Ritmennt - 01.01.1996, Page 29
RITMENNT
CARL CHRISTIAN RAFN
geta bréfs hans til Hafnardeildar Bók-
menntafélagsins 29. mars 1818 þar sem
hann stingur upp á að skipuð verði nefnd til
að undirbúa stofnun safnsins.
Upphaf Fomfræðafélagsins
Árið 1820 var Rafn gerður að latínukennara
við herskóla - Landkadetakademi - í Kaup-
mannahöfn og gegndi því starfi í sex ár. Jafn-
hliða kennslustarfinu gafst honum tími til
að sinna öðrum hugðarefnum og þar voru
forn íslensk fræði í fyrirrúmi. Rafn starfaði
sem sjálfboðaliði við háskólabókasafnið í
Kaupmannahöfn á árunum 1821-23. Kynn-
in af handritum Árnasafns og rit Peters
Erasmusar Mullers, Sagabibliothek, sem
lcom út á árunum 1817-20 vísuðu honum
veginn. í riti sínu hélt P.E. Muller inn á nýj-
ar brautir í rannsóknum sínum og studdist
þar oft við handritin ein, þar sem sögurnar
lágu ekki fyrir á prenti. Sagabibliothek var
grundvallarrit sem varðaði veginn fyrir þá
sem á eftir komu, þó að margt sem þar er
fram sett hafi ekki staðist tímans tönn.
Upphaf fornritaútgáfu Rafns var það að
hann gaf út Hrólfs sögu kraka í danskri þýð-
ingu með lærðum skýringum árið 1821. Ut-
gáfan var upphaf að þriggja binda ritröð. Það
síðasta lcom út 1826. Safnið hlaut heitið
Nordiske Kæmpe-Historier og átti sér hlið-
stæðu í eldri söfnum svo sem Nordiska
Kámpa Dater sem kom út í Svíþjóð tæpri
öld áður og Nordische Heldenromane sem
komu út á þýsku á árunum 1814-15. Árið
1826 gaf Rafn út Krákumál. Auk íslenska
textans fylgdu með þýðingar á dönslcu, lat-
ínu og frönslcu. Rask skrifaði rækilegan rit-
dóm um þessa útgáfu í Hermod, þar sem
hann kvað upp þann dóm að útgáfan væri
hin „vigtigste, lærdeste og nyttigste" af
nokkru norrænu lcvæði.6 Engu að síður
hafði hann ýmislegt við útgáfuna að athuga,
einkum þýðingu kvæðisins yfir á dönsku.
Aukin þekking á fornum fræðum sam-
hliða handritakönnun og útgáfustarfi var
dýrmætur skóli fyrir Rafn. Þessi störf opn-
uðu augu hans fyrir því hve margvísleg verk-
efni biðu vinnandi handa. Honum var einnig
ljóst að hér þyrftu margir að leggjast á eitt.
Stofnun Fornfræðafélagsins er án efa
merkasti atburðurinn á ferli Rafns. Ekki er
vitað með vissu hvenær þessi hugmynd leit
dagsins ljós né hver var höfundur hennar. I
skjölum Rafns í þjóðminjasafninu danska er
blað dagsett 2. janúar 1824 og undirritað af
Rafni og dr. Gísla Brynjúlfssyni, þar sem
þeir ákveða að stofna félag í samráði við
Sveinbjörn Egilsson sem hefði útgáfu ís-
lenskra fornrita að markmiði. Mánuði síðar
komu þeir saman á ný og ákváðu að velja
ritara sem jafnframt sæi um fjármál félags-
ins og var Rafn til þess kjörinn. Tilkynning
um stofnunina birtist í Nyeste Skilderie af
Kjöbenhavn 6. nóvember 1824, undirrituð
af Rafni, Gísla Brynjúlfssyni og Sveinbirni
Egilssyni.
í bréfi sem Þorgeir Guðmundsson slcrif-
aði Bjarna Þorsteinssyni 22. apríl 18247
greindi hann frá undirbúningnum að stofn-
un félagsins, áformum um bókaútgáfu og
þeim viðtökum sem stofnun þess hlaut á
æðri stöðum. Samkvæmt bréfi frá Gunn-
laugi Oddssyni til Finns Magnússonar 24.
febrúar 1832 tók hann þátt í undirbúningi
6 Hermod, bls. 115.
7 Lbs 339 b fol.
25