Vera - 01.02.1983, Blaðsíða 14

Vera - 01.02.1983, Blaðsíða 14
BARNSFÆÐING — verðlaun syndarinnar Lengi vel liefir þeirri kenningu verið haldiö að kristnum mönnum að fyrsta kona veraldar hafi verið gerð úr rifbeini úr karl- manni sem Guð hafi skapað, þegar hann hafði lokið við að skapa aðrar skepnur. Ekki er þess getiö að önnur kvendýr væru sköpuö úr rifbeini karldýrs af sömu tegund. Kvendýr og karldýr hafa því notið jafnréttis frá örófi alda, öll nema „æðsta skepna jarð- arinnar". En öllum hefir þeim samt verið fyrirskipað: „Verið frjósöm og uppfyllið jöröina." Eva tók epli af skilnings-trénu góðs og ills og henni var boðaður refsidóm- ur: „Mikla mun ég gjöra þjáningu þína, er þú veröur barnshafandi; meö þraut skaltu börn fæða, og þó hafa löngun til manns þíns, en hann skal drottna yfir þér.“ Þau Adam og Eva ræktu vel þá skyldu sína að margfaldast, og afkomendum þeirra voru gefin margháttuð boðorð og fyrirskip- anir. Boðorðin tíu sem Móses birti ísraels- mönnum fyrir mörgum mörgum öldum eru enn að mestu leyti í fullu gildi. Þau eru í annarri bók Mósesar, en ýmis önnur boð og bönn eru þarogíöðrum bókum biblíunnar. 12. kafli 111. Mósebókar hljóður svo Um sxngurkonur „Og Drottinn talaði viö Móse og sagði: Tala þú til ísraelsmanna og seg: Þegar kona verður léttari og elur sveinbarn, þá skal hún vera óhrein sjö daga; skal hún vera óhrein, eins og þá daga, sem hún er saurugaf klæða- föllum. Og á áttunda degi skal umskera hold yfirhúðar hans. En konan skal halda sér heima heilagi þrjátíu og þrjá daga, meðan á & 14 blóðhreinsuninni stendur; hún skal ekkert heilagt snerta og eigi inn í helgidóminn koma, uns hreinsunardagar hennar eru úti. En ef hún elur meybarn, þá skal hún vera óhrein hálfan mánuð, sem þá er hún er saurug af klæöaföllum, og hún skal halda sér heima sextíu og sex daga, meðan á blóð- hreinsuninni stendur. En þegar hreinsunardagar hennareru úti, hvort heldur er fyrir son eða dóttur, þá skal hún færa prestinum að dyrum samfunda- tjaldsins sauðkind veturgamla í brennifórn og unga dúfu eða turtildúfu í syndafórn; skal hann bera þaö fyrir Drottin og frið- þægja fyrir hana, og er hún þá hrein af blóð- látum sínum. Þessi eru ákvæðin um sængurkonuna, hvort heldur barnið er sveinbarn eða mey- barn. En ef hún á ekki fyrir sauðkind, þá færi hún tvær turtildúfur eða tvær ungar dúfur, aðra í brennifórn, en hina í synda- fórn, og skal presturinn friðþægja fyrir hana og er hún þá hrein."1 Hvaða rök gyðingar hafa fært fyrir því að tíminn sem kona skal vera óhrein eftir barnsbúrð er helmingi lengri eftir meybarn en sveinbarn hefi ég ekki fregnað. En Hippókrates hafði skýringu á þessu: Mis- munur er mikill á börnum á meðgöngutím- anum eftir kynferði þeirra. Hiti og þurrkur sem auka gáfur eru einkenni á fóstri svein- barns, því aö það nærist á tíðablóði nióður- innar og sjálfs sín vessum, og því fær móðir- in fallegt litaraft. Þessu er alvcg öfugt fariö með meybarnsfóstur. Þar eru aðaleinkenn- in kuldi og bleyta sem dregur úr greind, og auk þess vessar frá fóstrinu. Þetta veldur miklurn óhreinindum og af þeim verður móðir meybarns gul og skellótt í andliti. Af þessum sökum tekur hreinsunin eftir fæð- ingu meybarns helmingi lengri tíma en þcg- ar sveinbarn fæðist.2 Hreinlætisreglur ísraelsmanna í kringum barnsburö eru vissulega mjög merkilegar. Læknavísindin hafa komist aö raun um að gyðingakonur fá mjög sjaldan legháls- krabbamein, og er það þakkaö því aö karl- menn eru sem börn umskornir og að þann tíma sem konur eru óhreinar eftir fæöingu má karlmaður ekki snerta þær.3 Hvort Israelsmenn eða trúaöir gyðingar halda enn fast við 80 dagana eftir fæðíngu meybarns veit ég ekki, og heldur ekki hvort kristnir menn tóku þá venju í siðareglur sín- ar. Trúlegt er það þó eftir þeim óviður- kvæmilegu oröum sem ýmsir kirkjufeður hafa látiö eftir sér hafa um konur. Einn frægur biskup á 3. öld eftir Kristburð sagði t.d.: „Konurnareru englar Satans. .. .Allar konur eru með merki Satans í líkarna sín- um."4 Kirkjuleiðsla kvenna í katólskum sið á Islandi Sá siöur að konur haldi sig heima um langan tíma eftir barnsburð viröist ekki vera á íslandi á fyrstu tímum kristninnar. í krist- inna laga þætti Grágásar mun ekki vera að því vikiö einu orði að konur þurfi aö vera heima lengi eftir fæöingu og því síður að þær eigi að leiða í kirkju að vissum tíma liðnum. Hins vegar er í skipan Magnúsar biskups Gissurarsonar í Skálholti frá árinu 1224 með fáeinum oröum vikið að kirkjuleiöslu: „Manna konur aðeins skal í kirkju leiða

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.