Vera - 01.12.1983, Page 15

Vera - 01.12.1983, Page 15
— Heldur þú að það séu margar stelpur á þfnum aldri sem fara til læknis að ná sér í getnaðarvarnir? „Nei, engin sem ég þekki hefur gert það og ég held að það séu mjög fáar sem þora það. Það er svo óþægilegt og svo þarf líka samþykki foreldra ef maður er ekki orðinn 16 ára.“ — En hvaða getnaðarvarnir nota krakkar sem eru farnir að sofa saman? „Ég veit það ekki. Strákarnir kaupa örugglega smokka eða láta þann sem er þornastur kaupa þá fyrir sig. Ég þekki enga stelpu sem notar getnaðarvarnir en samt hugsa ég að hettan sé kannski al- gengust." — Hettan? Hún var nærri óþekkt fyrirbæri fyrir nokkrum ár- um. Af hverju heldur þú að hún sé mikið notuð? „Ég veit það ekki. Konan sem kenndi okkur líffræði sagði okkur hvernig ætti að nota hettuna og ráðlagði okkur hana frekar en pilluna." — Talið þið krakkarnir saman um kynlíf og getnaðarvarnir? „Vinkonur tala auðvitað oft um þetta, en strákar og stelpur tala ekki um þetta saman. Ef þau gera það, þá er það bara í gríni.“ — En strákur og stelpa sem eru saman. Tala þau um þetta sín á milli? „Nei, ég held ekki. Kannski ef sambandiðámilli þeirraer búið að standa lengi en ekki í svona skyndisamböndum." — Hvenær byrja unglíngar að sofa saman? „Það er svo misjafnt. Það er kannski ein og ein stelpa í 7. bekk sem er farin að sofa hjá og þá er hún yfirleitt kölluð mellan. Krakkar í 7. bekk eru farin að vera saman en ekki að sofa hjá. Margar stelpur eru farnar að hleypa upp á sig (því miður stelpur, við höfum ekki náð meiri árangri! - aths. VERU) þegarþæreru 15-16áraog þábyrja þær að spá í getnaðarvarnir." — Heldur þú að strákarnir tali sín á milli um þær stelpur sem eru farnar að sofa hjá? „Já. Það var t.d. stelpa í 7. bekk sem allir vissu að hleypti upp á sig og það töluðu allir um það. Hún var algert viðundur bæði frá okkar og strákanna sjónarhorni. Annars reyna strákarnir að kom- ast yfir þessar stelpur og kalla þær svo mellur. Þeir eru auðvitað ekkert betri sjálfir og geta í rauninni ekki gagnrýnt þessar stelpur." — Gerist þetta ekki gjarnan óvart hjá þessum stelpum þegar þær eru drukknar? „Stelpa sem ætlar sér ekki að sofa hjá strák fyrr en hún er orðin VEISTU. . . að fóstureyðingar sem fram- kvæmdar eru á stulkum vegna æsku og þroskaleysis eru flokk- aðar sem fóstureyðingar af „fél- agslegum ástæðum“. að í hinu árvissa frumvarpi um að skerða réttinn til fóstureyðinga er lagt til að fóstureyðingar af félagsiegum ástæðum verði bannaðar! að samkvæmt núgildandi lögum ber yfirvöldum skylda til að veita fræðslu um kynlíf og barneignir í skólum landsins en þau sinna henni lítið sem ekkert! að við viljum ekki hverfa aftur til ó- löglegra fóstureyðinga — við viljum ekki skerða þann rétt sem konur hafa! eldri, hún gerir það ekki hvort sem hún er full eða edrú.“ - En hvað með strákana? Reyna þeir að þrýsta á stelpurnar og fá þær til að sofa hjá sér? „Jú, jú en það er samt alveg hægt að segja nei við þá. Ég myndi t.d. ekki sofa hjástrák núna. Mérfinnst engin ástæðatil að flýta sér. Ef strákarnir geta ekki sætt sig við það þá geta þeir bara farið annað. Vinkona mín var með einum 16 ára í 6 mánuði og hann var alvanur en hún bannaði honum að sofa hjá sér og hann sætti sig við það. Ef þeir geta það ekki, þá eru þeir ekki þess virði.“ — Að lokum. Hvað finnst þér um kynfræðsluna í skólanum? Finnst þér að hún mætti vera meiri? „Já, ég veit það ekki. Ég hef ekkert saknað hennar. Það hefur ekki verið mikið talað um kynferðismál heima hjá mér en mér finnst ég samt vita þetta nokkuð vel. Ég hefði nú haldið að flestir vissu a.m.k. aðalatriðin í þessu. Ef maður vill fá að vita eitthvað þá fer maður bara á bókasafnið eða til vinkonunnar og talar um það við hana.“ -isg. 15

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.