Vera - 01.10.1996, Side 8

Vera - 01.10.1996, Side 8
Margar sagnir eru af flugþrá mannanna og tilraunum þeirra til flugs. Af ofur- hugum með áfasta vængi, stökkvandi af björgum fram. En jöröin togar fast og ekki tókst að líkja eftir tignarlegum hreyfingum fuglsins fyrr en flugvélar komu til sögunnar, snemma á þessari öld. Fluginu fylgir ævintýraljómi, það tengist ferðalögum og frelsisþrá. Marg- ir fljúga í draumum og öll ferðumst við með flugvélum, en færri hafa lært þá list að stjórna flugvél. Karlmenn eru í miklum meirihluta T stétt flug- manna á íslandi, sem og erlendis. Fjórar konur starfa nú sem flugmenn hjá Flugleið- um og svo vill til að þrjár þeirra eru dætur flugstjóra. Sú fjórða heitir Sigríður Einars- dóttir (f. 1958) og var hún fyrst kvenna ráð- in til Flugleiða sem flugmaður árið 1984. Flún átti eftir að ryðja brautina enn frekar, því síðastliðið vor afrekaði hún, fyrst ís- lenskra kvenna, að verða flugstjóri. VERA var svo heþpin að Sigríður féllst á að veita viðtal. Það var rakur septembermorgun þeg- ar undirrituð skálmaði á fund Sigriðar á heimili hennar við Hávallagötuna. Þar býr hún afgreiðslustörf. Mér gekk alltaf mjög vel í námi og þannig öðlaðist ég sjálfstraust. Ég hef líka ávallt sett mér að Ijúka öllu vel sem ég tek mér fyrir hendur," segir Sigríöur, róleg en ákveðin. Af hverju fékk stelpa eins og þú áhuga á flugi? Hvemig gekk þetta fyrir sig? „Áhuginn kom þegar vinkona mín fékk mig með sérí kynningarflugtíma. Ég ákvað aldrei að gerast flugmaður, en eitt leiddi af öðru. Fyrst tók ég einkaflugmannspróf, og síðan atvinnuflugmannspróf 1981. Námið er dýrt og ég kostaði það sjálf, með vinnu. Reyndar var ég við nám, á 4. ári í vélaverkfræði í Há- skóla íslands, og ætlaðí mér í framhalds- nám, þegar Flugleiðir réðu mig til starfa sem flugmann fyrir 12 árum. Ég lauk svo véla- verkfræðinni 2 árum síðar. Þó munaði litlu að ég yrði fyrst kvenna flugumferðarstjóri, en ég hætti á síðustu stundu viö það nám, sem ég hafði þá fengið inngöngu í. Mérfannst ekki nógu spennandi tilhugsun að vinna inni- lokuö við tækjaborð." Sigríður leynir því ekki að flugiö hafi freistað hennar meira. Karlar bera sig betur en konur Var aldrei erfitt aö hasla sér völl í rætt viö Sigríöi Einarsdóttur flugstjóra ásamt manni sínum Tryggva Tryggvasyni, arki- tekt, og tveimur börnum, 9 og 2ja ára. Það er fínleg kona, Ijós yfirlitum og glað- leg í fasi, sem hefur náð svona langt á flug- brautinni. Hún tók vel á móti mér og við kom- um okkurfyrirí fallegu stofunni hennar. Ég þáði te og með því, meðan við spjölluðum saman. Ég- byrja á aö spyrja Sigríði hvort ekki þurfi mikiö sjálfstraust til aö stjóma farþegaflugvél, og hvort hún hafi haft sterkar fyrirmyndir í bemsku? „Vissulega er sjálfstraust nauðsynlegt í starfi flugmanns. Ég fékk þó afar venjulegt uppeldi, en ég er elst af þremur systkinum. Pabbi starfaði sem brunavörður og mamma við þessum karlaheimi, spyr ég, viss um aö svo hljóti að hafa veriö. „Félagarnir hafa alltaf litið á mig sem jafn- ingja. Kennararnir töluðu reyndar alltaf um strákana og mér fannst það skrýtiö fyrst, en svo hætti ég að taka eftir því. Mér fannst alltaf eðlilegt að ég færi út á þessa braut og fyrst svo var held ég að öðrum hafi fundist það líka. Þetta er spurning um að vita hvað maður vill og fylgja svo þeirri sannfæringu eftir. Allt er hægt ef viljinn er fyrir hendi. Svo er það þrautseigjan sem gildir. Konur hafa auðvitað sömu hæfileika og karlar á þessu sviði sem öðrum. Ég hef aldrei rekið mig á hindrun I mínu námi eða starfi. Jafnréttislög veita konum sömu möguleika og körlum, en Sigríöur Einarsdóttir flugstjóri með bórnum sínum, þeim Sóleyju Maríu níu ára og Einari Páli sem er tveggja ára. vissulega þurfa þær að leggja aðeins meira á sigtil að breyta hefðinni. Mérfinnst karlar oft bera sig betur en konur. Þeir hafa meiri trú á hæfni sína, og þá gengur þeim betur.“ Hvemig flugTrélum flýgurðu sem atvinnuflugmaöur? „Ég byrjaöi sem flugmaður í innanlandsflug- inu í 3 ár, og flaug Fokker-27, en fór síðan í Evrópuflugiö, á Boeing-727. Áriö 1990 fór ég í þjálfun til Seattle í 6 vikur til aö læra að fljúga Boeing-757 sem flýgur milli Evrópu og Bandaríkjanna. Ég flaug síðan þeirri flugvél þar til ég settist í flugstjórasætið í vor, á Fokker-50,1 innanlandsfluginu. En því fýlgir einnig flugtil Grænlands og Færeyja." Nú er starfsaldur flugmanna ekki langur, er það? „Við getum hætt 60 ára, en megum vinna til 63 ára aldurs. Að því loknu förum við á eftir- laun úr eigin eftirlaunasjóði." Þú varst fýrst flugmanna á íslandi til aö fara í bamseignarfrí, er þaö ekki? „Jú, þá kom upp ný staða í stéttinni. Þetta er reyndar óvenjulegt því vegna flugöryggis mega barnshafandi flugmenn ekki fljúga fyrstu og síðustu þrjá mánuði meðgöngunn- ar. Ég þurfti því að segja strax frá þvt að ég væri barnshafandi og fara í frí, en svo mátti ég fljúga miðmánuðina þrjá og ég gerði það meðan ég gekk með bæði börnin. Á fyrri meðgöngunni tók ég þá ákvörðun að tala ekki um ástand mitt við starfsfélagana, enda sást svo lítið á mér. Mérfannst þó hálf óþægilegt að gera það ekki og í seinna skiptið sagði ég hiklaust frá því.“ Einhvers staðar las ég að konur væru flug- hræddari en karlar og að það tengdist barn- eignum. Sigríður sagðist hafa oröið vör við það hjá öörum.

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.