Vera


Vera - 01.10.1996, Blaðsíða 23

Vera - 01.10.1996, Blaðsíða 23
'« 5£ Hr. Olafur W9 Hvað er klám? Flestum reynist harla auðvelt að greina á milli hrein- leika og sora. Meiri vandi kann að vera í því fólginn að skil- greina svo, aö unnt sé að alhæfa. Ekki er þó vandi að þekkja klám. En almenn viðurkenning á þvl, hvað í slíku er fólgið, er aftur á móti erfiðari. Einfaldast kynni að vera að segja eitthvað á þá leið, að klám er það, þegar leitast er við að færa kynferðislegt atferli eða hátterni í sóðalegan búning og slá á þá strengi, sem helst óma vegna þess atferlis, sem vekur öðrum við- bjóð. Getur klám verið skaðlegt (og þá fyrir hverja)? Af þeirri skilgreiningu, sem ég hef gefið hér að ofan, fylgir, að ég tel klám geta verið skaðlegt. Og þá á ég sér- staklega við börn og viðkvæma unglinga og þurfa þeir reyndar ekki að vera sérlega við- kvæmirtil þess að verða fyrirslæmum áhrif- um. Og þá einnig þá hópa, sem eiga við sitt- hvað það að stríða í sjálfum sér, sem flestir flokka undir afbrigðilegar tilhneigingar á þessu sviði. Stendur klám ( vegi fyrir jafnrétti kynjanna (og þá hvernig)? í síðustu viku ræddi ég við mann, sem ber ábyrgð á útgáfu og viðfangsefnum einnar deildar Lúterska heimssambandsins. Þeir könnuðu þessi mál með því að skoða mynd- bönd, sem auðvelt mun vera að finna. Þar sagði hann mér, að hefði verið mjög áberandi, hve kvenfólk var niðurlægt og þeirra hlutur gerður sem verstur. Miðað við þetta tel ég hik- laust, aö klám skaði þá viðleitni, sem beinist að því að styrkja jafnrétti kynjanna. Á að banna klám? Prentfrelsi og réttur til að tjá skoðanir sínar er vemdaður í flestum lýöfrjálsum löndum. Bönn eru ævinlega erfið og geta líka verið hættuleg eins og dæmin sýna. Og þá er líka rekist á þann vanda, sem ég drep á í upphafi, að ekki eru allir sammála um skilgreiningu þessa hugtaks, kláms. RP3PahÍií óttir, fiflki: er klám? er virðingar- við kynlífið sem er göfugt og háleitt í eðli sínu. Klám niðurlægir mannslíkamann og tilfinningasambandið sem tengist kynlífi. Klám er niðurlægjandi fyr- ir alla sem taka þáttí því og þar eru áhorfend- ur ekki undanskildir því þeir taka líka þátt. í raun eru klám og kynlíf eða ást and- stæður að því leyti að í eðlilegu og sönnu kynlífi sameinar maðurinn sál og líkama, nær að upplifa sig sem heild, auk þess að hann sameinar sig annarri manneskju. í kláminu er þessi heild eyðilögð, sál og líkami eru aðskilin og bæði troðin í svaðið. Tengslin við hina persónuna byggjast svo yfir- leitt á niðurlæg- ingu hennar. Klám er því niðurbrjótandi og eyðileggur T raun sjálfsvirðingu allra sem að þvT koma. Það er fullt af duldu mannhatri. Undir því yfirskini að það fjalli um fýsnir eyði- leggur það hina raunverulegu getu manns- ins til nautna, til þess að njóta ástar, fegurð- ar og kynlífs. Getur klám verið skaðlegt (og þá fyrir hverja)? Klámið er skaðlegt fyrir alla en það niðurlægir þó konur sérstaklega. Það elur á kvenhatri og kvenfyrirlitningu og eyðileggur hæfileika fólks til að mynda heil- brigð oggefandi sambönd við hitt kynið. Sér- staklega er það þó skaðlegt fyrir börn og ungmenni. Stendur klám í vegi fyrir jafnrétti kynjanna (og þá hvernig)? Það hugarfar sem klámið endurspeglar er í fullkominni andstöðu við þann hugsunarhátt sem jafnrétti kynjanna byggir á. í klámi er annar aðilinn, oftast konan, geröur að hlut eða leikfangi. í raun byggist klámið því á ójafnrétti kynjanna. Á að banna klám? Bæði framleiðsla og dreifing á klámfengnu efni ætti að vera bönnuö en gæta verður vel að því að fegurð kynlífs og nektar sé ekki dregin í dilk með klámi.

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.