Vera


Vera - 01.10.1996, Blaðsíða 34

Vera - 01.10.1996, Blaðsíða 34
nasaga Inga Huld Hákonardóttir fjallar um Konur og vígamenn eftir Agnesi S. Arnórsdóttur í miðaldaheimildum okkar segir margt af konum, en mest af því efni hafði dulist glöggum augum fræðimanna, uns Jenny Jochens sendi frá sér mikið rit, Women in Old Norse Society, á síðasta vetri. Skammt er stórra högga á milli, og um svipað leyti kom nýtt verk eftir hinn efnilega sagnfræðing Agnesi S. Arnórsdóttur, Konur og víga- menn. Staða kynjanna á íslandi á 12. og 13. öld. Þetta ertólfta bind- ið í ritröð Sagnfræðistofnunar Há- skóla íslands, og sætir tíðindum að það er ekki aðeins það fyrsta í þeirri virðulegu ritröð sem hugar aö kon- um, heldur fyrsta íslenska sagn- fræðiritið þar sem meðvitað er beitt aðferðum kynferðissögu (gender history). En Agnes segir áhuga sinn fyrir rannsóknarefninu megi rekja til námskeiðs um mið- aldasögu hjá Gunnari Karlssyni prófessor fyrir tíu árum. Agnes ásamt sonum sínum á góðum degi í Noregi. Storft skref til heilsuverndar A/ý lög um tóbaksvarnir gengu í ► Reykingar eru alveg bannaðar: 1. í grunnskólum, leikskólum og hvers kyns dagvistum barna og húsakynnum sem ætluö eru til félags-, íþrótta- og tómstundastarfa barna og unglinga. 2. Á opinberum samkomum innanhúss sem einkum eru ætlaöar börnum eöa unglingum. 3. i framhaldsskólum og sérskólum. 4. Á heilsugæslustöövum, í læknastofum og annars staöar þar sem veitt er heilbrigöisþjónusta. Þaö á þó ekki viö um íbúðarherbergi vistmanna á hjúkrunar- og dvalarheimilum. 5. Á sjúkrahúsum, en leyfa má þó reykingar sjúklinga. ► Skylt er aö hafa reyklaus svæöi á matsölustööum og kaffihúsum, ekki síöri en þau svæði þar sem reykingar eru leyföar. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið Tóbaksvarnanefnd

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.