Ritmennt - 01.01.1996, Side 39

Ritmennt - 01.01.1996, Side 39
RITMENNT CARL CHRISTIAN RAFN Úr Eddukvædaútgáfu Rasks, Stokkhólmi 1818. Rasmus Christian Rask (1787-1832). í fyrsta árgang Skírnis. Þriðjudaginn 3. apríl var aftur boðað til fundar. Þar flutti Rask ræðu og lagði til að Finnur yrði gerður að heiðursfélaga og var það samþykkt í einu hljóði. Finnur kvaddi sér síðan hljóðs og gerði grein fyrir ráðsmennsku sinni þau sex ár sem hann hafði verið forseti. Eignir deild- arinnar væru rúmlega 5000 ríkisdalir í reiðufé aulc þeirra fjármuna sem bundnir væru í prentuðum bókum.31 í lok skýrslu sinnar komst hann svo að orði: Nú óska eg félaginu til lukku með þess nýhlotna forseta, þar það og eg hafa alla orsök til að vænta þess og Islands bókmennta vaxandi frama og framfara, undir umráðum þess erlendis borna en að verðungu heiðraða höfunds og fyrsta forstöðu- manns, er með þeim og öðrum verkum sínum þegar hefir nafn sitt ódauðlegt gjört í veraldarsög- unni, og sér í lagi í árbókum vors fátæka fóstur- lands og þess málslistarvísinda.32 Auk hins nýkjörna forseta voru Þorgeir Guðmundsson og Þorsteinn Helgason í að- alstjórn sem féhirðir og ritari. Þessi stjórn var endurkjörin áriö eftir. Baldvin Einarsson varð félagi í Hafnardeildinni á fundi hennar 5. janúar 1827. Var þetta upphafið að þátt- töku hans í starfsemi Hafnardeildar. Vorið 1830 var hann kjörinn ritari félagsins í stað Þorsteins Helgasonar. I árslok 1828 stofnuðu fjórtán vísinda- menn, að mestum hluta kennarar við Hafn- arháskóla, tímarit sem hóf göngu sína í upp- hafi árs 1829 og hlaut nafnið Maanedsskrift for Litteratur. Eins og nafnið benti til var því ætlað að hasla sér völl á sviði hók- mennta og lista með ritdómum og umræð- um um menningarleg efni og hafa þannig á- hrif í þjóðfélaginu. Efni ritsins, hvort heldur ritdómar eða ritgerðir, var tekið til umfjöll- unar af stofnendunum eða tilkvaddri nefnd, en höfundur, væri hann nafngreindur, bar alla ábyrgð á verki sínu. Ekki fór hér allt fram í einingu andans og bandi friðarins. Chr. Molbeck bættist fljótlega í hópinn og með honum uxu ýfingar og deilur einkum við F.C. Petersen, garðprófast og ritara rit- stjórnar. Ritinu varð ekki langra lífdaga auðið. Það hætti að koma út árið 1838, en í framhaldi af því kom Tidsskrift for Littera- tur og Kritik sem endaði ævi sína 1842. í desembermánuöi 1830 birtist ritdómur í Maanedsskrift for Litteratur IV, 501-10 31 Samkomubók Hafnardeildar, 1816-74. 32 Finnur Magnússon: Til hins íslenzka Bókmennta- félags-deildar, bls. 85. 35
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170

x

Ritmennt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritmennt
https://timarit.is/publication/859

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.