Vera


Vera - 01.10.1996, Blaðsíða 5

Vera - 01.10.1996, Blaðsíða 5
ATHAFNAKONAN Alltaf unnið úti Bryndís er fædd 4. desember 1945 og er því rúmlega fimmtug. Hún er gift Hafsteini Má Matthíassyni sem er forstööumaður rannsóknarstofu Mjólkursamsölunnar í Reykjavik. Hún á tvær dætur, Kristínu en hún er viðskiptafræðingur og rekur verslun- ina meö henni, og Berglindi sem ertvítug og er að verða stúdent í vor. Hefur þú alltaf verið útivinnandi? „Já alltaf. Ég á dætur mínar meö löngu milli- bili. Ég átti Kristínu þegar ég bjó í Tryggvaskála og hún var alltaf með í vinn- unni. Það bjó margt gamalt fólk heima hjá foreldrum mínum og hún átti fullt af ömm- um. Þegar ég átti Berglindi var Kristín orðin „Foreldrar mínir, Brynjólfur Gíslason og Kristín Árnadóttir, áttu Tryggvaskála og ég fæddist I þvt húsi. Það er nú svo þegar fjöl- ar og reyni að hafa þær sem ódýrastar. Ég fer stundum með verslunareiganda á Akranesi út og þá kaupum við gjörólík föt, við þekkjum up hotelstjorn \ koupmennsku rætt við Bryndísi Brynjólfsdóttur athafnakonu á Selfossi Athafnakonan Bryndís Brynjólfsdóttir framkvæmdastjóri og verslunareigandi á Selfossi ákvað að hefja rekstur á tískuvöruverslun árið 1974. Fólk hélt að hún væri orðin vitlaus að ætla í samkeppni við Kaupfélag Árnesinga og sumum þótti það jafnvel ekki kristi- legt. Bryndís lét það ekki á sig fá held- ur fór til London með götukort sem kunningi hennar hafði merkt inná helstu verslunarhverfin, keypti föt, fór heim og opnaði tískuvöruverslun. Fyrsta sendingin seldist upp á mánuði og síðan þá hefur Bryndís verið að. Þetta var ekki í fyrsta sinn sem Bryn- dís kom nálægt atvinnurekstri því hún hafði áður verið hótelstjóri í Tryggvaskála í nokkur ár. skyldan býr á vinnustaðnum að þá byrjar maður snemma aö hjálpa til. Foreldrar mín- ir áttu Tryggvaskála í 32 ár og síðustu árin gegndi ég starfi hótelstjóra. Árið 1974 seldu þau skálann og þá hóf ég rekstur á eigin dömu- og herrafataverslun sem heitir Lindin og ég hef rekið hana í 22 ár.“ HefúrþúaUtafveriðmeöeigminnfluúiing? „Áður fyrr var ég einnig með vörur frá ís- lenskum heildsölum en hætti því. Það kom oft fyrir að heildsalar sendu sömu vöru á tvo staði en það gerist síður þegar maöur flytur inn sjálfur. Svo lækkar vöruverð meö færri milliliðum og það gefur meira í aðra hönd.“ Hvert ferðu til aö kaupa vörur? „Égfertil Hollands, Englands ogeinu sinni á ári á fatasýningu í Kaupmannahöfn. Ég fer mjög gjarnan í ódýru pakkaferöirnar um helg- okkar kúnnahóp. Það er skemmtilegra að hafa félagsskap í svona ferðum." Hvaðan koma viðskiptavinirnir? „Þeir eru að mestu frá Selfossi og nágrenni. Svo er alltaf að aukast að viöskiptavinir komi frá heilsuhælinu í Hveragerði og úr sumarbústöðunum hér í kring. Við sjáum þetta í fjölgun póstkrafna." Getur verið að nýja verslunarmið- stöðin, Kjarninn, skili sér almennt í aukinni verslun hér á Selfossi? „Já, verslanirnar hér styrkja hver aöra. Við myndum öll í sameiningu þessa stóru heild sem fólk sækir hingað. Kynja- og aldurs- skipting viðskiptavina minna hefur breyst. Þeir eru eldri en áður en ég held fyllilega mínum hlut. Það þýðir ekki annað en að hasla sér völl þar sem gengur best og láta hitt vera. Mér finnst samkeppnin af hinu góða og það er þetra að reka verslun hér eft- ir að þaö komu fleiri búðir. Versta sam- keppnin er Dublin og Glasgow." thafnakonan

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.