Vera


Vera - 01.10.1996, Blaðsíða 33

Vera - 01.10.1996, Blaðsíða 33
Enn þann dag í dag eni samt mun fæni konur sem leggja stund á tón- smíðar og sömuleiðis hljómsveitarstjóm, á meðan kynjahlutföllin eru nokkuð jöfh meðal annarra tónlistarmanna, en af hverju eru þetta siðustu vigi karlmennskunnar innan tónlistarinnar? Hafa konur eitthvað minna að segja eða finnst þeim þær hafa eitthvað minna að segja? „Konur hafa ekki minna aö segja en karlmenn, en það er engin hefö fyr- ir því aö konur semji tónlist. Konur fengu ekki aö afla sér tónsmíða- menntunar. Eitt þýskt kventónskáld fór á námsárum sínum til kennara og var nógu klók til aö segja að hana langaði aö læra hljómfræði því ef hún hefði sagst ætla að læra tónsmíðar hefði hún verið send á dyr strax. Ef við tökum hljóðfæraleik hins vegar þá er löng hefð fyrir því að stúlk- ur læri á hljóðfæri ásamt hannyrðum. Það var hluti af góðu uþpeldi, átti að gera þær vel úr garði svo þær gengju betur út. Það var náttúrulega engin spurning um atvinnu, en ég held að þessi hefð skipti enn máli. Nú virðist jafnvel kvenfólkið vera í meirihluta sem hljóðfæraleikarar á mörg hljóðfæri og ég hef séð karlmönnum fagnað í tónlistargagnrýni hérlend- is, og hljóta mikið lof fyrir að vera karlmenn í þessari kvennagrein. Þetta er samt allt smám saman að breytast. Konur eru að komast í meiri valdastöðurí tónlistarheiminum, t.d. er tónlistarstjóri Konunglegu óperunnar í Kaupmannahöfn kona. Ég heid að maður vanmeti hefðina og haldi að allt breytist með ungu fólki og nýjum jafnréttislögum, en við erum mótuð svo sterkt af hefðinni að hlutirnir breytast ekki eins hratt og viö búumst við.“ Kvenrithöfundar eru úti um allt en ekki kventónskáld, hvernig má það vera? „Það er náttúrlega ekki svo langt síðan kvenrithöfundar komu fram og fóru að skrifa undireigin nafni, kannski að þróunin sé bara aöeins hæg- ari í tónlistinni en í bókmenntaheiminum." Sérð þú einhvern ákveðinn mun á verkum kvenna og karla? „Ég sé engan ákveðinn mun á verkum eftir konur og karlmenn, en sum- ir segja að besta lof sem kventónskáld geti fengið um verk sé að það heyrist ekki að það sé eftir konu, gæti hreinlega verið eftir karlmann, hvað sem nú átt er við með þvt. Mér hafa alltaf fundist seinni píanóverk Beethovens vera dálítið kvenleg, en síöan heyrði ég einhvern halda því fram að Beethoven mætti alls ekki spila kvenlega, það fyndist ekki eitt einasta kvenlegt element í honum. Þetta væri kannski dálítið sniðugt því ef maður hugsar hann kvenlegan en spilar hann ekki beint þannig, er þá ekki komin alveg rétta blandan? Ég sá útdrátt úr rannsókn á tónverkum þar sem hin ýmsu tóniistaratriði og hljóðfæri eru flokkuð á eftirfarandi hátt. Karlmannlegt: Áttundahlaup, stór tónbil, sterkur ryþmi, slagverk, hljómsveit, forte staccato, sfz. Kvenlegt: lýriskt, melódískt, lítil tónbil, samhverfur taktur, flauta, harpa, piano, legato. Mér finnst þetta hálf- fyndið en kannski hugsar maöur svona undir niðri." Eru þeir eiginleikar sem tónskáld og stjórnendur verða aö hafa „karlmannlegir"? „Ef við erum öll sammála um þessa karl- og kvenímynd, þá má segja aö stjórnendur, hvort sem um er að ræða í fyrirtæki eða hljómsveit passi frekar inn í karlímyndina. Þeir þurfa að hafa sjálfstraust, fá sínu fram- gengt, geta sagt fyrir verkum o.s.frv. í gegnum tíðina höfum við ekki kynnst kvenstjórnendum svo mikið, kannski liti allt út ööruvísi ef konur heföu stjórnað meira. Ef við hins vegar tölum um eitthvað sem heitir listrænt, þá tengjum við það gjarnan við eitthvað kvenlegt, ekki satt? Fínlegt, viökvæmt, r í/tff'ttl Útí//tfrV ASTER ;lass y 1ÍSLENSKU ÓPERUNNI MASTER CLASS eftir Tcrrcnce McNalIy ANNA KRISTÍN ARNGRÍMSDÓTTIR Marta I lalldórsdóttir, Stcfán Stefánsson, Ellcn Frcydís Martin, l’orstcinn Gauti Sigurðsson og Björn Karlsson. Lcikmynd og búningar: I lulda Krístín Magnúsdóttir. Lýsing og hljóð: Benedikt Axclsson. íslcnsk þýðing: Ingunn Ásdísardóttir. Sýningarstjóri: Kristín S. Kristjánsdóttir. Franikvæmdastjórn: Sigurður Hlöðvcrsson og Valgcir Magnússon LEIKSTJÓRI: BJARNI HAUKUR ÞÓRSSON Bjarni Haukur Þórsson, Sigurður Hlöðversson og Valgeir Magnússon í samvinnu við íslcnsku ópcruna: frh. á bls. 38

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.