Vera


Vera - 01.10.1996, Blaðsíða 32

Vera - 01.10.1996, Blaðsíða 32
kvnnatónar Rætt við Valgeröi Andrésdóttur píanóleikara um kvennatónlist Konur eru í mikilli sókn sem tónskáid á Noróurlöndum. Cefnar eru út plötur meö tónlist eftir konur, þær leiöa eigin Itljóm- sveitir, vinna alþjóölegar keppnir og taka í ríkari mæli þátt í atvinnumennsku á öllum sviöum tónlistar. í ágúst sl. var haldin í Kaupmannahöfn stærsta norræna tóniistarhátíöin hingaö til „Kvinders Toner", þar sem tónlistin er öll samin og flutt af konum. Á boöstólum var jazztónlist, rokk, þjóö- lagatónlist, sígild tónlist og nútímatón- list ásamt fleiru. Tónlistarhátíöin „Kvinders Toner“ var haldin á vegum samtaka í Danmörku sem kaiia sig „Kvinder i Musik“ og voru stofnuö 1980. Samtökin hafa sl. 16 ár skipuiagt tónleika til aö kynna tónlist sem konur hafa samiö, og oftast er tón- listin flutt af konum. „Kvinder i Musik“ vilja brúa biliö milli sígildrar tónlistar og rytmískrar tónlistar (jazz, popp og fl.) sem oft myndast í tónlistarheiminum og samtökin leggja því áhersiu á aö starfa fyrir allar greinar tónlistar. Markmiö þeirra er aö styöja konur í aö vera virkar í tónlistarlífinu, þannig aö þær veröi eölilegur hluti af tónlistarheiminum. Samtökin reyna aö skapa svigrúm fyrir konur innan allra tónlistarstefna, sér- staklega á sviöi tilraunatónlistar þar sem er ekki rík hefö fyrir þátttöku kvenna. Síöan 1981 hafa samtökin byggt upp tónbókasafn meö verkum eft- ir konur, safnaö greinum og hljóöritun- um meö efni alls staöar aö úr heiminum. í kynningarskrá hátíöarinnar er sagt aö stefnan á Noröurlöndum núna sé sú aö krefjast þess aö á öllum norrænum tón- listarhátíöum séu verk eftir konur. Ekki megi heldur gleyma tónlistarlífinu utan tónlistarhátíöa, og er í því sambandi minnst á ungversk-danska píanóleikar- ann Eiisabeth Klein, en haldnir voru sér- stakir tónleikar til heiöurs henni á hátíö- inni. Hún er oröin 85 ára og hefur á löngum starfsferli sínum unniö ötullega aö því aö kynna píanóverk eftir konur. Jafnframt segir aö Elisabeth hafi fengiö arftaka, hinn unga ísienska píanóleik- ara, Valgeröi Andrésdóttur, sem hélt tónleika á hátíöinni meö nútímaverkum eftir norræn kventónskáld. í tilefni af því birtist hór viötal viö Valgeröi. Valgerður Andrésdóttir lauk einleikaraprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík 1985 og stundaöi fram- haldsnám í píanóleik viö Hochschule der Kunste í Berlín. Valgerður hélt sína fyrstu einleikstón- leika 1990 og hefur síöan kom- ið fram sem einleik- ari og meö- leikari á tón- leikum á íslandi, í Þýska- landi, Danmörku, Svíþjóö og Finnlandi. Hún spilar sígilda tónlist jafnt sem nútímatónlist og hefur m.a. haldið tónleika meö tónlist eftir konur í „Den Anden Opera" 1995 í samvinnu við „Kvinder i Musik". Síðastliðin fjögur ár hefur hún veriö búsett í Kaupmannahöfn og starfaö sem píanóleikari og píanókennari. Verkín sem Valgeröur flutti á „Kvinders Toner" eru eftir Báru Grimsdóttur, Birgitte Alsted, Eva Noer Kondrup, Indra Rise, Kerstin Jeppson og Mist Þorkelsdóttur. Verkið eftir Mist er samið að beiðni Valgerðar og var því frumflutningur. Vera ræddi við Valgeröi skömmu fyrir tónleikana. Veru langaði fyrst að vita hvernig Valgeröi datt í hug að fara aö spila tónlist eftir konur. „Fyrir kvennaráðstefnuna í Ábo 1994 kom fram sú hugmynd að vera með tónlistardag- skrá eingöngu með verkum eftir konur. Þá byrj- aði frumvinnan sem var að grafa upp nótur og fá nöfn á kventónskáldum og var það mikil vinna. „Kvinderí Musik" voru mjöghjálpsamar, þar sem ég komst í nótnasafnið og fékk ýmsar upplýsingar. Maður þarf að finna út hvar hægt er að fá nóturnar, skrifa til útgáfufyrirtækja og oft taka hlutirnir langan tíma. T.d. pantaði ég verk eftir pólska konu fyrir einu og hálfu ári og það var að berast fyrst núna. Það eru t.d. til útgáfufyrirtæki í Þýskalandi sem sérhæfa sig í að gefa út hljóðrituð verk eftir konur, kynna konur og til eru skrár yfir það sem hefur verið gefið út. Hvert sem ég fer er ég með einhverjar furðulegar spurningar um tónlist sem hvergi er til, því ég er aö reyna að koma mér upp mínu eigin safni." Hvar hefur þú síðan flutt tónlist ettir konur? „Það var í fyrsta skipti á kvenna- ráðstefnunni í Ábo sem ég hélt tónleika með verk- um eftir konur. Það var alþjóðleg efn- isskrá af sam- tímatónlist, verk eftir Gubajdulinu sem er rússneskt tónskáld, sem er orð- in mjög þekkt, og annað eftir belgískt tónskáld en hin verkin voru öll norræn. Það var húsfyllir og viðtökurnar voru mjög góðar. Þarna voru konur alls staðar að og eftir þetta var mér boðið að halda svipaða tónleika í Danmörku og Svíþjóð, sem ég gerði. Síðan spilaði ég líka á íslandi. Þegar kom til að Kaupmannahöfn yrði menningarborg Evrópu, fengu „Kvinder i Musik" fjárstyrk til að halda tónlistarhátíð og buðu mér að vera með tónleika og að þessu sinni eru tónskáldin öll norræn, þ.e.a.s. frá Norðurlöndum og Eystrasaltslöndum." Hefur&u kynnt þér eldri tónlist eftir konur? „Ég hef ekki gert það en það er mikið verið að rannsaka tónlist eftir konur fyrr á tímum. T.d. var ein uppi á 12. öld sem samdi tónlist og hét Hildegard von Bingen. Það er líka verið að safna upplýsingum um kventónskáld og gefa út uppsláttarrit. Fyrst núna eru tónsmíðar við- urkenndur vettvangur kvenna. Þaö eru til kon- ur í dag sem hafa náð mjög langt á þessu sviði, t.d. Gubajdulina í Rússlandi og á Norður- löndum finnska tónskáldið Kaija Saariaho."

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.