Ritmennt - 01.01.1996, Page 122
LÖG UM LANDSBÓKASAFN ÍSLANDS - HÁSKÓLABÓKASAFN
RITMENNT
9. Að gefa safngestum kost á vinnuaðstöðu
og sem greiðustum aðgangi að safngögnum.
10. Að leiðbeina notendum bókasafnsins
eftir föngum um heimildaöflun og halda
uppi fjölþættri upplýsingaþjónustu.
11. Að sinna þörfum kennslu og rannsókn-
arstarfsemi í Háskóla íslands.
í gagnasafn bókasafnsins og í útgefnar skrár. Hann
heldur skrá yfir útgefendur og rækir samskipti við al-
þjóðaskrifstofuna.
Kerfi tímaritanúmera (ISSNj hefur höfuðstöðvar í
París. Island hefur ekki gerst formlegur aðili að kerfinu
en safnið pantar númer fyrir íslensk tímarit frá París,
eftir því sem á reynir.
Um 9. tölulið. Rit þjóðdeildar og handritadeildar eru
einungis til notkunar á staðnum í sérstökum lestrar-
sölum. Að öðru leyti er svo mikið af gögnum sem
kostur er, bæði íslenskum og erlendum, haft á sjálf-
beina sem kallað er og er drjúgur hluti þess efnis falur
til útlána. Sérstakt vélvætt öryggiskerfi er notað til að
hamla gegn því að rit séu fjarlægð í heimildarleysi.
Utan þjóðdeildar og handritadeildar er ekki um eig-
inlega lestrarsali að ræða heldur spildur lessæta á hin-
um opnu svæðum, en auk þess nokkra tugi lokaðra
leshcrbergja sem flest cru ætluð einum notanda hvert.
Um 10. tölulið. Starfsmenn safnsins gera svokallaðar
tölvuleitir fyrir notendur þegar um er að ræða gagna-
banka utan safns sem selja aðgang að upplýsingunt.
Gjald er þá tekið í safninu fyrir þessa þjónustu. Hins
vegar cr einnig til fjöldi ncttengdra gagnabanka þar
sem leitir eru án endurgjalds. Notendum er leiðbcint
um að gera leitir í þeim sjálfir, enda ætlunin að hafa
allríflegt framhoð af tölvum og öðrum viðeigandi bún-
aði á hinum almennu lessvæðum í safninu.
Um 11. tölulið. Safnið hefur sem háskólabókasafn höf-
uðskyldur við Háskóla íslands. Aðrir skólar á háskóla-
stigi, svo og sérskólar, hafa yfirleitt eigin bólcasöfn. Að
sjálfsögðu eiga slíkar mcnntastofnanir almennan að-
gang að gagnakosti og þjónustu bókasafnsins sem þjóð-
bókasafns og veigamesta rannsóknarbókasafns lands-
ins.
Safnið leitast við að hafa í þjónustu sinni starfsfólk
sem sérhæfir sig á ákveðnum sviðum háskólastarfsins
og heldur uppi formlegu samstarfi við viðeigandi
greinar, m.a. um val safngagna. Stefnt skal að því að
aðalsafn svari i öllurn meginatriðum þörf háskólans
fyrir bókasafnsþjónustu en það starfrækir auk þess í
vissum tilvikum safndeildir í byggingum háskólans
sem miðast aðallega við handbókaþarfir kennara og
sérfræðinga. Rit þar eru að jafnaði bundin notkun á
staðnum.
118