samin fyrr en á 18. öld og er talsvert stytt og breytt uppsuða úr elztu gerð. Ilún er varðveitt í sjö handritum sem skrifuð eru síðast á 18. öld og á hinni 19. Þau eru flest sunnlenzk, og gerðin sjálfsagt upprunnin í þeim landshluta. Útgefandi birtir rækilegan útdrátt úr gerðinni, og verður af því ljóst að hún er gagnslaus til ákvörðunar á upphafleg- um texta sögunnar. Utgefandi hefur unnið verk sitt af trúmennsku og kostgæfni. Greinargerð hans fyrir handritunum og skyldleika þeirra er glögg og skilmerkileg og dreg- ur fram það sem máli skiptir, svo að lesandi er hvergi í vafa um rök fyrir niður- slöðum hans. Eitt þykir mér þó á skorta: nákvæmari lýsingu á rithætti og staf- setningu skinnhandritsins. Utgefandi hefur í lýsingu handritsins lagt megin- áherzlu á að draga fram þau stafsetningaratriði sem helzt mega að gagni koma til að tímasetja skinnbókina, og kemst að þeirri niðurstöðu að hún muni skrifuð í kringum 1400. Stafsetning ein getur þó verið varasöm til nákvæmrar aldurs- ákvörðunar; réttritun íhaldssams eða roskins skrifara sem skrifar upp eftir eldra forriti getur sýnzt talsvert eldri en hún er í raun og veru. Þess vegna er nauðsyn bæði að taka fullt tillit til stafagerðar og að reyna að gera sér eins ljóst og hægt er hvers konar réttritunarkerfi skrifarinn beitir, hvað getur stafað frá forriti og hvað úr samtíðarmáli. En þetta verður því aðeins gert til hlítar að gert sé kerfisbundið yfirlit um stafsetningu og önnur ritháttareinkenni. Auk þess cr jafnan æskilegt þegar skinnhandrit er gefið út í fyrsta sinn að því sé lýst eins vandlega og tök eru á, því að þannig fæst truustastur samanhurðar- grtindvöllur, því fleiri sem slíkar lýsingar verða. Og óneitanlega hefði verið heppilegt að birta Ijósmynd af svo sem einni blaðsíðu handritsins, svo að auð- veldara væri að átta sig á rithöndinni. Æskilegt væri vitanlega að útgefendur eða útgáfustjórnir kæmu sér niður á fast skipulag á slíkum handritalýsingum, sem síðan yrði viðhaft í öllum sam- bærilegum útgáfum, svo að auðveldara yrði um allan samanburð og ályktanir um breytingar á réttritun og málþróun. Engin slík áætlun hefur verið gerð, og ekki liægt að ætlast til þess að Jónas Kristjánsson tæki það að sér í þessari útgáfu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174

x

Íslenzk tunga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslenzk tunga
https://timarit.is/publication/852

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.