Vera - 01.12.1983, Side 52

Vera - 01.12.1983, Side 52
Fréttir frá Jafnréttisráði Jafnréttisráð hefur gefið út ritið „Konur og stjórnmál“ eftir Esther Guð- mundsdóttur. í ritinu eru að finna upp- lýsingar sem varða stjórnmálaþátttöku íslenskra kvenna og er samantekt upplýsinganna hluti af samnorrænu verkefni. Jafnframt því sem þetta rit kemur út á íslensku, hefur útkomið á norsku bókin „Ófullkomið lýðræði", sem fjallar um hlut kvenna í pólitík á Norðurlöndunum yfirleitt. Bókinni „Konur og stjómmál“ er skipt í tíu kafla og eru þeir þessir: Kosningaréttur og kjörgengi, Forseta- kosningar, Alþingiskosningar, Sveitar- stjórnarkosningar, Stjórnmálaflokkar, Konur í Stjórnarráði Islands, Konur í nefndum, stjórnum og ráðum á vegum ríkisins og í félagasamtökum, Kvenna- ár Sameinuðu þjóðanna 1975, Kvennahreyfingar, Jafnréttisumræða á Alþingi, en sá síðasti kafli er skrifaður af Bergþóru Sigmundsdóttur. Tvö fylgiskjöl eru: fyrst „hugmyndir að störfum jafnréttisnefnda sveitarfélaga 1983-86“ frá Jafnréttisráði og síðan Jafnréttislögin 1976. Bókin telur rúmar 120 bls. og er í venjulegu bókarbroti, kilja. ítarleg heimildaskrá er aftast og kemur þar fram að nýjustu heimildir eru frá þessu ári, 1983. Bókin ætti að geta komið að góðum notum þeim sem áhuga hafa á að fræðast um stöðu kvenna í íslenskum stjórnmálum, en upplýsingar um hana hafa ekki legið fyrir á einum stað fyrr en núna. Barmmerki og ráðstefnur Aðrar fregnir af störfum Jafnréttis- ráðs má helstar telja væntanlega ráð- stefnu um tæknivæðingu á vinnumark- aðinum með sérstöku tilliti til jafnréttis kynjanna og er þar átt við tölvubylt- inguná og hlut kvenna á því sviði. Sú ráöstefna er ráðgerð í febrúar. Þá er nú verið að undirbúa ráðstefnu um jafn- rétti og skóla (ráðstefnan hefur enn ekki fengið titil) en þar mun ráðið hafa í huga 7. gr. Jafnréttislaganna sem kveður á um að „í skólum og öðrum mennta- og uppeldisstofnunum skal veita fræðslu um jafnrétti karla og kvenna“ Og: „Kennslubækur og kennslutæki, sem þar eru notuð skulu vera þannig úr garði gerð og hönnuð að kynjunum sé ekki mismunað.“ Sú ráðstefna verður væntanlega í marz. Jafnréttisráð hefur látið gera barm- merki til að minna á tilveru sína og vekja athygli á málstaðnum. Á merkinu er merki Jafnréttisráðs og þrír mismun- andi textar, einn á hverju merki, en þeir eru á þessa leið: „Stöndum við jafnt að vígi?“, „Jöfnum metin!“ og „Hallar nokkuð á þig?“ Merkin kosta 30 kr. stykkið og eru til sölu á skrifstofu Jafn- réttisráðs, Laugavegi 116. Að lokum vill Jafnréttisráð geta Fréttabréfs, sem það gefur út og geta þeir sem þess óska, gerst áskrifendur að því, en það er ókeypis. ítlUM M O © ' HVAÐ ER YFIRDÝNA? Yfirdýna er gerö úr 100% bómullarvatti u.þ.b. 5-6 cm. þykku, sem orsakar aö þú skorðast sérstaklega vel og hver vöövi fær stuðning. Þaö er mikilvægt aö hryggstaöan sé bein, svo þú fáir fullkomna hvíld. ATH! NÝ OG ENDURBÆTT ÞJÓNUSTA: Nú getur þú fengiö springdýnu, sem hentar þér nákvæmlega. Þaö er mjög mikilvægt, svo þú fáir fullkomna hvíld og endurnýist á hverri nóttu. Komdu því á Smiðjuveginn til okkar, viö finnum út hvaö þér hentar. DÝNU- OG BOLSTURGERÐIN SMIÐJUVEGI 28 D, KÓPAVOGI — SÍMI: 79233 LÚXUSDÝNAN Höfum fyrirliggjandi þrjá stífleika og fjórar mismundandi geröir. Auk þessa framleiöum viö dýnuhlífar og teygjulök frá Tannus. 52

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.