Vera - 01.10.1996, Blaðsíða 9
„Jú, ég hef orðið vör við það hjá sumum konum, en sjálf vissi égalltaf
af mínum börnum í öruggum höndum og var alveg róleg þegar ég
þurfti að fara aftur að vinna eftir orlofið. Mamma hefur verið dag-
mamma fyrir mig og það hefur verið ómetanlegt. Ég hef auðvitað lent
I miserfiðu flugi. Það fer eftir veðri og vindum, hver skilyrðin eru, en
ég hef aldrei orðið skelkuð í fluginu," svarar Sigríður yfirveguð.
Nú hlýtur starfið að krefjast mikillar fjarveru frá fjöl-
skyldiumi. Ég spyr Sigríði hvort það sé ekki erfitt.
„Það er auðvitað visst álag. Það er aöeins ein fríhelgi í mánuði, en
fjarveran er sjaldnast lengri en 2-3 dagar í senn. Öll vaktavinna er
álag á hjónaband en getur komið sér vel fyrir börnin, því þá þurfa þau
minni pössun. Svo gilda til dæmis ákveðnar reglur um hvíld og neyslu
áfengis fyrir vinnu í fluginu. En ef maður er jákvæður gengur þetta vel.
Sumarfrí er stutt, en vetrarfríin þeim mun lengri. Þegar maður er mikið á
ferö ogflugi í vinnunni nýtur maður þess að vera heima þegarfæri gefst.“
Þú notar væntanlega fríin vel, segi ég. Heimili þitt er
mjög fallegt og mikil vinna er sjálfsagt fólgin í að
nostra við það. Áttu önnur áhugamál en flugið og fjöl-
skylduna?
„Já, þau eru gríðarlega mörg, en ég hef ekki helgað mig einu þeirra
sérstaklega. Ég stundaði þó nám í listasögu við Háskólann í 3 ár. Ég
sat I stjórn Félags íslenskra atvinnuflugmanna og hef alltaf unnið
fulla vinnu. Það er því ekki mikill tími aflögu. En ég vil helst alltaf
halda áfram að læra, og sækja námskeiö ef ég get.
Konur velji vel launuð störf
Margir sjá ævintýraljóma leika um flugið. Er þetta
skemmtilegt starf?
Sigríður hikar ekki við svarið. „Já, það finnst mér, en það verður
hversdagslegt, eins og önnur störf. Mér finnst þó alltaf jafn tignarlegt
að sjá þotu, ferlíki, t.d. Boeing-757, sem er 113 tonn, fara í loftiö,
eða koma inn til lendingar. Mínar bestu stundir í fluginu tengjast
samt því að vera á flugi í lítilli vél yfir landinu okkar. Það er svo fallegt.
Ég átti sjálf litla vél í 7 ár og stundum hugsa ég sem svo að akstur
sé of tímafrekur. Það er svo miklu þægilegra að fljúga heldur en aö
aka langar vegalengdir."
Hvað viltu ráðleggja ungum konum sem eru að velja sér
starfsvettvang?
„Ég hvet konur til að velja vel launuð störf, því framfærsluskyldan
er okkar, alveg jafnt og karlanna. Skilnaðartíðni er mjög há og kon-
ur standa oft uppi sem eina fyrirvinnan. Ef konur sækja áfram í
hefðbundin kvennastörf er hætt við að laun þeirra breytist lítið. Mér
finnst konur mjög duglegar, þær vinna mikið innan og utan heimil-
is. Þær ættu að hvetja hver aðra og standa saman. Það er líka mjög
mikilvægt að börn fái uppörvun, og mæður verða að hvetja dætur
sínar, ekki síst meðan gelgjuskeiðiö gengur yfir. Börnin okkar eiga
að ganga út í lífið meö sjálfstraustið í lagi. Mér finnst ungar konur
hafa meira sjálfstraust nú, en þegar ég var alast upp, og mér líst
vel á ungt fólk."
Og Sigríður hefur ákveðnar skoðanir á jafnréttismálum. „Ég held
aö ungir menn skilji að sameiginleg ábyrgð á börnum og heimilis-
störfum er sjálfsögð. Hins vegar held ég, því miður, að þegar á
reynir sé það konan sem axli ábyrgðina aö mestu leyti. Á aldrinum
25-40 ára vinna karlar oft mjög mikið við að byggja upþ sinn starfs-
feril og þegar börnin koma er þaö oftast konan sem fer í hlutastarf.
Þaö er augljóslega neikvætt fyrir starfsframa hennar. En aðalatriö-
ið finnst mér þó vera að allir séu ánægðir. Að enginn fari í fórnar-
hlutverkið. Sumar konur njóta jú þess aö vera heimavinnandi.
Hvaö fimist þér um að veita koinrni forg'aiig við stööuveitingar?
„Ég myndi aldrei velja konu til vinnu bara af því að hún er kona. Þaö
kalla ég ekki jafnrétti. Hún verður að vera jafnhæf karlinum, eða hæf-
ari, og persónuleikinn skiptir miklu máli. Konur verða að passa að
láta ekki misbjóða sér í starfi, en þær þurfa líka að hafa hugfast að
ekki er alltaf hægt að kenna öðrum um. Þær verða sjálfar að gera
eitthvað í málinu, ef þær eru óánægðar."
Ég frétti af merku flugi í suniar. Þar var víst heil kvemiaá-
höfti á ferð.
Sigríðurjánkar því. „Já, það varreyndarfyrirtilviljun. Ég varT fríi T lokjúnT
í sumar þegar ég var kölluð til vinnu. Við flugum til Akureyrar. Ég, sem
flugstjóri, og Linda Gunnarsdóttir sem flugmaður, auk tveggja flug-
freyja. Ljósmyndari frá Degi festi þennan sögulega atburö á filmu." Það
hefði verið gaman að vera um borð, segi ég og sé að það er tími til
kominn að drifa sig. Við kvöddumst hressar í bragði.
Það var mjög uppörvandi að hitta Sigríði Einarsdóttur, flugstjóra,
og gott að vita að svona konur eru til. Hún hefur það sem þarf, hugsa
ég með sjálfri mér á leiðinni heim... Fleiri konur ættu að velja þenn-
an starfsvettvangogvonandi á Sigriður Einarsdóttir langan ogfarsæl-
an starfsferil framundan.
Vala S. Valdimarsdóttir
Fyrsta kvennaáhöfnin í íslensku atvinnuflugi, f.v.: Sigríður Einars-
dóttir flugstjóri, Ingibjörg Gréta flugfreyja, Linda Gunnarsdóttir
flugmaður og Anna Einarsdóttir flugfreyja.
Þær flugu karlmannslausar til Akureyrar í sumar: Sigríður flugstjóri
og Unda Gunnarsdóttir flugmaður.
fr mkvöðullinn