Ritmennt - 01.01.1996, Síða 68
JÖKULL SÆVARSSON
RITMENNT
Magini, Giovanni Antonio (1555-1617).
Scandia, sive regiones septentrionales.
1596 og seinna. (12,4x 17 sm)
Eftirmynd af Norðurlandakorti Abrahams Or-
teliusar úr útgáfu Maginis á Landafræði Ptolem-
eusar, Geogiafia cioe de scrittione univeisale
della teiia.
Magnus, Olaus (1490-1558). Carta marina.
1539. (94,6X130 sm)
Nýleg eftirprentun af hinu fræga Norðurlanda-
korti sænska klerksins Olaus Magnus sem var
gefið út í Feneyjum 1539. Kortið var prentað
eftir tréskurði á níu blöðum og var eitt af
stærstu kortum síns tíma. Lögun Islands á kort-
inu ruddi sér fljótt til rúms og þokaði öðrum úr
sessi. Hún var fyrirmynd margra kortagerðar-
manna til loka 16. aldar og fram á hina 17.
Mallet, Alain Manesson (1630-1706).
Decowerte de la Groenlande. 1683.
(14,7X10,2 sm)
Ur heimslýsingu, Descríption de l’univeis, eftir
franska landfræðinginn Mallet.
Mallet, Alain Manesson (1630-1706). Isle
d'Islande. 1683. (14,5 x 10,5 sm)
Úr Desciiption de l’univeis. Lögun landsins er
af hollenskum stofni með nokkru ívafi frá eldri
gerðum.
Mallet, Alain Manesson (1630-1706). Die
Insel Island. 1686. (14,5 X 10,4 sm)
Lýsing heimsins eftir Mallet var gefin út á
þýsku og nefndist þá Welt-Beschieibung. Is-
landskortið er úr þeirri útgáfu en það er spegil-
mynd af landabréfinu í frumútgáfunni.
A map of the countries thirty degrees
round the North Pole. 1799. (34,5 X 33,6 sm)
Landið er frekar illa dregið og gerð þess afturför
frá fyrri kortum.
Mercator, Gerhard (1512-1594). Islandia.
1595 og seinna. (28 X43,5 sm)
Gerhard Mercator var einn frægasti kortagerðar-
maður sinnar tíðar. Árið 1595 ltom út kortasafn
eftir hann undir nafninu Atlas, sive cosmograph-
icæ meditationes. í bókinni er frumprentun Is-
landskorts þessa og er greinilega byggt á Islands-
gerð Guöbrands Þorlákssonar biskups. Svo miklu
munar á kortum Mercators og Abrahams Orteli-
usar að það er sennilegt að þeir hafi notað mis-
munandi eftirmyndir Guðbrandskortsins. Ekki er
kunnugt eftir hvaða leiðum kort biskupsins barst
til Mercators. Vitað er að hann var í sambandi
við danska stjórnmála- og lærdómsmanninn
Henrik Rantzau en hann hafði verið honum
hjálplegur við útvegun korta af Norðurlöndum og
kannski hefur kort Guðbrands af íslandi verið þar
á meðal. íslandskortið fylgdi eitthvað um tuttugu
útgáfum af kortabók Mercators á ámnum 1595-
1635, alltaf óbreytt eftir sama myndamóti.
Mercator, Gerhard (1512-1594). Septentrio-
nalivm Terrarum descriptio. 1595 og
seinna. (36,4x39 sm)
Pólkort Mercators úr Atlas, sive cosmogiaph-
icæ meditationes. Island er hér eftir korti Guð-
brands Þorlákssonar.
Miinster, Sebastian (1489-1552). Gemeine
beschreibung aller Mittnáchtigen Lánder/
Schweden/Gothen/Nordwegien/Denmarck
/rc. 1544 og seinna. (25 x34,5 srn)
Þýski fræðimaðurinn Sebastian Munster var
með fyrstu kortagerðarmönnum sem tóku
Norðurlandakort Olaus Magnus sér til fyrir-
myndar eftir útkomu þess. I Kosmógrafíu hans
sem kom fyrst út 1544 er að finna Norðurlanda-
kort sem er lauslega sniðið eftir korti Olaus.
Nobili, Pietro de. Frisland. Um 1590.
(24,4 X 18,3 sm)
Endurprentun Nohilis á Fríslandi franska korta-
gerðarmannsins Antonios Lafreris. Greinileg
áhrif frá Zeno-kortinu.
64