Vera - 01.11.1995, Síða 24

Vera - 01.11.1995, Síða 24
edda helgason „Ég var alsæl í þessum skóla en þetta er kvennaskóli sem var stofnaöur fyrir meira en hundraö árum í því skyni aö gefa kvenfólki kost á háskólanámi. Skólinn á því langa sögu aö baki og sterka hefö og þar er borin mikil viröing fyrir stofnuninni, menntuninni sem slíkri og þeim konum sem hafa numiö viö skólann. Barnard College er einn af þeim skólum sem kallaðir eru Seven Sisters-skólarnir en þeir eru sjö virtustu kvennaskólarnir í Bandaríkjunum." Edda segir aö bandarfska skólakerfiö sé talsvert ólíkt því íslenska, þaö sé meiri agi I skólunum úti og í efri bekkjum grunnskólans hafi ekki liöið sú vika sem ekki hafi veriö skyndipróf í einhverju fagi. Þar var líka lögö jafnmikil áhersla á raungreinar fyrir stelpur og stráka og hún læröi t.d. aldrei handavinnu. í háskólanum var svipaöur fjöldi kvenna í raunvísindum, listum og öörum greinum enda sóttist skólinn eftir slíkri dreifingu. Edda kom heim aö loknu BA-prófinu og vann hjá Eimskip í nokkra mánuöi en fór síðan utan aftur og þá í framhaldsnám t rekstrar- hagfræöi J Graduate School of Business viö Columbia háskólann. „Þaö var talsveröur munur á þessum skóla og Barnard, þarna voru karlmenn í miklum meirihluta og fólkiö oröiö eldra. Flestir voru búnir aö vera einhvern tíma á vinnu- markaönum og samkeppni milli nemenda var afar hörö. Þaö var mjög lærdómsrikt fyrir mig sem var meðal yngstu nemendanna, kenndi mér sjálfsbjargar- viðleitni meira en nokkuö annaö og eftir þessa reynslu skildi ég þaö aö mesta kúnstin felst ekki í því aö læra á bókina heldur aö kunna aö hugsa og læra aö vinna meö fólki. Það var mikil hópvinna í þessu námi, tímabundin verkefni sem ég varö að vinna með ákveðnum hópum af fólki og þaö var ómetanleg reynsla." „Fjármálaheimurinn byggist mest á upplýsingum t.d. upplýsingum um markaðínn, viöskiptavininn og skuldarann. Þaö skiptir því mestu máli að kunna aö vega og meta upplýsingar og það er einmitt það sem fólkiö sem vinnur í fjármálaheiminum á sameiginlegt." Ævintýraárið og alþjóðlegi fjármálaheimurinn Að loknu mastersnáminu fór Edda aö vinna hjá Útflutningsmiðstöðinni, aöallega sem markaös- fulltrúi en síöan tók ævintýraþráin völdin: „Ég fór aö vinna í Indlandi og Nepal í eitt ár og það ár kalla ég ævintýraáriö mitt. Mér var boðið aö vinna fyrir þessi lönd aö markaössetningu á feröaþjónustu og þeim vörum sem þau framleiða. Ég ferðaðist um löndin og vann síðan á markaðsskrifstofu þeirra í London. Þetta var mjög skemmtilegt en ég sá ekki framtíðarmöguleika mtna liggja á þessu sviði þar sem mín menntun nýttist ekki þar. Mér fannst ég eiga best heima í fjármálafýrirtæki enda snerist framhaldsnám mitt t rekstrarhagfræöi um rekstur, stjórnun, fjármál og markaðssetningu. Þá fór ég að vinna hjá Citibank t London. Þaö er svolttiö merkilegt aö þeir bankamenn sem ég hef kynnst eiga þaö sameiginlegt aö þeir ætluðu sér aldrei að vinna I banka. Fólkiö sem vinnur í fjármálaheiminum á mjög mismunandi menntun að baki og það er raunar einkennandi hvað þaö hefur breiöan bakgrunn. Fjármálaheimurinn byggist mest á upplýsingum t.d. upplýsingum um markaðinn, viðskiptavininn og skuldarann. Þaö skiptir þvt mestu máli aö kunna aö vega og meta upp- lýsingar og þaö er einmitt þaö sem fólkið sem vinnurí fjármálaheiminum á sameiginlegt." Edda kynntist íslenska fjármálaheiminum þegar hún vann hjá Citibank. Hún var þar fyrst t þeirri deild sem fjallaöi um Skandinavíu og Island tilheyrði þeirri deild. Þessi banki var þá stærsti viðskiptabanki íslendinga erlendis og lánaöi bæöi íslenskum fýrirtækjum og ríkinu. Hún segist vera sérstaklega ánægö meö þau kynni, þaö hafi veriö skemmtilegt að sitja hinum megin viö borðiö ogfá innsýn t þaö hvernig erlendir aöilar meta ísland og íslendinga. „Þaö voru miklar breytingar í fjármála- heiminum á þessum árum, t kringum 1985. Hjá Citibank var allt svo stórt t sniðum, hjá fyrirtækinu unnu 65000 manns í 95 löndum og verka- skiptingin var þvt gífurleg. Þetta var stórt fyrirtæki með mjög ákveöna stefnu- mótun en jafnframt opið fýrir aö hlusta á hugmyndir fólks. IVið þurftum alltaf aö vera aö segja nei við fólk, því ef ekki var um a.m.k. 25 milljón dollara mál aö ræöa haföi bankinn ekki áhuga. Það voru hins vegar margir meö mál sem voru áhugaverö en allt of Ittil fýrir þessa stóru stofnun. Þannig duttu t.d. ýmsir bankar í Skandinavíu milli stóla vegna þess aö þeir voru of litlir þótt erindi þeirra væru áhuga- verö. Viö mátum þaö því svo, ég og þrtr starfsfélagar mínir, aö þarna væri tækifæri til að setja saman fjármálafyrirtæki á alþjóölegum grundvelli og stofnuðum fýrirtækið Sleipni. Á sama tíma var ég ein af stofnendum Glitnis, sem var fýrsta fjármögnunarleigufýrirtækið á fslandi. Ég hef haft mjög gaman af því aö sjá það vaxa og dafna þótt þaö sé nú alfarið t eigu íslandsbanka. Sleipnir gekk farsællega t þrjú ár en þá uröu eigendaskipti og síöan ágreiningur bæði milli eigenda og starfsfólks sem markaði endalok fýrirtækisins. I kjölfarið lentum viö í málaferlum sem tóku mörg ár og þeir einu sem græddu á þeim voru lögfræðingarnir. Reynslan af þessu var dýrkeypt en sjálfsbjargarviðleitnin sem ég lærði í skólanum geröi aftur vart viö sig og ég ákvað aö næst yröi ég ein." Kynjahlutföllin ráöast af hæfni Eftir að hafa starfað bæöi í stóru og litlu fjármálafýrirtæki var Edda ein, meö ákveöna við- skiptavini á stnum snærum, um tveggja ára skeið. Á þeim ttma fylgdist hún vel meö þvt sem var að gerast á íslenska fjármálamarkaönum. Þegar Verðbréfamarkaöurinn var stofnaöur hér áriö 1985 uröu miklar breytingar í fjármálaheim- inum og Edda fór aö taka eftir þvt aö öll fyrirtækin sem voru og urðu til á þessum tíma voru í eigu bankanna eöa tengdust þeim. Það var enginn óháður aöili og hún sá að þarna vantaði sltkan aöila. „Mér fannst aö nú væri tækifæri til aö stofna fyrirtæki, þaö varþúið aöafnemaöll bönnoghöft. Þaö er spennandi aö taka þátt t aö breyta hlutunum, þegar breytingar eru að veröa skapast ný tækifæri og ég lærði aö fylgjast meö og vera vakandi fyrir því sem var aö gerast. Ég bjó til rekstraráætlun og síöan þurfti aö leita aö fjármagni. Ég eyddi tals- veröum tíma í aö reyna aö fá væntanlega hlut- hafa til aö trúa því að nú væri tækifæri til aö stofna sterkt fjármála- fyrirtæki og viö stofn- uðum verðbréfafýrirtækið Handsal í janúar 1991. Ég lagöi sjálf fram hlutafé auk þess sem mtn þekking, undirbúnings- vinna og þaö fé sem ég var sjálf búin aö greiöa fyrir lögfræöiráögjöf var metiö sem hlutafé. Fjöl- skylda mtn á einnig nokkurn hlut í fýrirtækinu en hluthafahópurinn hefur veriö mjög svipaður frá „Okkar starf byggist á fjármálaráögjöf og þjónustu og við erum einnig frábrugöin hinum veröbréfafyrirtækjunum aö því leyti aö við erum ekki með verðbrófasjóöi. Við erum ekki meö sömu lausn fyrir alla og því er þaö svo að þegar einhver kemur og spyr hvernig best só aö geyma sparifé þá spyr óg tiu spurninga á móti.

x

Vera

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.