Vera


Vera - 01.10.1996, Blaðsíða 45

Vera - 01.10.1996, Blaðsíða 45
 ar hlýtur áhorfandann þó að gruna að túlkun hennar á dramatískum óperuhlutverkum hafi einnig byggst á þeirri reynslu sem lífið gaf henni. Terrence McNally fékk Tony- verðlaunin í ár fyrir þetta verk sem var valið besta leikritið á Broad- way, en það kemur þeim sem sjá leikritið ekki á óvart. McNally hefur reyndar áður unnið til ýmissa verð- launa, m.a. fyrir söngleikinn Kiss of the Sþiderwoman. Sú María Callas sem við kynn- umst í verki McNallys hefur lifað sitt fegursta og þolað bæði sætt og súrt. Hún fæddist í New York árið 1923, en eftir að foreldrar hennar misstu bróður hennar barnungan ákváðu þeir að flytja frá Grikklandi og hefja nýtt líf í Ameríku. Maria virðist hafa búið við fremur gleðisnauðar að- stæður í æsku og árið 1937 fór móðir henn- ar með hana og eldri systur hennar til Grikk- lands þar sem þær lokuðust inni í striðinu. María stundaði söngnám og steig sín fyrstu skref á óþerusviðinu í Aþenu þar sem hún dehúteraði í hlutverki Toscu árið 1941, i skugga styrjaldar, hernáms Þjóðverja og hungurs. Að stríðinu loknu fór hún ein aftur til Bandarikjanna og hugðist reyna fyrir sér þar, en það var ekki fýrr en hún kom til Ítalíu árið 1947 sem frægðarsól hennar fór að risa. Þótt ekki séu nema tæp tuttugu ár síðan María Callas lést, eiga margar nútímakonur erfitt með að skilja hin hörmulegu örlög henn- ar og þátt skipakóngsins Onassis í þeim. Skýringar á þeim má eflaust sækja í æsku söngkonunnar og væri fróðlegt að heyra álit femínískra sálfræðinga á því hvernig og/eða hvort kona sem leggur heiminn að fótum sér meö list sinni geti látið einn karlmann leggja líf sitt T rúst. Þar hlýtur fleira að koma til. Anna Kristín Arngrimsdóttir er frá- hær í hlutverki Maríu Callas og verður leikur hennar lengi í minnum hafður. Þorsteinn Gauti Sigurðsson fer vel með hlutverk undirleikarans, Björn Karlsson er eins og útúr kú, eins og hann á að vera í hlutverki sviðsmannsins, Ellen Freydís Martin kemst lítið áfram fyrir Dívunni, en fer vel meö sitt hlutverk sem og hinn „týpíski" tenórsöngvari Stefán Stefáns- son. Gaman var að fá að heyra svolítið í góðri söngkonu, en það var Marta G. Halldórsdótt- ir sem fór með hlutverk Sharon Graham og gerði það mjögvel. Leikstjórinn Bjami Haukur Þórsson og framleiðendurnir Sigurður Hlöðversson og Valgeir Magnússon eiga þakkir skildar fýrir framtak sitt. Til hamingju með frábæra sýningu! Sonja B. Jónsdóttir (A re o .5 ro E Iryggðu þér góðar stundir Þú átt það skilið SINFÓNÍUHLjÓMSVEIT ÍSLANDS (*) Háskólabíói við Hagatorg, sími 562 2255 Skrifstofa hljómsveitarinnar er opin alla virka daga kl. 9 -17.

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.