Ritmennt - 01.01.1996, Blaðsíða 77
RITMENNT
EIMREIÐIN
er mjög áþekk frá ári til árs. Árið 1895 er
veltan kr. 2098,31 og árið 1903 er hún kr.
2373,89. Tekjur blaðsins frá áskrifendum
breyttust lítið á tímabilinu 1895-1903, trú-
lega að mestu lcomnar frá sömu tryggu
kaupendunum og voru með frá upphafi.
Sala blaðsins í lausasölu jókst hins vegar
þannig að upplagið stækkaði. Kostnaður við
að lcoma blaðinu út og senda það til kaup-
enda stendur nokkurn veginn í stað. Rit-
laun og laun fyrir prófarkalestur eykst hins
vegar stórlega. Þessi gjaldliður er árið 1895
kr. 241,87 og árið 1903 kr. 698,75. Eimreið-
in greiddi 10 til 20 krónur á örk.7 Nokkur
áhersla er lögð á myndir og þó nokkru fé
eytt í þær. Ritstjórinn leggur mikla áherslu
á vandað myndefni. I bréfum Valtýs til
Finns Jónssonar, Þorvalds Thoroddsen og
fleiri er oft að finna beiðnir um myndir, góð-
ar ljósmyndir.
Efnisöflun
Valtýr hefur strax frá upphafi haft vel mót-
aðar hugmyndir um hvernig hann vildi hafa
Eimreióina og þrátt fyrir pólitískan áhuga
hans verður tímaritið ekki vettvangur póli-
tíslcra deiluefna þó svo að hann noti það dá-
lítið til að koma áhugamálum sínum á
framfæri. Hann vill fyrst og fremst gera
gagn með Eimreiðinni. Hún á að vera fræð-
andi og skemmtileg fyrir alla. Henni er
einnig ætlað að vera menningarlegt alhliða
tímarit með mikla áherslu á bókmenntir,
innlendar og erlendar. Umfjöllun um bók-
menntir finnst honum mjög vanrækt í öðr-
um íslenskum tímaritum og hann vill gera
þær að almenningseign. Hann vill ná til
fólksins og fræða það því að honum finnst
landar sínir óheflaðir og menningarsnauðir.
Megináherslan liggur á íslenslcum bók-
menntum og þá ekki síst nýjum íslenskum
skáldskap og birtu margir höfundar frumort
lcvæði sín í tímaritinu. Má þar til dærnis
nefna stórskáldin Steingrím Thorsteinsson,
Matthías Jochumsson, Valdimar Briem og
Þorstein Erlingsson. Einnig birtust þar
frumsamdar sögur, til dæmis eftir Einar
Hjörleifsson Kvaran og Guðmund Friðjóns-
son. Hjá Eimreiðinni áttu ungir og efnilegir
höfundar að eiga athvarf og er ritið tiltölu-
lega opið fyrir höfunda sem eru að stíga
fyrstu spor sín í heimi slcáldskapar.
Aftan við smásögu Guðmundar Friðjóns-
sonar, sem lreitir „Konan lcemur í rnann-
heim," skrifar Valtýr svo:
Þótt vjer sjeum alls eigi ánægðir með sumt í
þessari grein, eru þó svo mikil tilþrif í henni og
málið svo gott og kjarnyrt, að vjer höfum eigi
viljað synja hinurn unga og efnilega höfundi
hennar um rúm fyrir hana í riti voru. EIMREIÐ-
IN vill styðja unga höfunda og ljá þeim rúm, þó
ekki sé allt sem fullkomnast, - ef það er ljóst að
einhver efniviður er í þeim.8
Guðmundur var einmitt einn af þessum
ungu höfundum sem naut velvilja ritstjór-
ans, eldci síst vegna þess lrve rammíslensk-
ur liann var í lrugsun og tungutalci. Átti
hann sannarlega eftir að sýna að elclci var
veðjað á rangan hest.
Valtýr lrafði nrarlcað sér spor senr nrenn-
ingarfrönruður. Þó nolclcuð er unr að ungir,
óöruggir höfundar leituðu til Valtýs til þess
7 Vilhjálmur Þ. Gíslason. Blöð og blaðamenn 1773-
1944, bls. 200.
8 Eimreiðin 3:3 (1897), bls. 199.
73