Ritmennt - 01.01.1996, Blaðsíða 40

Ritmennt - 01.01.1996, Blaðsíða 40
AÐALGEIR KRISTJÁNSSON RITMENNT Þjóðminjasafn íslands. Þorsteinn Helgason (1806-1839). um danska þýðingu gerða af Rafni á Jóms- víkinga sögu og Knytlinga sögu, sem Forn- fræðafélagið hafði gefið út árið áður. Rit- dómarinn sýndi fram á að þýðandinn hefði oft misskilið frumtextann. Dómurinn var harður og auðsjáanlega saminn í þeim til- gangi að lcoma höggi á Rafn. Aðfinnslur voru smásmugulegar og sumar rangar, en innræti þess, sem úr hinu skrifaða las, leyndi sér ekki. Aldrei hefir verið upplýst hver höfundurinn var, en getgátur því fleiri. Meðal þeirra sem þar voru tilgreindir var J.E. Larsen lögfræðingur. Fiitt þótti augljóst að íslenskur maður heföi verið eigi allfjarri þegar ritdómurinn var saminn og bárust því böndin að Þorgeiri Guðmundssyni og Þor- steini Helgasyni. Rasmus Rasl< vildi halda hlífiskildi yfir Rafni og Fornfræðafélaginu, enda var honum málið skylt þar sem hann hafði lesið þýðinguna yfir. Hann tók því saman ritkorn sem liann kallaði Gjenmæle mod Anmældelsen ... og sýndi fram á rang- færslur og villur gagnrýnandans í Maaneds- skrift for Litteratur. Hann reyndi jafnframt að berja í brestina og verja villurnar í þýð- ingu Rafns og bar lof á hann fyrir vísinda- störf. Rask taldi útgáfuna á Fornmanna sögum t.a.m. betur unna en Paradísarmissi sem Þorgeir og Þorsteinn höfðu séð um. Arás Rasks á Þorgeir og Þorstein skildu menn svo að hann ætlaði þeim, öðrum eða báðum, að eiga hlut að ritdóminum. Islend- ingar í Höfn reiddust þessu, ekki síst vegna þess að hann gaf í skyn að þeir kynnu ekki eigið móðurmál. Þorsteinn Helgason var þá farinn heim til Islands fyrir hálfu ári, en Baldvin Einarsson og Þorgeir tóku upp þykkjuna fyrir hann. Eg varð bálreiður og þoldi eigi þetta, eg gat ekki sofið og ekki lesið, eg mátti til að rita svar, og það var búið á þriðja degi. Mönnum hefur þótt það betur skrifað en í nreðallagi skrifaði Baldvin föður sínum 21. mars 1831.33 Svar Baldvins birtist í sérstökum bæklingi sem bar heitið Forelobigt Svar ... og fylgdi Maanedsskrift for Litteratur. Bald- vin getur þess einnig í bréfinu að prófessor- arnir fjórtán, sem stóðu að því, hafi orðið til að svara Rask í ritinu og tekið í sama streng. Síðan hélt Baldvin áfram og sagði: Nú hefur prófessor Rask svarað mér og prófessor- unum aftur, en einkanlega eys hann reiðinni út yfir mig, er hann þar í svo illyrtur, að allri furðu 33 Hafnarstúdentar skrifa heim, bls. 54-55. 36
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170

x

Ritmennt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritmennt
https://timarit.is/publication/859

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.