Vera


Vera - 01.10.1996, Blaðsíða 50

Vera - 01.10.1996, Blaðsíða 50
að leiða til neyslu á sterkari efn- urm“ (214) og setningar á borð við „Ekki missa stjórn á þér ef þú kemst að því að þarnið þitt reykir kannabisefni eöa neytir stöku sinnum amfetamíns með félög- unum.“ (213) eru umdeilanlegar þó reyndar sé hvatt til að gera eitthvað í málunum. Meira er jafn- vel gert úr hættu nikótíns en kannaöisefna en samkvæmt uþþlýsingum forvarnadeildar fikniefnalögreglunnar er vitað í dag aö kannabis er mun skað- legra en nikótín án þess þó að gert sé á nokkurn hátt lítið úr skaðsemi þess. Gegnumgang- andí stef bókarinnar er að ung- lingurinn taki sjálfur ákvörðun um hvort hann vilji neyta vímuefna eða ekki. Það eina sem foreldrið geti gert er að fræða barnið um: „hver áhættan er og hugsanlegar afleiðingar neyslunnar. Hann kann því að hugsa sig tvisvar um áður en hann þiggur þau.“ sem er niðurstaðan af samtali mömmu og Tomma á þls. 113. Fræðsla um fíkniefnamál þarf aö vera í höndum þeirra sem best til þekkja og hafa séð afleiðingar slíkrar neyslu eigin augum. Það er ekki að sjá að til slíkra aðila hafi verið leitað við aðlögun bók- arinnar að íslenskum aðstæöum og er það til vansa. Að ööru leyti get ég mælt með bókinni sem lesningu sem bæði vekur til um- hugsunar og getur gefið uþþlýs- ingar um hvert á að snúa sér eða hvernig hægt sé að bregðast við ýmsum þeím málum sem uþþ geta komið í lífi ungmenna ogfor- eldra þeirra. Sólveig Pálsdóttir, 36 ára móðir BORGARBÓKASAFN er almenningsbókasafn Reykvíkinga og öllum opið. Það er menningar- og upplýsinga- stofnun þar sem hægt er að fá að láni bækur, tímarit, nýsigögn og annað efni til fræðslu og dægradvalar. Safnið rekur lestrarsal, sex útlánsdeildir, tvo bókabíla auk annarrar sérþjónustu. Aðalsafn Stjórnunar- og þjónustudeild, Þingholtsstræti 27, sími 552-7155. Útlánsdeild Þingholtsstræti 29A, opin mánud. - fimmtud. kl. 9-21, föstud. kl. 11 - 19 og laugard. kl. 13 - 16. Lestrarsalur Þingholtsstræti 27, opinn kl. 13-19 september- apríl, en lokaður á laugard. í maí, og alveg lokaður í júní, júlí og ágúst. Eftirfarandi þrjú úitbú eru opin sama tíma og útlánadeild aðalsafns. Borgarbókasafnið í Gerðubergi 3-5, sími 557-9122. Bústaðasafn í Bústaðakirkju, sími 553-6270. Sólheimasafn, Sóiheimum 27, sími 553-6814. Grandasafn Grandavegi 47, sími 552-7640. Opið mánud. kl. 11 - 19, þriðjud. - föstud. kl. 15 - 19. Seljasafn Hólmaseli 46, sími 587-3320. Opið mánud. kl. 11 - 19, þriðjud. - miðvikud. kl. 11 - 17, fimmtud. kl. 15 - 21 og föstud. kl. 10 - 16. Einkum ætlað börnum og unglingum. Sögustund yfir vetrarmánuðina miðvikudaga kl. 10:30 og fimmtudaga kl. 14. Bókabílarnir eru reknir frá Bústaðakirkju. Viðkomustaðir eru 40. Bókin heim, þjónusta fyrir fatlaða og aldraða sem ekki komast á safnið. Upplýsingar í síma 552-7155. Nýtt útibú, Foldasafn, verður opnað i Grafarvogskirkju fyrri hluta nóvembermánaðar. Afgreiðslutími auglýstur síðar. BORGARBÓKASAFN REYKJAVÍKUR ÞINGHOLTSSTRÆTI 27, 101 REYKJAVÍK, SÍMI 552-7155 unglingar eru... Mér finnst bókin alveg ágæt en of mikið er af al- hæfingum 1 henni eins og: „unglingar eru“ eða „unglingum finnst". Það er ekki hægt að segja svona því unglingar eru eins mismunandi og þeir eru margir. Á bls. 116 stendur t.d..flest- ir unglingar eru skeytingarlausir um eigur ann- arra og sumir eru algerir skemmdarvargar". Svona alhæfingar fara alveg ógeðslega í taug- arnar á mér. Hvenær væri svona sett í bók um fullorðiö fólk? Maður sér stundum svona for- dóma skína í gegnum allt umburðarlyndiö. Það er gott í bókinni hvað reynt er aö forðast að koma af staö rifrildum milli foreldra og unglinga og reynt að kenna fólki sem kann ekki að tala saman, að ræða hlutina á skynsaman hátt. En ég held annars að ef krakkar hafa ekki átt góö samskipti við foreldra sína áður en þeir verða unglingar þá gerist það ekki á unglingsárunum. Ef fólk slakaöi svolitið á og væri meira með börnunum sínum þá þyrfti það ekki að vera svona stressað útaf þessum „hræöilegu" ung- lingsárum. Og þá þyrfti ekki svona bók sem mér finnst stundum eins og leiðbeiningar fyrir hundaeigendur. Bókin er stundum ruglingsleg og maður fer fram og aftur til að ná samheng- inu en ef maður kemst yfir það er auðvelt að skilja hana. Mér finnst alltof vægt tekið á eitur- lyfjaneyslu, því það er aldrei í lagi að nota fíkni- efni. Annars er mjög vel fjallað um önnur mál eins og hvernig á að sækja um vinnu, um greiðslukort og svoleiðis. Áslaug Torfadóttir, 14 ára dóttir

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.