Ritmennt - 01.01.1996, Side 40
AÐALGEIR KRISTJÁNSSON
RITMENNT
Þjóðminjasafn íslands.
Þorsteinn Helgason (1806-1839).
um danska þýðingu gerða af Rafni á Jóms-
víkinga sögu og Knytlinga sögu, sem Forn-
fræðafélagið hafði gefið út árið áður. Rit-
dómarinn sýndi fram á að þýðandinn hefði
oft misskilið frumtextann. Dómurinn var
harður og auðsjáanlega saminn í þeim til-
gangi að lcoma höggi á Rafn. Aðfinnslur
voru smásmugulegar og sumar rangar, en
innræti þess, sem úr hinu skrifaða las,
leyndi sér ekki. Aldrei hefir verið upplýst
hver höfundurinn var, en getgátur því fleiri.
Meðal þeirra sem þar voru tilgreindir var
J.E. Larsen lögfræðingur. Fiitt þótti augljóst
að íslenskur maður heföi verið eigi allfjarri
þegar ritdómurinn var saminn og bárust því
böndin að Þorgeiri Guðmundssyni og Þor-
steini Helgasyni. Rasmus Rasl< vildi halda
hlífiskildi yfir Rafni og Fornfræðafélaginu,
enda var honum málið skylt þar sem hann
hafði lesið þýðinguna yfir. Hann tók því
saman ritkorn sem liann kallaði Gjenmæle
mod Anmældelsen ... og sýndi fram á rang-
færslur og villur gagnrýnandans í Maaneds-
skrift for Litteratur. Hann reyndi jafnframt
að berja í brestina og verja villurnar í þýð-
ingu Rafns og bar lof á hann fyrir vísinda-
störf. Rask taldi útgáfuna á Fornmanna
sögum t.a.m. betur unna en Paradísarmissi
sem Þorgeir og Þorsteinn höfðu séð um.
Arás Rasks á Þorgeir og Þorstein skildu
menn svo að hann ætlaði þeim, öðrum eða
báðum, að eiga hlut að ritdóminum. Islend-
ingar í Höfn reiddust þessu, ekki síst vegna
þess að hann gaf í skyn að þeir kynnu ekki
eigið móðurmál. Þorsteinn Helgason var þá
farinn heim til Islands fyrir hálfu ári, en
Baldvin Einarsson og Þorgeir tóku upp
þykkjuna fyrir hann.
Eg varð bálreiður og þoldi eigi þetta, eg gat ekki
sofið og ekki lesið, eg mátti til að rita svar, og
það var búið á þriðja degi. Mönnum hefur þótt
það betur skrifað en í nreðallagi
skrifaði Baldvin föður sínum 21. mars
1831.33 Svar Baldvins birtist í sérstökum
bæklingi sem bar heitið Forelobigt Svar ...
og fylgdi Maanedsskrift for Litteratur. Bald-
vin getur þess einnig í bréfinu að prófessor-
arnir fjórtán, sem stóðu að því, hafi orðið til
að svara Rask í ritinu og tekið í sama streng.
Síðan hélt Baldvin áfram og sagði:
Nú hefur prófessor Rask svarað mér og prófessor-
unum aftur, en einkanlega eys hann reiðinni út
yfir mig, er hann þar í svo illyrtur, að allri furðu
33 Hafnarstúdentar skrifa heim, bls. 54-55.
36