Ritmennt - 01.01.1996, Síða 38
AÐALGEIR KRISTJÁNSSON
RITMENNT
formála hver eða hverjir önnuðust útgáfuna.
Hún er sniðin eftir útgáfu Sverris sögu með
rækilegum inngangi og fer varla milli mála
að Finnur Magnússon hefir lagt þar hönd að
verki, enda getur Erslew þess í Almindeligt
Forfatter-Lexicon,19 að Finnur og Rafn hafi
séð um útgáfu VIII.-X. bindis Fornmanna
sagna og Finnur skrifað formálana.
Þessi útgáfa var að því leyti sérstæð að
sögurnar í henni, aó Sögu Hákonar Hákon-
arsonar undanskilinni, voru einnig prentað-
ar „í danskri útleggingu".
í tíunda bindinu voru lok Hákonar sögu
og brotin úr Sögu Magnúsar lagabætis.
Einnig voru þar þættir af Noregskonungum,
Ólafs saga Tryggvasonar eftir Odd munk
Snorrason og Noregskonungatal. Þetta
bindi kom út 1835 og í formála kemur fram
að hann var verk Finns Magnússonar.
Ellefta bindi Fornmanna sagna kom út
árið 1828. í því voru Jómsvíkinga saga og
Knytlinga saga með tilheyrandi þáttum.
Útgáfunni svipaði mjög til bindanna sem
komin voru út á undan henni, enda Iiöfðu
sömu menn unnið að henni og fyrstu útgáf-
unum eins og segir í formála:
Starfinu við útgáfu þessa hefir verið þannig
skipt, að cand. philos. Þorsteinn Helgason hefir
afskrifað annan part Jómsvíkinga sögu og
drápuna, líka þáttinn um Absalon biskup, en
cand. theol. Þorgeir Guðmundsson hefir afskrif-
að fyrri part Jómsvíkinga sögu, Knytlingu og
hina þættina,- og hefir enn fyrrnefndi ásamt með
prófessorunum R. Rask og C.C. Rafn samanbor-
ið eitt handrit við hinar bækurnar, en sá síðari
sitt með áminnstum prófessorum. Stokkhólms
handritin af Knytlinga sögu eru samanborin af
Þorgeiri sumarið 1827, þá hann í félagsins erind-
um ferðaðist til Svíaríkis; hann hefir einnin
samió registrin aftan viö bindi þetta. Prófarkirn-
ar eru leiðréttar, sem að undanförnu, af þeim
þremur síðastnefndu, að því undanteknu, að
cand. Þ. Helgason hefir lagfært prófarkirnar af
Jómsvíkinga sögu og drápunni, meðan Þorgeir
var í burtu.30
Tólfta bindi Fornmanna sagna kom út
1837. í því voru skrár með tímatali og
vísnaskýringar við hvert bindi. Hvort-
tveggja var unnið af Sveinbirni Egilssyni.
Að auld voru skrár yfir nöfn á fljótum, stöð-
um, löndum og þjóðum og hlutum og „orða-
registur", og var tvennt það síðasta einnig
samið af Sveinbirni. Stefáni Eiríkssyni hafði
verið falið að gera skrárnar, en hann lést frá
óloknu verki.
Raskdeilan
Eldci er í frásögur fært að urgur væri milli
Rafns og íslendinga sem unnu að útgáfum
Fornfræðafélagsins fyrstu árin. Samt hefir
þess verið til getið að íslendingar hafi séð of-
sjónum yfir þeim vegtyllum og nafnbótum
sem á hann hlóðust, og þá einlcum þeir
Þorgeir Guðmundsson og Þorsteinn Helga-
son.
Það bar til á félagsfundi í Hafnardeild
Bólcmenntafélagsins föstudaginn 30. mars
1827 að Rasmus Chr. Raslc var lcjörinn for-
seti deildarinnar á ný í stað Finns Magnús-
sonar. Þennan fund sátu 19 „orðulimir".
Tvisvar þurfti að lcjósa því að í fyrra sinn
hlutu þeir jafnmörg atkvæði, en Finnur
óslcaöi eftir annarri atlcvæðagreiðslu og þá
bar Ilaslc hærra hlut. Finnur var hins vegar
lcjörinn varaforseti og hann ritaði fréttirnar
29 II, bls. 213.
30 Fornmanna sögur XI, bls. 12.
34