Vera - 01.02.1983, Blaðsíða 16

Vera - 01.02.1983, Blaðsíða 16
Kirkjuleiðslu kvenna á að lcggja niður eftir þessu að dæma, en konur eiga að halda sig heima eftir barnsburð eins og venja var. Pétur Palladíus Sjálandsbiskup, sá sem vígði þrjá fyrstu lútersku biskupana í Skál- holti fór óvirðingarorðum urn skoðanirgyð- inga og katólskra unt að sængurkona sé óhrein, en kirkjuleiðslusiönum vill hann halda og rökstyður það — sennilega á sama hátt hafa ísrelsmenn gert það á sínum tíma — með því að engin kona hafi náð fullri heilsu fyrr en eftir 6-7 vikur frá fæðingu, og því eigi eiginmenn aö sýna konu sinni fulla tillitssemi og sofa einir, en leyfa sjúkri kon- unni að liggja einni með barnið. Það var víst talin full þörf á því að vernda konurnar á þennan hátt. A meðan þær voru „óleiddar" gátu þær vikist undan kröfum eiginmanna sinna, sem litu á þær sem sína eigin eign. Marteinn Einarsson næstfyrsti lúterski biskupinn í Skálholti var „lærisveinn" Palladíusar biskups. Hann lagði m.a mikla áherslu á að gerður væri mismunur á „ráð- vöndum og óráðvöndum" konum eða með öðrum orðurn giftum mæörum og ógift- um.10 Kirkju-Ritúalið 1685 og handbœkur presta Árið 1685 kemur út svokallað Kirkju- Ritúal fyrir Danmörk, Noreg og ísland. Hluti af því er í Lovsamling for ísland, en á sum atriðin er vísað í Handbók presta 1826 þar sem þau eru þýdd á íslensku. Þar segir m.a. um „barns-sængur-konur": „Prestarn- ir skulu kostgæfilega undirvísa óléttum konum og áminna þær, að þær með þakk- læti viðurkenni þá blessun er guð hefir þeim veitta, en vakti sig fyrir óaðgætni og skað- legum tilfellum, sem mögulegt vera kann. Erfiði trúlega í þeirra kalli, þegar tíminn keniur, vitandi, að jafnvel þó öll þessi kvöl sé verðlaun syndarinnur, þá eru þær þó Guöi þakknæmar í þeirri hinni sömu stétt, þegar þær eru stöðugar í trúnni, heilagleika og hreinlífi og með þolinmæði vænta góðrar og mjúkrar lausnar. Þeir skulu einnig áminna þær til þolinmæði, oft og tíðum fela drottni sína vegu og sinn lífs ávöxt til allrar náðar og verndar.. ,“12 Síðan kemur bæn sem þær eiga að tileinka sér eða læra. Handbók presta kemur út í annarri út- gáfu 1852 alveg óbreytt og standa því þessi fyrirmæli þangaö til handbókin er endur- skoðuð 1869. I handbókinni 1869ogaftur 1879 er all- nákvæm lýsing á því hvernig kirkjuleiðsla fer að athöfnum og oröum, m.a. eftir því hvort barnið sem fæddist er lifandi eöa dáiö. Ræöurnar eru styttri en í fyrri handbókun- um. Bætt er við einu atriði sem ekki á rót sína aö rekja til Kirkju-ritúalsins 1685: „Þegar giftar konureiga börn með mönnum sínum, eiga prestar að leiða þær í kirkju í fyrsta sinn, sem þær koma þangað eftir barnsburö- inn, eins þó burnið hafikomið undir áður en konan giftist.'"3 Síðasta setningin var sett inn að gefnu tilefni.14 Annað nýtt atriði: „Óski konan þess, má presturinn í stað kirkjuleiðslunnar, minnast hennar af stól. .. og biðja fyrir henni. .. eftir predik- un, áður en hann les faðir vor." Á ógiftar mæöur er þannig minnst: „Ekki má leiða aðrar konur en eiginkonur í kirkju eftir barnsburö né minnast annarra af stól."13 Kirkjuleiðsla leggst niður Þess er getið í Handbók presta 1869/ 1879 aö það sé oröið tíðkanlegra að minn- ast kvenna „af stól" í stað þess að prestur leiöi þær inn í kirkjuna, en þær eigi þó heimtingu á því aö verða leiddar í kirkju, ef þær vilja það heldur. Meira en hundraö árum áöur, eöa 1754, var í Danmörk ákveðiö að kirkjuleiðsla færi aðeins fram þegar einhver kona krefðist þess beinlínis, annars átti presturinn aðeins að biðja fyrir konum sem kornu í kirkju í fyrsta sinn eftir barnsburð. Mun sá siður hafa haldist þar í landi, einkum á Jótlandi, álíka lengi og hér.15 Thit Jensen þekkt kvenréttindakona og rithöfundur, sem var fædd á Jótlandi 1876, minnist á einum stað á móöur sína og kirkjuleiðsluna: „Hugsið ykkur, hvernig komið var fram við konu sem kom til kirkju í fyrsta sinn eftir barnsburð. Hún átti að bíða við dyrnar, þangaö til presturinn kom fram til hennar og baö inngöngubæn áður en hún gæti gengið „hrein" inn í guðs hús. Ég upplifði aö sjá mömmu standa þarna og bíða við kirkjudyrnar, og eins lítil og ég var fannst mér þetta móðgun og svívirðing. Þetta kom ekki fyrir aftur, því að hún geröi uppreisn og sagði við prestinn, okkar góða vin séra Krogh, aö þetta gerði hún aldrei framar .. .“16 Það fer ekki milli mála hvert var álit kirkj- unnar á konu sem legið hafði á barnssæng. Hún tilheyrði ekki söfnuði guðs um hríð — hún stóö utan kirkju — þar til hún var á ný lcidd þar inn með orðum prestsins: „Gangiö með friöi inn í guðs söfnuð, guðs náð og friðursé með yður. Amen!"17 Séra Jónas Jónasson á Hrafnagili segir svo frá í íslenskum þjóðháttum (bls. 262): ..Helst mátti konan ekki fara neitt af bæ, fyrr en búið var að leiða hana í kirkju. Það var gert. þegar hún kom í fyrsta sinn í kirkju eftir barnsburð, og var það gömul kirkju- venja, sem studdist við þá trú. aö konan sé óhrein eftir barnsburðinn (3. Móseb. 12). Klæddist þá konan bestu klæðum sínum, skauti og skarti. og gekk að kirkjudyrum og stóð þar við messubyrjun. Síðan gekk prest- urinn, eftir altarisþjónustuna eða fyrir eftir atvikum, fram í kirkjudyrnar og hélt dálít- inn ræðustúf yfir konunni og leiddi liana síðan til sætis. Um miðja 19. öldina féll þetta úr tísku, og prestar minntust þá kvenna nteð bæn á stól fyrir eða eftir predikun. Voru þær þá líka búnarsínum besta búningi." Framhald í nœsta blaði Veistu að í nafni jafnréttis villa þeir á sér heimildir og segjast samherjar aö í nafni frelsis finna þeir sér aðra konu að iöka sem hobbý að í nafni bræðralags bía þeir börnunum okkar svo við seinna finnum þá farna Nú geta þeir nebbnilega túlkað lögin sér í hag og haft þau með sér líka Þ.H.K.

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.