Vera - 01.12.1983, Síða 41

Vera - 01.12.1983, Síða 41
Ég er komin með ósjálfráðan kipp í hend- ina af þvi að grípa utan um oddhvassa brúnina á eldhúsborðinu sem er rétt í augnhæð barnsins - til þess að forða hon- um frá meiriháttar skurði eða skaða á auga. Hvað ætli börn fái að meðaltali mörg brunasár að 3ja ára aldri eftir að hafa sett litlu puttana á heita eldavélarhelluna. Minn er 16. mán. og kominn með 2 vænar blöðr- ur af því engin hlífðargrind er fyrir elda- vélum. Það sama gildir um ofninn á elda- vélinni nema þau ná fyrr í hann. Flest fá brunasár af honum þegar þau byrja að komast á skrið. Þá eru það skápahurðirnar. Þó maður fjarlægi nú allt eitrið eins og allar hreinlætisvörur þá eru skáphurðirnar flest- ar þannig að hvert barn getur auðveldlega opnað þær. Og eins og annað í þessari tilveru okkar þá eru auðvitað skáphurðirnar með oddhvössum hornum og ekkert eins auðvelt og fyrir börn sem eru að byrja að ganga, að næla sér í myndarlegan skurð af að vera í námunda við hurðirnar. Fæstir búa svo vel af efri skápum að þeir geti komið öllum sínum pottum, pönnum og öðrum ílátum eða hinum ýmsu hlutum sem fylgja matargerð fyrir í efri skápunum. Þannig að maður getur ekki látið þá standa tóma undir barnagull í nokkur ár ef maður á t.d. 2-3 börn með stuttu millibili (sem flestir eru auðvitað hættir að gera af skiljanlegum ástæðum). Og þá eru það skúffurnar sem með mjög lítilli fyrirhöfn má kippa út úr innréttingunni og þær geta orðið ansi þung- 41

x

Vera

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.