Ritmennt - 01.01.1996, Page 16
RITMENNT
Ljósm. Grímur Bjarnason.
Finnbogi Guðmundsson fv.
landsbókavörður.
Finnbogi Guömundsson formaður byggingarnefndar
í allrar þjóðar hag
Forseti Islands, frú Vigdís Finnbogadóttir.
Ólafur G. Einarsson menntamálaráðherra.
Heiðraða samkoma.
Enginn veit sína ævina fyrr en öll er, segir þar, og segja má, að
hver sá er þátt á í því að hleypa af stað stórframkvæmd á borð
við smíði Þjóðarbókhlöðu, sjái ekki fyrir, a.m.k. á vorum dögum,
hve langan tíma slík smíði muni taka.
A fyrri tíð gekk þetta fljótar fyrir sig. Að vísu tók allmörg ár
að ganga svo frá innréttingum á Dómkirkjuloftinu, að fært þætti
aó flytja þangað þær bækur, er vinir Stiftsbókasafnsins bæði á ís-
landi og einkum í Danmörku höfðu gefið því.
Alþingishúsið, sem reist var handa Alþingi og söfnum lands-
ins, var einungis tvö ár í smíðum, 1879-1881, enda oddviti máls-
ins athafnamaðurinn Tryggvi Gunnarsson. Hann var lílta oddviti
byggingar Safnahússins við Hverfisgötu, er tók ekki nema tvö og
hálft ár, en á milli smíði þessara tveggja bygginga hafði hann
staðiö fyrir smíði fyrstu stórbrúarinnar, Ölfusárbrúar 1891.
Hann hefði eflaust orðið gáttaður, hefði hann lifað það að
fylgjast mcð smíði Þjóðarbókhlöðu. Þá sögu ætla ég ekki að rekja
hér, leyfi mér að vísa til yfirlits um hana, er ég hirti í Árbók
Landsbókasafns 1993, sem út kom nýlega.
Á þessari stundu er mér efst í huga að þakka í nafni bygging-
arnefndar Þjóðarbókhlöðu öllum þeim, er að hafa unnið eða
stuðlað að framgangi þessa máls allt frá öndverðu, Alþingi, er á-
lyktaði vorið 1970, að í tilefni af ellefu hundruð ára afmæli ís-
landsbyggðar skyldi reist Þjóðarbókhlaða, er rúmaði Landsbóka-
safn Islands og Háskólabókasafn. En stuðningur þess, þótt með
semingi yrði á stundum, hefur auðvitað ráðið úrslitum um fram-
gang málsins, ekki sízt hin síðustu ár fyrir forgöngu og atbeina
Ólafs G. Einarssonar menntamálaráðherra.
Eg þakka samstarfsmönnum mínum í byggingarnefndinni,
öllum háskólarektorunum, er setið hafa í henni hver á sínu rekt-
orsskeiði, en auk þeirra minnist ég nefndarmannanna Harðar
Bjarnasonar húsameistara ríkisins, Árna Gunnarssonar skrif-
12