Vera - 01.07.1988, Page 6

Vera - 01.07.1988, Page 6
,/En þori ég, vil ég, get ég? Jé, ég þori, get og vil/ Þetta sungu íslenskar konurfullum hélsi ó Lækjartorgi fyrir 13 árum og þær létu ekki sitja við orðin tóm. At- hafnirfylgdu í kjölfarið. Kona var kosin forseti fimm ár- um síðar, sérframboð kvenna voru endurvakin árið 1982 og ef marka má skoðanakannanir sópar Kvennalistinn nú að sér fylgi. Er nema von að heimur- inn spyrji í forundran hvað sé eiginlega á ferðinni þarna norðurfrá; hvað það sé sem gefi íslenskum kon- um meiri kraft og þor en gerist og gengur á sama menningarsvæði. Er hugmyndin um sterku og frjálsu sögualdarkonurnar ef til vill sönn þrátt fyrir allt? Eg mun ekki geta svarað þessum spurningum svo að óyggjandi sé en ætla samt að leita svara við þeim og koma með nokkrar tilgátur. Það er vissulega eðli- legt að spurt sé ekki síst þegar haft er í huga að sér- framboð kvenna hafa verið reynd í grannlöndum okkar s.s. Danmörku, Noregi, Svíþjóð og Englandi, en hvergi hlotið stuðning svo að orð sé á gerandi og /\ [”) aldrei komið manni að. Þessartilraunir voru gerðará J I Cr\r\Mf\ árunum 1908—1937 á þeim tíma (til 1926) sem framboðshreyfing kvenna á Islandi sópaði að sér fylgi bæði í sveitarstjórnar- og Alþingiskosningum. Auður Styrkársdóttir segir í riti sínu um kvennafram- boðin fyrri að hugmyndir um sérframboð kvenna hafi [| I /\ [") r /\ D komið upp snemma á fyrra skeiði kvenréttindabar- L/J/VI\I / il\ áttunnar en velgengni íslenskra kvenna sé einsdæmi í gjörvallri sögu kvenréttindahreyfinga. Skýringarnar er ekki bara að finna í fámenninu og óljósri flokka- skipan heldur hlýtur hér meira að liggja að baki. Það mun líka vera einsdæmi í heiminum að konur fái kosn- ingarétt óumbeðið — nema á Islandi. Það var árið 1882 að formæðrum okkar var veittur takmarkaður kosningaréttur til sveitarstjórna áður en þær settu fram um það formlegar kröfur. Það gerðu þær ekki fyrr en á Þingvallafundinum sex árum síðar. Enn má benda á að ísl. konur hefðu hlotið kjörgengi til bæj- ar- og sveitarstjórna og rýmkaðan kosningarétt miklu fyrr en raun varð á ef konungur hefði ekki sífellt fellt frumvörp þar að lútandi með þeim rökstuðningi að slík réttindi hefðu konur hvergi (grenndinni og hefðu ekki beðið um þau sjálfar.') Allt bendir þetta til að eitthvað sé hæft ( goðsög- unni um sterku konurnar á Islandi. Það var greinilega tekið mark á konum fyrir 100 árum, það var hlustað á þær og þeim treyst. Og þetta traust náði talsvert út fyrir raðir kvenna. Það sama virðist vera að gerast núna, þriðjungur íslenskra kjósenda hefur meiri trú ó pólitík Kvennalistans en hefðbundinni karlapólitík. Það leikur tæpast á tveim tungum að kvennafram- boðin fyrri hafi verið verulegur hvati að kvennafram- boðunum núna. Samt hefur sagan þagað vandlega um þau. Ég og stallsystur mínar í kvennabaráttu höfðum ekki hugmynd um þau fyrr en eftir 1970. Það er hægt að Ijúga miklu með þögninni. Þessi eldri framboð voru vissulega heimssöguleg eins og áður segir. íslenskar konur buðu fram sérstaka kvennalista samfelltí 18 ár, frá 1908 til 1926. Fylgið varmestfyrst en fór síðan minnkandi og var ekki nema 3.5% í Al- þingiskosningunum 1926. Mest var það í bæjar- stjórnarkosningunum í Reykjavík 1908, 27.6%. Kon- urnar voru greinilega ekki bangnar á þessu fyrra skeiði kvennabaráttunnar. Þær sögðu fullum fetum að körlum væri ekki treystandi fyrir málefnum kvenna, þeir hefðu ekki sinnt þeim hingað til og hvers vegna þá ekki að treysta á sjálfar sig. Og það gerðu þær — lengi vel.2) Kvennamenning á þjóðveldisöld Nú langar mig til að bregða mér talsvert langt aft- urítímann eða allt afturá landnámsöld. Ffelga Kress hefur sett fram þá kenningu að á þjóðveldisöld hafi verið tiltölulega öflug kvennamenning sem smám saman lét undan síga einkum með tilkomu kristni í landið.3) Þetta er sjálfsagt rétt, annars hefðu tæpast orðið til þær lifandi og sterku konur í íslendingasög- unum sem úir og grúir af og sem hafa verið konum á íslandi fyrirmyndir allt fram á þennan dag. Sam- kvæmt hefðbundinni íslandssögu voru landnáms- mennirnir aðallega norrænir víkingar, villtir og trylltir sjóræningjar sem engu eirðu og skildu eftir sig slóð fallinna og særðra hvar sem þeir fóru. Uppáhalds- iðja þeirra, eins og hermanna er siður, var að nauðga konum í óvinalandi og meiða börn svo að í fljótu bragði virðist þetta ekki vera kjörinn vettvangur fyrir kvennamenningu. Þó er hér ekki allt sem sýnist. Norrænar konur höfðu trúlega talsvert sterka stöðu þrátt fyrir allt vegna þess að þær voru svo nauðsyn- legar fyrir samfélagið. Auk þess að sjá um matar- og fatagerð, lækningar og ræktun heima fyrir eins og miðaldakonur gerðu hvarvetna sáu víkingakonurnar um búin meðan karl- arnir voru að herja. Þær voru því bæði bændur og framkvæmdastjórar og allt gat oltið á stjórn þeirra. Þetta gilti ekki aðeins um norrænar konur heldur kon- ur um alla Evrópu á hámiðöldum sem er sögusviðið sem hér um ræðir. Þá stóð kvennamenning með mikl- um blóma í Frakklandi, Bretlandi, Skotlandi, írlandi, Þýskalandi og á Niðurlöndum. Þetta voru kristin samfélög þar sem fjölskyldan var sterkasta stofnun- in, miðstýring valdsins var lítil og völd kvenna og áhrif mikil. Sérstaklega voru nunnur og abbadísir áhrifamiklar. Sumar stýrðu heilu héröðunum og vel- ferð almennings var í þeirra höndum. Þær stofnuðu og ráku skóla bæði fyrir pilta og stúlkur og höfðu sína eigin dómstóla. Þær þjálfuðu meira að segja hermenn fyrir kónginn. Nunnur kenndu líka í skólum fyrir karlmenn og Isleifur Gissurarson, fyrsti íslenski biskupinn sem lærði I Þýskalandi hafði kvenkennara. Síðari tíma sagnaritarar breyttu hins vegar nafni hennar í karlmannsnafn. Konur voru líka framarlega íbókmenntum og listum. Horswitha af Gundersheim var t.d. afkastamikill rithöfundur og eina leikrita- skáldið sem eitthvað kvað að í Evrópu í 500 ár eða þar til Shakespeare kom fram á sjónarsviðið. Þessi góði timi fyrir konur stóð samfleytt í um 500 ár eða frá því um 700 til 1200. Það er því mikið öfugmæli þegar talað er um hinar myrku miðaldir. Þær voru ekki myrkar fyrir konur a.m.k. ekki fyrr en á síðmið- öldum þegar kvennaofsóknirnar hófust.4) Okkur Islendingum er svo tamt að líta á sögu okkar fyrstu aldirnar sem einangrað fyrirbæri og úr tengsl- um við sögu og menningu Evrópu að öðru leyti. Ég held að þessi söguskoðun sé röng, Island hefur alltaf verið í góðum tengslum við umheiminn og þeirri hug- mynd sem raunar er ekki ný, vex óðum fylgi að byggð á islandi sé talsvert eldri en sagan kennir. Hið sama mun vera að gerast í Skandinavíu, þar sem saga norrænna þjóða er að lengjast. Það er margt sem styður tilgátuna um byggð hér fyrir landnáms- öld. Margar fornleifar hér á landi hafa verið greind- ar eldri en frá landnámsöld og bent hefur verið á að ótrúlega stuttan tíma tók að koma hér upp bústofni og fullbyggja landið, eða aðeins um 60 ár. Einnig 6

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.