Ritmennt - 01.01.1996, Side 49
RITMENNT
CARL CHRISTIAN RAFN
Finnur Magnússon báru hita og þunga þessa
verks. Samt er talið að Finnur hafi átt þar
drýgstan hlut, en fleiri lögðu þar hönd að,
t.a.m. Jón Sigurðsson.
í bréfi sem Laurits Engelstoft prófessor
skrifaði Bjarna amtmanni Þorsteinssyni 8.
júní 183854 vék hann að útgáfunni á Grön-
lands historiske Mindesmærker sem þá var
hafin og bar lof á hana salcir þess hvað hún
bæri vott um mikinn lærdóm og væri vel úr
garði gerð.
Svo er að skilja sem ritið hafi ýtt undir á-
huga manna á Grænlandi, en um þetta leyti
fóru vísindamenn gjarnan í leiðangra á
norðlægar slóðir. Aftur var það Engelstoft
sem miðlaði Bjarna Þorsteinssyni vitneskju
um þessar rannsóknarferðir og þá sem þar
voru á ferð.55 Sumir ltomu nokkuð við sögu
á Hafnarslóð í leiðinni. Einn þeirra var
franski læknirinn og vísindafrömuðurinn
Paul Gaimard.
í formála fyrsta bindis Fornmanna sagna
var svo að orði komist að félagið ætlaði sér
„að útgefa frumrit allra á norrænu ritaðra
sögubóka í samfellu". Þær áttu að koma í á-
kveðinni röð; fyrstar Noregskonunga sögur
að Heimskringlu undanskilinni, því næst
sögur og þættir frá Danmörku og Svíþjóð,
„en loksins sá inn mikli sagnaflokkur, er ís-
landi viðkemur".56 Þegar útgáfu Fornmanna
sagna lauk með XII. bindi árið 1837 var út-
gáfa íslendinga sagna boðuð í formála loka-
bindis með þessum orðum:
... nú virðist þessvegna félagi voru tækur tími
kominn til að láta sjálfar íslendinga sögur, þess-
um næst, á prent út ganga, að loknum þeim und-
irbúningi til þess starfs er mjög mikils ómaks og
aðgætnis krefur. Vér vonurn staðfastlega að þessi
og önnur vor viðleitni virðist af góðfúsum les-
endum á hægra veg, og óskum loksins íslandi af
öllu hjarta þess heiðurs og heilla er þaó að fornu
og nýju verðskuldað hcfir.57
Samt sem áður liðu ár og dagar áður en
fyrsta bindi íslendinga sagna Fornfræðafé-
lagsins komst á prent. Jón Sigurðsson vann
mikið að útgáfu þess. Hann sltrifaði upp og
kannaði handrit íslendingabókar fyrir
Sveinbjörn Egilsson fyrsta veturinn sem
hann var í Kaupmannahöfn og Fornfræðafé-
lagið fékk hann til að skrifa upp handrit
Landnámu og var það upphafið að útgáfu
þess á íslendinga sögum I sem Jón sá um. I
sambandi við þetta starf gerði Jón merka
uppgötvun urn tengsl Sturlubókar og
Haultsbókar þar sem menn höfðu áður farið
villir vegar.
Þegar Jón fór í Svíþjóðarför sína sumarið
1841 var prentun fyrsta bindisins - íslend-
ingabókar og Landnámu - hafin. Engu að
síður kom bókin ekki út fyrr en 1843. Finn-
ur Magnússon ritaði formála, en Rafn vann
að samanburði prenttextans við skinnhand-
rit Landnámu sem lögð voru til grundvall-
ar.58
Jón Sigurðsson hlaut verðskuldað lof fyr-
ir þátt sinn í þessari útgáfu, enda var honum
á hendur falið að annast útgáfu næsta bind-
is sem kom út 1847. í því voru fimm íslend-
inga sögur auk annars cfnis. Hann gat stuðst
við uppskriftir annarra að nokkru, en Rafn
mun hafa lagt hönd að verki með prófarka-
lestri líkt og við fyrra bindið. Af sögum
54 Lbs 339 a fol.
55 Sst.
56 Fornmanna sögur I, bls. 13.
57 Sama rit XII, bls. [ivj
58 Páll Eggert Ólason. ]ón Sigurðsson I, bls. 302-307.
45