Vera


Vera - 01.10.1996, Blaðsíða 46

Vera - 01.10.1996, Blaðsíða 46
kvennabaráttan Laugardags„köff" og Þriðjudags„spjöll" Kvennalistinn hefur nú aftur tekið upp opna fundi um kvenfrelsi og jafnréttismál. Ákveðið hefur verið að halda fundina annars vegar á laugardags- morgnum og hins vegar á þriðjudagskvöldum (ekki í hverri viku þó). Þetta er gert til að sem flestir sjái sér fært að mæta á einhverja þessara funda. Fundirnir verða auglýstir í plmiðlum undir nöfnunum Laugardagskaffi og Þriðjudags- spjall. Fyrsta Laugardagskaffið var haldið 21. september og ræddi Kristín Jónasdóttir um Börn, klám og kynferðisofbeldi. Fyrsta Þriðju- dagsspjallið var síðan 8. október þar sem séra Auður Eir og séra María Ágústsdóttir ræddu spurninguna „Flvenær fáum við kven- biskup?" Góð mæting var á báða þessa fundi og fundargestir áhugasamir þannig að búast má við góðum umræöum á „köffum" og „spjöllum" vetrarins. Fólk er eindregið hvatt til að fylgjast vel með auglýsingum um það sem er að gerast í Kvennalistanum. Það veröur fróðlegt að heyra í jafnréttisfulltrúun- um tveimur: Hildi Jóns- dóttur jafnréttisfulltrúa Reykjavíkurborgar og Ragnhildi Vigfúsdóttur jafnréttisfulltrúa Akureyrar. Landsfundur Kvennalistans \ Viðey Helgina 1.-3. nóvember heldur Kvennalistinn landsfund sinn í Viðey. Forskot verður tekið á sæluna á föstudagskvöldið því þá verður haldinn opinn fundur í Norræna húsinu þar sem rætt verður um ímynd kvenna í kvikmyndum, fjölmiðlum og auglýs- ingum. Umræður um þetta spennandi efni verða væntanlega fjörugar og eru allir velkomnir á fundinn. Á laugardagsmorgun verður síðan haldið út í Viðey þar sem fæðingarorlofsmál verða í brennidepli. Eftir hádegi verður rætt um menntamál, m.a. út frá flutningi grunnskólans frá ríki til sveitarfélaga. Um kvöldið veröur hátíðarkvöldverður í Viðey. Á sunnudagsmorgun koma þær Hildur Jónsdóttir jafnréttis- ráðgjafi Reykjavíkurborgar og Ragnhildur Vigfúsdóttir jafnréttis- fulltrúi Akureyrarbæjar og ræða um það hvernig hægt er að nýta jafnréttisáætlanir ogjafnréttisfulltrúa sem tæki í jafnrétt- isbaráttunni. Landsfundinum lýkur svo seinni partinn á sunnu- dag og nú er bara að bregða undir sig betri fætinum og skella sér á landsfund! Vinnumálaskrifstofa félagsmálaráðuneytisins (Atvinnuleysistryggingasjóður og Ábyrgðasjóður launa) Er flutt í Hafnarhúsið v/Tryggvagötu á 3. hæð. Nýtt símanúmer er 511 2500 og nýr bréfasími 511 2520 Vinnumálaskrifstofa — félagsmálaráðuneytisins -

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.