Vera - 01.02.1983, Blaðsíða 32

Vera - 01.02.1983, Blaðsíða 32
hlutverksins meðal leikkvenna. { kjölfarið íylgdi svo úttekt og rannsóknir á sérstakri tækni og aðferðum, sem konur beita á sviði. Aðskilnaðarstefna kynjanna hefur alltaf verið til umræðu innan kvennahreyfingarinnar. Pað sama gildir um leiklistina núna. Á meðan konur eru að rannsaka þetta svið þurfa þær að fá aö vera í friði fyrir karlmönnum. Ástæðan er m.a. sú að þá komast þær hjá því að sýnast fyrir þeim og keppast um hylli þeirra. Við eigum erfitt um vik og könnum ekki kynferðislega hegðun, líkamleg við- brögð, groddaralegan leik og leyndar sorgir okkar ofan í kjölinn með atvinnurekandann sífellt yfir hausamótunum á okkur. Pess- vegna er nauðsynlegt að geta einar og óhindrað leitað nýrra leiða við að túlka líf okkar. Leikhúsvinna gerir þá kröfu til leikarans að hann sé ávallt reiðubúinn þegar leikhúsinu hentar. Þetta getur komið í veg fyrir að nýjar og óvenjulegar hugmyndir fái að blómstra. Þessvegna getur námskeið, eða sérstakur starfshópur leikkvenna hrundið af stað athyglisverðum og djörfum tilraunum. þar sem rjóðar kinnar, druslulegur æfingagalli, líkamsþjálfun, spuni (improvisation) og alls kyns æfingar stuðla að einn meiri uppgötvunum. Það er ekkert óvenjulegt fyrir leikkonu aö fækka fötum á sviði. í mörgum leikritum koma fyrir senur þar sem konur þurfa að leika á nærfötunum og í öðrum þar sem hún þarf að gefa samfarir til kynna. Hinsvegar er þaö allt að því bannað fyrir leik- konu að afhjúpa sjálfa sig, þ.e. raunverulega reynslu sína og lang- anir. Þegar um tilraunastarfsemi kvenna er að ræða, geta að sjálf- sögðu komið upp ýmsir erfiðleikar. Það getur skapast vandræða- legt andrúmsloft, hlaðið spennu og taugaveiklun. Ein af orsökun- um eru þau nánu kynni sem spretta af slíkri starfsemi og sem eru framandi og jafnvel ógnvekjandi fyrir konurnar sem taka þátt í henni. Hvers vegna skyldi þá slík tilraunastarfscmi vera æskileg? Geta konurgrætt eitthvað á henni? Eitt af langtímamarkmiöunum er náttúrulega leitin að sjálfum sér. Til hvers er sú leit æskileg? Og hver vili kaupa afraksturinn? Eru auknir atvinnumöguleikar ef til vill fólgnir í henni? Það segir sig auðvitað sjálft að enginn getur oröið trúður á einu helgarnámskeiði, hvað þá fengið nýja sjálfs- ímynd. Þessvegna verður öll tilraunastarfsemi kvenna að vera sam- hliða vinnunni í leikhúsinu. Tilgangurinn felst í því að segja bæði konum og körlum frá einhverju sem er áríðandi. ÖII leikhúsin og leiklistarstarfsemi ættu auðvitað alltaf að leitast við að túlka bæði karlmenn og konur á trúverðugan hátt. Því miður virðist enn vera langt í land. Ef til vill er best aö segja eins og er. í þessum málum virðist aðeins ríkja vonleysi og myrkur, kvíði og angist. Allt annaö heyrir til undantekninga. „Þegar karlmenn herma eftir konum, þykir flestum það fyndið. Þegar konur herma eftir karlmönnum finnst fæstum það findið. Hafiði tekið eftir því?“ Þaó eru ákveðin atriði sem konur geta notað og rannsakað sér- staklega. Þar á ég viö gamansemi, kímni, sambandið milli líkama og tíma, allar gömlu lummurnar um okkur og öll þessi bölvuðu bros. Þegar karlmenn herma eftir konum þykir flestum það fyndið. Þegar konur herma eftir karlmönnum finnst fæstum þaö fyndið. Hafiði tekið eftir því? Hugsiö um það. Hversvegna skyldi það vera svo sjaldgæft aö konur hermi eftir karlmönnum? Ef kona vill vera skemmtileg, þarf hún fyrst aö spyrja sig hvort kyniö hún á að leika. á meðan kaflmenn þykja alltaf skemmtilegir þegar þeir herma eftir konurn. Breski kvenleikhópurinn Berils the Perils nota leiki og æfingar, sem þær hafa sótt í prakkárastrik stelpna á aldrinum rétt fyrir gelgjuskeiöið. Þær leika þá I 1 ára stelpur, sem stela, svindla, hrækja og ónáða. Eitt er víst að hægt er að finna ótrúlega mikið efni í hegðun og líkamlegu atferli stelpna á þessum aldri. Þannig á kventrúðurinn auðvelt með að sækja fyrirmynd sína til æskunnar. ,,Einn liðurinn í frelsun kvenna er viður- kenning þeirra á vissum líkamlegum sér- kennum, svo sem löngum lærum, klossuðum hnjám, útstæðum tönnum, stóru nefi o.s. frv.“ Konur eru afar uppteknar af líkama sínum, en nota hann of lítið í sína eigin þágu í leiklistinni. Einn liöurinn í frelsun kvenna er viðurkenning þeirra á vissum líkamlegum sérkennum, svo sem löngum lærum, klossuðum hnjám, útstæðum tönnum, stóru nefi o.s.frv. I stað þess að fela þessi sérkenni er langt um vænlegra að draga þau fram og nota þau til hins ítrasta og gera þau sýnileg. Konur hafa hér engu að tapa nema feimninni. Þetta tengist að sjálfsögðu hreyfingu og líkamsburði þeirra. Ef konur læra að hreyfa sig, er það oftast til þess að sýnast eilítið tignarlegri. Þrekæf- ingar og jafnvægisþjálfun þykja ekki við hæfi þeirra. Þegar unnið er með texta er nauösynlegt aö geta framkvæmt marga hluti í einu. Hérna hefur uppeldi okkar og hefðir rnikið að segja og munurinn á kynjunum er geysilegur á þessu sviði. Karlmenn læra fljótt í æsku ýmsa leiki og bögð. Þeir þjálfa með sér notkun á snærum, prikum og boltum á rneðan við konur hættum öllu slíku einhvern tímann þegar við erum 11 og 12 ára, til þess að strákarnir komi auga á okkur.... Margir lcikarar (karlkyns) æfa tímunum saman tiltekin verkefni á sviði á meðan margar konur halda sér fjarri öllum æfingum, sem þær halda að séu þeim ofviða. Karlmenn hætta sér hins vegar ekki út í að þjálfa tilfinningaleg viðbrögð og grát á sviði, nokkuð sem konur eiga frekar auðvelt með. Konur og karlar fela mismunandi þætti í sjálíum sér, en konurnar eru þó eftirbátar karla þegar að líkamsbeitingu kemur. Eitt af mikilvægustu þáttum í tækni leikara er að hafa vald yfir stað og stund á sviðinu. Leikarinn er frelsi okkar holdi klætt. Leikkonan aftur á móti lærir að taka það pláss sem eftir verður, þegar mótleikari hennar hefur tekið sitt. Hún á erfitt með að breiða úr sér og taka tíma og pláss frá öðrum á sviðinu. Karlmenn geta auðveldlega haldið 40 mínútna ræöur í veislum um listina að borða rækjur. Konur, æfiði það og verið hárnákvæmar. Konur verða að æfa sig í að tala, taka það pláss sem þær þurfa, halda ræður, breiða úr sér. Þær veröa að treysta því, að það sem þær hafa til málanna að leggja sé mikilvægt. Ég hef spurt mig hvort konur búi yfir sérstakri kímnigáfu? Þegar þær segja hver annarri frá, virðist vera til alveg sérstök tegund af fyndni. Að vissu leyti byggir hún á sameiginlegri reynslu og þekk-

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.