Vera - 01.02.1983, Blaðsíða 11

Vera - 01.02.1983, Blaðsíða 11
Ooo Hvar liggja mörkin milli íþrótta og lista? Yfirleitt er auövelt aö greina þar á ntilli en málið vandast þegar dans er til umræðu. Viö vitum öll aö miklu fé er varið í starfsemi íþróttahreyfingarinnar og til íþróttakennslu og þaö skal ekki lastað. En Itvað með dansinn? Dansskólarnir og landsbyggðin I Reykjavík eru starfandi að minnsta kosti 8 dans- og ballettskólar og fjöldi nemenda innan þeirra skiptir þúsundum. Þessii skólar eru allir reknir af einkaaðilum nema ballettskóli Þjóðleikshussins. Þeir njóta engra styrkja hvorki frá ríki né bæ sem þýðir að þátttökugjöld tiemenda veröa ;tl- gerlega að standa undir rekstrinum. Heiðar Astvaldsson danskennari sagði í samtali að áhugi á dansi væri gífurlegur. eins og best sæist á því hvílíkur fjöldi fólks lærir dans einhverntíma um ævina, en því miður væri ekki litiö á dans sem íþrótt hérlendis. Hann sagöi aö áhuginn á dansnámi væri ekki síður mikill úti á landi en í Reykjavík en erfitt væri fyrir dansskólana að halda út þeirri kennslu sem þar væri áhugi og þörf fyrir. þar sem kostnaður við hana væri mun meiri en á Reykjavíkursvæðinu, en sam- staöa væri um að hafa þátttökugjöld alls- staöar jafnhá. Aðspurður um afstööu sína til ríkisstyrkja, meö tilliti til þeirrar fyrir- greiðslu sem íþróttahreyfingin nýtur, sagö- ist Heiðar ekki óska eftir beinum styrkjum. En vissulega mætti gera dansskólunum auð- veldara að halda námsskeið úti á landi að minnsta kosti þannigað húsnæði ríkisinssvo sem skóla- og íþróttahús mætti nýta til danskennslu gegn vægu verði. Gunna er í ballett ogJón í bolta Það er ríkjandi viðhorf að datis og þá sérstaklega ballett sé eitthvað sérstaklega fyrir stelpur meöan keppnisgreinar íþrótta svo sem boltaíþróttirnar séu frekar fyrir stráka. Heiðar sagöi aö í táningadansflokk- um skóla hans væru minnst sex stelpur á móti hverjum einum strák. Stelpurnar tækju dansnámið alvarlega og legðu mikið á sig til að ná virkilega góðum árangri. Bára Magnúsdóttir jazzballettkennari sagöi einnig aö stelpur væru í yfirgnæfandi meiri- hluta í hennar skóla og danstlokki. og ekki skorti áhugann. hæfileikana eöa vinnusemi til að ísland eignaðist úrvalsdansara. Þá vaknar sú spurning hvort stelpurnar sem dansa táningadansana og jazzbalettinn. þjálfa upp líkama sinn og njóta bæði erfiðis og ánægju. hvort þær eiga ekki jafna kröfu á því að kostnaðurinn við áhugamál þeirra væri að hluta til greiddur af ríki og bæ eins og kostnaðurinn viö til dæmis keppnis- íþróttirnar sem eru á áhugasviði svo margra stráka? Kvennalist Bára Magnúsdóttir á auðvelt með að skil- greina jazzballettinn. Jún segir „Jazzinn og allur ballett er kvennalist þar sem stelpurnar eru stjörnurnar. Jazzinn er list sem hefur notagildi þar sem hann er hollur fyrir þann sem dansar og til ánægju fyrir þann sem horfir á. Okkar list höfðar meira til kven- legra eiginleika, mýkt og fegurð einkenna jazzballettinn. Jazzinn túlkar tilfinningar kvenna á þöglan hátt í dularfullum dansin- um sem tjáir meira en ræða í ræðustól." Bára hefur staðið fyrir jazzballettsýningum, nú síðast sumariö 1982 þegar söng- og dansleikurinn „JAZZ INN" var settur upp í Háskólabíó, með góðum árangri. Þá kvikn- aði hugmyndin aö stofnun söngleikahúss og lifir hún enn, eins og alltaf þá eru pening- arnir vandamálið, hæfileikafólkið er til. Bára sagði að dansinn væri svo ungur hér að stelpurnar væru enn að berjast fyrir tilveru- rétti sínum í listaheiminum og ef til vill væri sú staðreynd að jazzballettinn er kvennalist ein orsök þes hve lítið væri gert til að styöja þessa listgrein. Bára sagöist aldrei gleyma því hve sár hún var í upphafi ferils, þegar hún sýndi frumsaminn dans um sígauna- stúlku og fékk aö heyra þaö aö sumt fólk liti ekki á túlkun hennar sem list heldur sem klúra sýningu á sexv fótleggjum. Sem betur l'er hafa viðhorfin breyst til batnaðar þó enn eimi nokkuð eftir af þeim. 11 fi

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.