Vera - 01.02.1983, Blaðsíða 4

Vera - 01.02.1983, Blaðsíða 4
Þakka þér kærlega fyrir bréfiö. Viö erum þér sammála og höfum reyndar uppi áform um aö vekja athygli á þessari sérstöðu kvenna yfir fertugt. Um allt land eru konur ríkar af reynslu í rekstri heimila, barnaum- önnun, matseld, hjúkrun, mannlegum sam- skiptum og ööru sem fylgir húsmóöurstarf- inu. Þessa reynslu ætti samfélagið aö nýta sér í staö þess að vanvirða á þann hátt sem gert er. Okkur þætti vænt um aö heyra frá þér aftur — hvernig þér hafi vegnaö og hvetj- um raunar allar ykkar, sem til eldri teljast, aö láta frá ykkur heyra. Það er alveg ljóst aö margt sem ykkur snertir þarf meiri athygli og leiöréttingar við. Kveðja, Vera. P. S. Ertu búin að lesa leiðarann? Vera og Kvennaframboðid! Mig langar að spyrja ykkur nokkurra spurningu. — Ætlið þið í framboð til Alþingis? - Hvers vegna reynið þið ekki frekar að komast til áhrifa innan stjórnmálaflokk- anna heldur en að bjóða sjálfar fram? - Haldið þið ekki að þið getið gert jafn- réttisbaráttunni í landinu meira gagn ef þið starfið innan stjórnmálaflokkanna og náið hœrra hlutfalli á við karlmenn á framboðs- listum en með sérframboði? — Getur einangraður hópur kvenna leið- rétt hlutfall kynjanna á alþingi með einum eða tveimur þingsœtum? - Vœri ekki skynsamlegra að berjast fyrir betra samfélagi hlið við hlið með öðrum hópum sem setið hafa á hakanum, ss. öldr- uðum, fötluðum, friðarsinnum o. fl. ? Með fyrirfram þökk fyrir greið svör. S. Hannesdóttir Ágæta S! Að svo miklu leyti sem unnt er, svörum viö spurningum þínum á þessa leið: — Þegar þetta tölublað Veru er í vinnslu, hefur engin ákvöröun verið tekin um fram- boð til Alþingis. — Þegar konur ákváðu aö taka sig saman um að bjóða fram til borgarstjórnar var ein ástæðan sú, aö þær töldu útséð um að bar- áttumál kvenna næðu fram að ganga fyrir tilstuðlan flokkanna. Þau baráttumál væru þó svo brýn að þau þyldu enga bið. Konur hafa svo áratugum skiptir starfað innan stjórnmálaflokka án þess árangurs, sem þær þó hljóta að krefjast. Stefna og starfs- hættir flokkanna henta ekki konum, höfða ekki til þeirra og taka ekki tillit til málefna þeirra eða viðhorfa. Það er tímasóun að eyða kröftum í viðureign við karlaveldi flokkanna og árangursríkara aö taka hönd- um sarnan í aö einbeita sér aö verðugri verkefnum. — Ef litið er til reynslunnar frá þvi konur fengu rétt til kjörgengis og kosninga má gera ráð fyrir að með sams konar gangi mála taki það nokkur hundruð ár fyrir konur að komast til verulegra áhrifa innan flokkanna, hvaö þá að þær nái svipuöu hlutfalli á framboðslistum! Hvers vegna ættum við að láta okkur lynda að bíða þolinmóðar þess tíma að konur stjórni lífi sínu til jafns við karla, hvers vegna ekki fara sjálfar af stað? (Og m. a. o. — engin er að fara fram á hærra hlutfall á við karl- menn, aðeins réttara hlutfall!) — Þetta er ein þeirra spurninga, scm komið hafa upp í umræðunni um alþingisframboð. Sumar okkar álíta að málsvari kvenna á þingi muni geta haft áhrif, aðrar telja að málsvari utan þings sé vænlegri til árangurs. Við erum enn að vega og meta rökin með og á móti, enda hafa þau úrslitaþýðingu í ákvörðun um það hvort bjóða skuli fram eða ekki. (Skelfing ertu annars svartsýn; hvers vegna ekki fjórar eða fimm — eða jafnvel fleiri! Við í Kvennaframboðinu efumst ekki um góðan árangur í atkvæða- tölum — þvert á móti!) — Konur eru ekki „hópur“ heldur helm- ingur þjóðarinnar! Sumar okkar eru aldr- aðar, sumar fatlaðar, llestar okkar eru frið- arsinnis og allar erum við konur. Það er það fyrst og fremst, sem tengir okkur Kvennaframboðskonur og þaö er þaö, sem þarf að tengja allar konur. Það er kynferði okkar, sem hefur skapað stöðuleysi okkar í þjóðfélaginu, þvert á stöðu og stétt, aldur eða heilsufar. Með kveðju, ritnefndin. Okkur bráðvantar íbúð! Er ekki einhver, sem getur leigt okkur 2ja herbergja íbúð í Rvk., sem allra fyrst? Bergþóra og Garðar Sími33568

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.