Vera - 01.02.1983, Blaðsíða 27

Vera - 01.02.1983, Blaðsíða 27
frá egilsstöðum AFRAM KELLUR! S. nuirs á Egilsstödum Afram kellur! Pannig hljóðuðu upphafsorð auglýsingar, sem héngu í öllum verslunum í plássinu. Stóð nú til að halda kynningarfund á eft- irfarandi málaflokkum: 1) Konur og friðarhreyfingin, 2) Kvenna- menning, 3) Undirokun kvenna. Margir hafa eflaust rekið upp stór augu og hugsað margt, en í Ijós kom að um 40 konur höfðu álutga á að kynna sér þessi málefni. Þannig byrjar pistill, sem okkur á Veru barst nýlega frá Egilsstöðum. Og sagan er ekki öll sögð enn. Þessi kynningarfundur var haldinn þ. 16. september s. 1. og síöan hafa austankonur látiö hendur standa fram úr ermum svo um munar, því næst voru stofnaðir hópar um þá þrjá málaflokka, sem minnst er á hér að ofan og tekur Hansína pistilskrifari við orðinu: — Þessir hópar liafa svo starfað í vetur við hitt og þetta. ,,Friðarhópurinn“ (eins »g við köllum hann) hefur staðið í því að viöa að sér efni. Hafa þær m. a. skrifað til samtakanna „Kvinner for fred“ og fengið ýmsar upplýsingar um lesefni hjá þeim. Ætla þær að halda áfram þeim bréfaskrift- um. Einnig hafa þær haft samband við „Friðarsamtök kvenna". — Fyrir jólin sendu þær út áskorun til fólks um að gefa hörnum ekki stríðsleikföng til jólagjafa, asamt hugleiðingu um hernaðarbrölt stór- vcldanna. Birtist þessi áskorun í landsmála- blöðum. — „Kvennamenningarhópurinn" liefur verið að taka fyrir greinar Helgu Sigur- jónsdóttur, sem birst hafa í D.V. Svo miklar umræður hafa verið í kring um þær að ekki hefur unnist tími til annars það sem af er vetri. Stendur til aö taka fyrir greinar Helgu Kress (Tískubl. Líf), og svo bókina „Kvennaframboðin 1908—1926“ eftir Auði Styrkársdóttur. Trompið var svo fyr- irlestur Gerðar Óskarsdóttur, sem haldinn var á Hallormsstað á vegum hópsins. Fjall- aði hún þar um „Konur og sálfræði", og var það mjög svo fróðlegt. — Hópurinn sem fjalla átti um „Undir- okun kvenna" ákvað að taka þá stefnu að stofna leshring. Fjölrituöu þær blöð upp úr bókinni „Myten om kvinnen", eftir Betty Friedan, þar sem bókin sjálf var ekki til. - í þessum hópum eru konur á öllum aldri, öllum stéttum og að sjálfsögðu allar í baráttuhug. Stefnum við nú að því að blása í lúöurinn þann 8. mars, og hefst undirbún- ingurinn væntanlega í næstu viku. Að lokum sendum við ykkur öllum bar- áttukveðjur undir kjörorðinu „ÁFRAM KELLUR“. Undir þetta og fyrir hönd hópanna skrif- ar Hansína G. Skúladóttir og við þökkum pistilinn og biðjum að heilsa öllum hinum. Gaman væri að vita hvort sambærilegt starf er á kreiki víðar um landið. Látið okkur vita. Hver veit nema hægt verði að halda einhvers konar landshátíð, þar sem bar- áttuglaðar „kellur" geta hist og kjaftað saman. Væri það nú ekki alveg stórkost- legt? 27 Bolholti 6 sími 36645. JiSiBi ☆ LÍKAMSRÆKT OG MEGRUN FYRIR DÖMUR Á ÖLL- UM ALDRI. ☆ TÍMAR TVISVAR EÐA FJÓRUM SINNUM í VIKU. ☆ MORGUN- DAG- OG KVÖLDTÍMAR. ☆ STURTUR, SAUNA, TÆKI, LJÓS. ☆ ,,LAUSIR“ TÍMAR FYRIR VAKTAVINNUFÓLK. ☆ SÉRSTAKUR MATARKÚR FYRIR ÞÆR, SEM ERU í MEGRUN. VIKTUN, MÆLING. UPPLÝSINGAR í SÍMA: 83730 - SUÐURVER 36645 - BOLHOLT Suöurveri Stigahlíð 45, sími 83730. Líkamsrækt

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.