Vera - 01.12.1983, Page 17
4
finnst þaö heldur ekkert voðalegt þótt fleiri
stelpur en strákar falli í stærðfræöi í
menntaskólum landsins. Mér finnst það
hins vegar mjög alvarlegt mál að umönnun
sjúkra, uppeldi barna, hreingerningar og
fjöldamörg önnur störf, sem konur annast
og sem eru undirstaða þess, að menn þríf-
ist í umhverfi sínu, skuli vera svo lágt metin
sem raun ber vitni.
Fyrsta málsgrein 4. greinar frumvarpsins
hljóðar svo: „Konum og körlum skulu
greidd jöfn laun og skulu njóta sömu kjara
fyrir jafn verðmæt og sambærileg störf.“
Það er ekki tekið fram hver eigi að verðmeta
störfin og allir vita hvaða verðmætamat er í
gildi í dag. Hefðbundin kvennastörf hafa
löngum lent á botninum þegar á að fara að
meta þau til launa. Það er eitthvað meira en
lítið rangt við þjóðfélag, sem ætíð og ævin-
lega metur ábyrgð á peningum og öðrum
veraldlegum verðmætum hærra en ábyrgð
á lifandi fólki. En hætta er á, að nýtt mat á
störfum verði ekki gert fyrr en konur fá þar
eitthvað til málanna aö leggja.
Síðasta málsgrein 3. greinar er mjög
lýsandi fyrir þann hugsunarhátt, sem tíðk-
ast í þjóðfélaginu: „Það telst ekki mismun-
un að taka sérstakt tillit til kvenna vegna
þungunar eða bamsburðar." Hvert stefnir
þjóðfélag, sem telur viðhald lífsins sér óviö-
komandi og einkamál framleiðandans?
Mannskepnan ásamt flestum öðrum dýra-
tegundum skiptist í tvö kyn til þess að
tryggja viðhald lífsins, en þessi mikilvægi
liður í öllu sköpunarverkinu kemur þjóð-
félaginu svo lítið við, að það telst nauð-
synlegt að taka það fram í lögum, að taka
beri tillit til hans. Barneignir hafa verið
stjórnunartæki til að halda konum niðri en
það mætti segja mér að ef konur tækju sig
saman og færu í barneignaverkfall í nokkur
ár, færi að koma annað og huggulegra
hljóð í strokkinn. Kvenfrelsiskonur hafa á
undanförnum árum notast við hugtakið
„jöfn staða“ í umræðu sinni, einmitt vegna
þess að jafnréttishugtakið hefur þá merk-
ingu sem hér hefur verið lýst, þ.e. ekki þá,
sem kvennahreyfingarnar leggja aðal-
áherslu á. Nefnilega, að kynin standi jafn-
fætis og hafi sömu möguleika til að hafa
áhrif á þróun þess þjóðfélags, sem þau búa
í. Að bæði kynin geti gengið til leiks á sínum
eigin forsendum og með sína kynbundnu
reynslu sem bakhjarl og með það verð-
mætamat, sem mismunandi reynsluheimur
og menning hefur þróaö hjá hverjum og
einum.
Ef við gefum okkur, að framangreind
túlkun á hugtökunum jafnrétti og jafnstaða
sé rétt, hvernig fara þau þá saman í einni og
sömu lagagreininni? Hvernig má túlka þá
lagagrein? Við fyrstu sýn virðist hún rök-
leysa og óneitanlega var mér oft hugsað til
þess hversu langt frá raunveruleikanum
þessar hugmyndir eru. Gat verið að þessi
lög þjónuðu helst þeim tilgangi að fegra
yfirborðið á soranum?
Ef hins vegar þessar fjórar fyrstu greinar
frumvarpsins yrðu túlkaðar á þá leið, að
forréttindaaðstaða karla verði afnumin með
öllu og rétturinn til að ráðskast með þjóð-
félagið eftir eigin hentisemi verði af þeim
tekinn: að það verði tryggt að reynsla
kvenna, verðmætamat og viðhorf endur-
speglist í raun í þjóðfélaginu öllu; að í þessu
fælist að störf kvenna yrðu endurmetin og
nýtt verðmætamat yrði ofaná; að hæfileiki
kvenna til að viðhalda lífi mannkynsins
verði vitur og álitinn eðlilegur þáttur í upp-
byggingu þjóðfélagsins, já, þá yrði gaman
að lifa, enda þyrftu jafnréttislögin þá ekki að
vera lengri en þær fjórar greinar.
Ingibjörg Hafstað
17