Ritmennt - 01.01.1996, Page 27
RITMENNT
CARL CHRISTIAN RAFN
lög og lauk prófi 1816 eftir aðeins tveggja
ára háskólanám, sem þótti einstakt náms-
afrek. Ári síðar tók hann liðsforingjapróf og
gegndi um slceið starfi liðsforingja á Fjóni. Á
skólaárum sínum í Oðinsvéum kynntist
hann kvæðum Ossians í þýðingu St.
Blichers. Einnig lagði hann stund á íslensku
fyrir stúdentspróf og er fullyrt að hann hafi
kunnað nokkuð fyrir sér í málinu áður en
hann kom til háskólans. Á þessum árum
hneigðist hann til skáldskapar, en hafði
jafnhliða lifandi áhuga á fornöld Norður-
landa. Meðan hann gegndi herþjónustu að
háskólanámi loknu stundaði hann íslensk
og norræn fræði jafnhliða, með þeim árangri
að fyrsta rit hans kom út árið 1818 á afmæl-
isdegi hans. Fljótlega aflaði Rafn sér milcils
álits, sem sjá má af því að á árunum 1821-
23 var honum falið að yfirfara handritasafn
Árna Magnússonar.
Áhugi á íslenskri þjóðmenningu á fyrstu
öldum íslandsbyggðar kom víða fram um
þetta leyti, ekki síst meðal þýskumælandi
þjóða. Hér skal stuttlega greint frá Fr.
Schlichtegroll, aðalritara hinnar konung-
legu vísindaakademíu í Munchen, sem
hafði brennandi áhuga á þessurn fræðum. ís-
lenskar fornbókmenntir og náttúra voru
honum t.a.m. hugstæðar. Um það vitnar
bréf sem hann skrifaði Múnter Sjálands-
biskupi 28. ágúst 1817, þar sem hann leggur
til „að stofnað verði félag til eflingar og að-
stoðar vísindunum á hinu fjarlæga, merka,
fornfræga íslandi". Þetta félag - Societas Is-
landica - skyldi hafa aðalstöðvar í Kaup-
mannahöfn og Munter gerast formaður
þess. Systurfélag - Societas literaria - skyldi
stofna á íslandi undir forsæti biskups og átti
Landsbókasafn.
Carl Christian Rafn (1795-1864). Málverk C.C. Ander-
sens frá 1896.
það að koma á fót víðtæku bókasafni „í öll-
um vísindagreinum". Þar átti stjörnuturn
að rísa af grunni í sambandi við safnið, auk
efnasmiðju og grasgarðs. Samkvæmt þessu
skyldi það sinna bæði hug- og raunvísind-
um.1
Hinn 17. janúar 1818 slcrifaði háskóla-
stjórnin Múnter hiskupi, Grími Thorkelín
leyndarskjalaverði og prófessorunum Birgi
1 fón Jacobson. Landsbókasafn tslands 1818-1918,
bls. 3 og áfram. í bók sinni gerði Jón grein fyrir
þætti Rafns í stofnun Stiftsbólcasafnsins, og er því
farið fljótt yfir sögu hér.