Vera - 01.07.1988, Qupperneq 14

Vera - 01.07.1988, Qupperneq 14
 •* tw -»-«.* Ljósmynd: Rut Hallgrimsdóttir ur óformlega skipulagið róðandi og þar með per- sónuleg tengsl og kunningskapur róðandi við upp- byggingu samtakanna. Rannsóknir þessar falla undir fræðigrein sem nefn- ist skipulagssólfræði. Hún fjallar um hvernig fólk vinnur saman í skipulagsheildum hvort sem þær eru fyrirtæki, hreyfingar eða stofnanir. Eins og gengur og gerist í flestum fræðigreinum þar sem karlar hafa starfað nónast einir, hefur lltið verið fjallað um konur eða hlutverk þeirra innan skipulags- heilda. Umfjöllunin um konur hefur aðallega verið í tengslum við konur í stjórnunarstöðum eða um hvern- ig konur starfa innan ókveðinna skipulagsheilda svo sem hefðbundinna fyrirtækja og stofnana (Gould, 1980:237). Við íslendingar höfum ekki farið var- hluta af þessu því þó nokkuð hefur verið um nóm- skeið fyrir konur um stjórnun og stofnun fyrirtækja. Nómskeið þessi eru ætluð til að þjólfa konur til starfa innan pýramídakerfisins. Meredith Gould (1980: 237) bendir ó að allar kenningar og rannsóknir sem beindust að skipulagsheildum og konum leituðust við að útskýra stöðu kvenna innan ókveðinna fyrir- tækja eða stofnana ón þess að tengja hlutverk þeirra þar við reynsluheim þeirra. Meredith Gould er kvenfrelsiskona og skipulags- sólfræðingur, sem tók eftir því að lítið sem ekkert hafði verið gert af því að rannsaka hvernig konur búa til eða skapa nýjar skipulagsheildir (samtök). I grein sinni þegar konur stofan samtök: hugmyndafræðileg óhrif feminismans (1980) fjallar Gould um það hvernig konur byggja upp annarskonar skipulags- heildir, sem byggja ó valddreifingu. Hún bendir ó að valddreifingin tengist beinlínis hugmyndafræði kven- frelsisbaróttunnar (feminismans). í henni felst trú ó konur og að þeirra lífssýn verði metin að verðleikum, trú ó jafnrétti kynjanna og jafnrétti kvenna (239). Þessi hugmyndafræði hefur verið hluti af hugmynda- fræði rauðsokkahreyfingarinnar hérlendis sem er- lendis og er í dag hluti af hugmyndafræði nýju kvennahreyfingarinnar. Hugmyndafræðin og skipulagið Flata skipulagið í kvennahreyfingum verður til í framhaldi af jafnréttishugsjóninni. Leiðtoginn og valdaskipulagið er hluti af því skipulagi sem er í þjóð- félaginu í dag, skipulagi sem hefur varnað konum að rísa upp til að breyta stöðu sinni og óhrifum í þjóðfé- laginu. Þess vegna hefur dreifing ó valdi verið einn mikilvægasti þóttur í hreyfingum sem konur mynda. Þörfin fyrir valddreifinguna tengist einnig þörfinni fyrir virkni fjöldans. Meredith Gould bendir ó að eðli valdaskipulagsins sé einmitt að halda hluta fólksins ískipulaginufyrirneðan, halda þeim niðri (241). Ein- staklingar neðar í pýramídanum eru því ekki virkir og heildin erfyrir bragðið ekki einsfrjó og virk. Markmið kvenfrelsisbaróttunnar er að breyta þjóðfélaginu. Engin ein kona getur breytt þjóðfélagi og ekki heldur tvær. Þó er þörf fyrir fjöldann, mikil samskipti og kjarngóðar hugmyndir. Þess vegna hefur samtökum eins og Samtökum um kvennalista hentað beturflatt skipulag svokallað grasrótarskipulag. 14

x

Vera

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.