Vera - 01.11.1995, Blaðsíða 15

Vera - 01.11.1995, Blaðsíða 15
kletti, en sú manndómsvígsla geturveriðjafnmikil ef menn velja að stökkva ekki og halda jafnframt sjálfsvirðingu sinni." Önnur ástæða fyrir heimsókn Görans í sumar var að ræða kvikmynd sem Axel hyggst gera um karla- vakninguna í heiminum. Hann ætlar að vanda mikið til myndarinnar og hefur, auk Görans, fengið til liðs við sigeinn helsta karlafræðara Breta, Paul Morrison, en hann hefúr skrifað bækur um karia, gert heimilda- þætti og var um árabil í ritstjóm karlablaösins Acchilles Heel I Bretlandi. Axel hefur rætt þessa hugmynd við fulltrúa karlahreyfingarinnar í Danmörku ogí sameiningu eru þeir Göran að reyna að ná tengsl- um við þýsku karlahreyfinguna því myndin á aö verða sam-evróþsk. Axel vinnur nú einnig að undirbúningi fyrstu alþjóðlegu Men for Men karlaráðstefnunnar sem fyrirhugað er aö halda hér á landi f júní á næsta ári. Hann kynnti þessa ráöstefnu á karlaráðstefnunni í Stokkhólmi og vakti hún mikinn áhuga þeirra karla sem þar voru. Axel á þvt von á þátttakendum frá öðrum Norðurlöndum og tveir karlafræðarar I Sví- þjóð hafa lýst áhuga á að vera meö innlegg I dag- skrána. Axel vonar innilega að af ráöstefnunni veröi þvl hann telur að Islendingar eigi möguleika á þvl aö verða I fararbroddi á þessu sviði sem gæti einnig orðið goinnur að nýrri tegund feröaþjónustu. Einstakir karlar Svo sem sjá má hér að ofan er Axel síður en svo verkefnalaus enda skortir hann ekki hugmynd- irnar. Eitt af þeim verkefnum sem hann hefur sinnt af miklum eldmóði undanfarna mánuöi er útgáfa bókarinnar Karlar eru frá Mars, konur eru frá Venus eftir bandaríska sálfræöinginn John Gray en einn af bestu vinum hans ætlar aö gefa hana út fyrir jólin. Þessi bók, sem fjallar um sam- skipti kynjanna, hefurverið nr. 1 á metsölulistum vestan hafs síöustu tvö árin. „Ég hef þá trú að þessi bók muni vekja fjöldann allan af karlmönnum til vitundar um stöðu slna og rétt og ég hef líka þá trú að hér á íslandi sé ákveðinn hópur manna á margan hátt I fararbroddi karlavakn- ingarinnarí heiminum. Égveit það að minnsta kosti að Göran Wimmerström hreinlega öfundar mig af þvl karlastarfi sem ég tek þátt I hér heima. Hann kannast ekki við aö I Svíþjóð sé neitt starf sambæri- legt við karlahópinn sem ég er I, en viö fengum hann til aö halda fyrirlestur á einum fundinum okkar. Þar var ég að rifna af stolti I báðar áttir, þvt mér finnst vinir mínir I karlahópnum einstakir og sömuleiöis finnst mér Göran einstakur. Og loks geri ég mér grein fýrir þvl að mitt nánasta umhverfi endur- speglar mig. Ég hlýt þá líka að vera svona einstakur. Alla vega geri ég mér Ijóst aö ég er að gera það sem skiptir mig mestu máli." Karlanámskeið hljóta að vekja forvitni kvenna - hvað gerist eiginlega á slíkum námskeiðum, hvernig læra karlmenn að verða karl-mennskari? Axel Guðmundsson hefur sótt tvö slík námskeið hjá Spectrum í London. Hann segir að á fyrsta námskeiðinu hafi mikið verið unnið með hugtökin styrk, persónuleg landamæri og persónulegar þarfir. Það var m.a. gert með „reiði-vinnu“. Þá sé oft nærtækast að taka fyrir foreldra okkar og skoða hvernig okkur finnist þeir hafa brugöist okkur. Enda bjóði þjóðfélagið ekki nokkrum foreldrum upp á að fullnægja tilfinningalegum þörfum barna sinna. Hjá Spectrum er notuð svokölluð Gestalt-aðferð sem felst m.a. í þvl að nota kylfur og púða, sem fá þá að finna fyrir reiöinni. Einnig var verið að skoða viðkvæmni þátttakendanna. „Við skoðuðum hinn viðkvæma þátt í sjálfum okkur sem við upplifum oft sem vannærðan," segir Axel „og spurðum okkur hvað við vildum og hvað við þyrftum að fá frá öðrum karlmönnum, bæöi fjarstöddum og þeim sem voru þarna. Við ræddum um hvað við hefðum viljað fá frá foreldrum okkar og hvað við viljum tíér og nú. Stundum var einhver tilbúinn til að gefa okkur það sem við þráðum en það gat t.d. verið nudd eða að fá að sitja í fanginu á einhverjum og gráta. Einn karlmaðurinn vildi láta halda á sér svo við röðuðum okkur upp, héldum á honum og rugguðum honum fram og aftur og sungum fyrir hann. Flesta okkar vantaöi þessa nærandi hlýju frá öðrum karlmönnum enda höfðu fæstir okkar fengið hana hjá feðrunum. Við kunnum því hvorki að gefa öðrum karlmönnum hlýju né þiggja hana af þeim.“ Feður og synir Annað námskeið sem Axel sótti hjá Spectrum snerist um feður og syni: „Við skoðuöum hlutverk okkar sem synir feðra okkar og einnig hlutverk okkar sem feður sona okkar. Á því námskeiði var sett upp æfing sem mér er mjög minnisstæð. Við settum fýrirmyndarfööurinn okkar í einn stól og föðurinn sem brást okkur I annan stól. Þaö er mjög mikilvægt að greina á milli þessara tveggja feðra á þennan hátt því flestir foreldrar eiga þætti sem virka og aðra sem eru óviðunandi. Með þvl að hafa fyrirmyndarföðurinn í sérstökum stól gerðu menn sér grein fýrir því að þaö var ekki hann sem þeir voru reiðir út í heldur hinn sem brást. Sú tilfinning að hann hafi „samt veriö góður" hindrar marga í því að tengjast reiöinni en markmiðiö með æfingunni er annars vegar að hleypa út reiði og gremju sem hefur setið I líkamanum jafnvel áratugum sarnan og mótað viðhorf okkar og hegðun og samtímis að læra að reiði er í sjálfu sér ekki neikvæð tilfinning og tjáning reiöinnar er heldur ekki neikvæð ef maður kann að fara með hana. Hins vegar var markmið æfingarinnar að tengjast því að þrátt fyrir hugsanlega vanhæfni feöra okkar til aö næra okkur tilfinningalega, þá lögðu þeir samt ýmislegt af mörkum. Þeir gerðu það sem þeir gátu miðað við aðstæöur. Þannig tengjumst við líka því sem okkar synir þurfa, því athygli, aðdáun, hlýja, nánd, aðhald og virðing eru þættir sem ég trúi að allir synir þurfi frá feðrum sínum jafnt í dag eins og þegar ég var að alast upp. Munurinn er sá að við getum betur. Við höfum aögang að þeim upplýsingum, aðstoð og umhverfi sem við þurfum til að gefa okkar sonum nothæfa fyrirmynd. Og það er fjör að tileinka sér það með öðrum körlum. Ábyrgöin liggur hjá okkur sjálfum. Við þurfum allir að spyrja okkur: Hvernig fýrirmynd er ég?“ Sonja B. Jónsdóttir

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.