Vera - 01.12.1983, Síða 6

Vera - 01.12.1983, Síða 6
um hina hefðbundnu, fallegu, hlédrægu og eigulegu konu. - Hún er smart og vel snyrt. Líf stelpna gengur mikiö út á þennan væntan- lega mann, draumnum sem allt miðast við. Að vera elskuð af manni er fullkomnun kvenleikans. Allt endar vel; hún er dýrkuð, hlýtur sælu, umönnun, öryggi og fullnægju í höndum eiginmannsins. Og það er ekki laust við að maður hugsi „aumingja strákarnir, það eru engar smá kröfur,“ enda varla á nokkurs færi að sjá svo algerlega um vellíðan nokkurrar manneskju eins og ástardraumurinn gengur út á. En þrátt fyrir það að raunveruleikinn allt í kring sé ólíkur heimi ástarbókmenntanna leggja konur enn líf sitt í hendur einhvers vesalings karlsins í stað þess að byggja sína eigin framtíð á eigin ákvörðunum, hæfileikum og getu. C 31 árs. ,,Maður bjóst nú svosem við ástinni einn góðan veðurdag, en ég gerði aldrei neinar framtíðaráætlanir. Þær áttu aö koma með ástinni. Svo þegar maðurinn minn fyrrverandi fór í nám og við vorum barnlaus hugsaöi ég ekkert um að mennta mig, ég vannfyrirhonum.“ Hið óviðráðanlega bíður í leyni. Karlinn hefur framtíðaráætlanir um betri aðstöðu á vinnumarkaðinum og á það að koma fjölskyld- unni til góða. Þau hjálpast að við að hrinda þeim áformum í fram- kvæmd, það er beggja hagur, eða hvað? í þessu liggur einmitt hluti af kúguninni, að þessi samvinna tveggja aðila skuli í raun stuðla að sjálfstæði og betri aðstöðu annars aðilans en að ósjálfstæði og aðstöðuleysi hins. B. 34 ára ,,Ég sá mitt sjálfstæði í því að eignast fastan vin, sem gæti stutt mig og hjálpað mér. Þá reyndi ég að líta sem best út til að gera menn ánægða. Það lét ég í staðin fyrir lífsgæðin þeirra.“ Tökum okkurígegn Hið félagslega og fjárhagslega ósjálfstæði kvenna gerir þær svo háðar körlum sem raun ber vitni og þar af leiðandi er velferð kvenna í lífinu oft undir því komin hvort þær ,,nái sér í rnann". Á meðan svo er þurfa konur vissulega að aðlaga sig draumum karla um hina kvenlegu ímynd. í stað þess aö öðlast gildi sem sjálfstæðar mann- eskjur með möguleika á að ráðstafa eigin lífi og njóta þess að vera metnar fyrir eigin hæfileika og verðleika, þá þurfa konur að eltast við og viðhalda kúgandi viðhorfum karlveldisins. En með því að ráðast gegn hinum „hefðbundnu11 viðhorfum til kynjanna eru konur að slást við annað og meira en gamlar bábiljur. Þær eru að vega að rótum þjóðfélagskerfis sem byggir á kúgun og undirokun fleiri hópa samfélagsins en kvenna, - kerfis þar sem fámenn yfirstétt ræður yfir og græöir á hinni félagslegu samvinnu sem á sér stað í hinu mannlega samfélagi. Konurnar finna á skýran hátt bæði innan fjölskyldunnar sem úti á vinnumarkaðinum hvernig aðrir nýta sér vinnuframlag þeirra og samvinnu í eigin þágu en þær bera úr býtum aðeins kúgunina og valdaleysið. Til að konur megi fá tækifæri til að móta hugmyndir um og vera með í að þróa annars konar skipan mála á hinu félagslega kerfi vinnunnar og um leið á samskiptum fólksins og viðhorfum, verða þær fyrst að öðlast sjálfstraust og afla sér aðstöðu til þess. Það leikur enginn vafi á því að við verðum að taka okkur sjálfar í gegn og vinna ekki síst gegn hinum hefðbundnu viðhorfum íokkursjálf- um. Konur standa frammi fyrir þvi í dag að vera að móta nýja kvenímynd og berjast fyrir breyttum viðhorfum innan karlveldis- samfélags. Róðurinn er þungur en við konur getum beitt ýmsum baráttuað- ferðum. Á grundvelli þess sem hér að framan er sagt tel ég augljóst að það er mest undir konum sjálfum komið að breyta gang þess uppeldis sem mótar félagsstöðu þeirra. Nú dugir ekki að einblína á hina þingræðislegu leið því þar liggur höfuðábyrgðin ekki lengur, heldur á heröum uppalendanna og þar með í vitund kvennanna sjálfra. Kristjana Bergsdóttir FRÁ SVISS, ÍTALÍU OG ÞÝSKALANDI GLÆSILEGT ÚRVAL: PEYSUR, BLÚSSUR, PILS OG SILKIHÁLSKLÚTAR GLUGGINN Laugavegi 40 Símii 12854 6ÓÐ HÖNNUN Skrifborð er allstaðar vekja athygli fyrir góða hönnun. Helstu kostir: Hæð og halli breytileg. Handhæg að leggja saman og fyrirferöarlítil í geymslu. Henta fólki á öllum aldri, lærðum sem leikum. Mismunandi furustólar fáanlegir. Finnsk form og gæði í tré. TILVALIN TÆKIFÆRISGJÖF. 6

x

Vera

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.