Vera - 01.07.1984, Qupperneq 14

Vera - 01.07.1984, Qupperneq 14
1 líða betur. Ég hef mikið hugsað um þessi mál. T.d. í sambandi við svitakófin, ein- hversstaðar hef ég lesið aö þetta séu sjokkviðbrögð líkamans vegna hormóna- minnkunar. Þetta getur valdið miklum óþægindum og ég er viss um það að ef ég hefði ekki verið búin að lesa mér til um þetta þá hefði ég ekki verið jafnvel undir- búin. í rauninni fór ég mjög vel út úr þessu miðað við þau óþægindi sem ég fékk. Það er vitleysa þegar sagt er að það sé of mikið gert úr breytingaskeiðinu og mað- ur eigi ekki að vera að ræða þessi mál. Því fólk á að vita allt um þetta,” segir Þuríður og leggur áherslu á orð sín, ,,og konur eiga að vita hverju þær eiga von á — og það á að virða og taka tillit til þeirra og hjálpa þeim. Það á ekki að afgreiða þetta sem móðursýki eins og læknar gera oft. Það á ekki að gefa konum róandi töflur í stað þess að ræða málin. Við verðum að kom- ast til botns í því hvernig á að laga þetta og hvað er hægt að gera, við eigum heimt- ingu á því að það verði gerðar rannsóknir í þessa átt!. . . Það eru gerðar rannsóknir á öllum sviðum og þetta er nú ekki svo lítið svið. . Ég spyr um fyrirlestra Þuríðar. Konur sækja þá vel, en eru þær tilbúnar að ræða tilfinningahliðina? „Já, þær eru tilbúnar og vilja ræða þá hlið mála mjög mikiö. Ég byrjaði raunar á þessu í hálfgerðri rælni hér um árið. Ég var beðin að koma á fund hjá Málfreyjum og ræða sjálfvalið efni. Síðan átti Áslaug Ragnars viðtal við mig um breytingaskeið- ið í útvarpinu í haust og þá reis bylgjan og eftirþaðhef égfariðvíða. . . ég hefði aldrei trúað að það væru til svona margir kvennaklúbbar og samtök, aldrei nokkurn tíma! Það er yndislegt að koma meðal þessara kvenna. Ég hef alltaf fengið um- ræðu, misjafnlega mikla en alltaf skemmti- lega. Sumar konur eru meira tilbaka en aðrar eru hressari. Mjög margar konur eru langt niðri og það eru oft konur sem hafa alltaf verið í mjög góðu jafnvægi, en svo við tíðahvörfin er eins og það sé kippt und- an þeim fótunum og þær eru því óviðbún- ar. Konur vilja ræða þetta. Ungu konurnar eru sérstaklega skemmtilegar, þær hafa áhuga og eru opnar. Eldri konurnar, þær sem eru komnar yfir sjötugt eru indælar og þakklátar, en þær segja lítið. Þegar þær voru yngri var þetta alls ekki rætt og þær eru komnar yfir þetta og finnst kannski óþægilegt að vera að rifja það upp. Ég hef talað á fundum í allan vetur, eitt til tvö kvöld í viku og ég hef gert þetta af því að ég finn þörfina. Ég hef enga læknisfræðilega kunnáttu, ég er bara kona sem vil tala við aðrar kon- ur um það, að það sé mál til komið aö við vöknum og áttum okkur á því að við eigum þarna 25 ár sem við verðum að reyna að tryggja að verði okkur til ánægju en ekki byrði. Þessi mikli áhugi hjá konum fyrir því að fá mig til sín og ræða málin kemur ekki af engu — hann kemur af því að konur hefur þyrst í þessa umræðu, þær þurfa á henni að halda. Og svo undrast þær kannski af hverju ég er í þessu ,,er þetta ekki Þuríður Pálsdóttir söngkona” segja þær en það er bara hrein tilviljun að þaö er ég en ekki einhver önnur! Ég vona bara að þessar umræður verði til þess að konur vakni og fari að ræða þessi mál. Þá er tilganginum náð!” Hópurinn sem vann að efnisöflun um tíða- hvörfin: Dagbjört Bjarnadóttir, Guðrún Erla Geirs- dóttir, Guðrún Jóns- dóttir og Rannveig Ólafsdóttir. HATTABUÐ REYKJAVÍKUR FILTHATTAR OG KOLLUR LÉTTIR SUMARHATTAR OG HÚFUR STRÁHATTAR margar geröir ALPAHÚFUR í mörgum litum SLÆÐUR, SJOL, TREFLAR, GRIFFLUR ÚRVAL AF HÖNSKUM MINKASKINNSHÚFUR OG TREFLAR Sendum í póstkröfu HATTABÚÐ REYKJAVÍKUR Laugavegi 2,101 Reykjavík s: 12123 14

x

Vera

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.