Vera


Vera - 01.10.1996, Blaðsíða 19

Vera - 01.10.1996, Blaðsíða 19
kinnroðaútgáfa Eftir að hafa skoðað nokkrar erlenda^g innlendar klám- bækur og klámblöð snerum við okkur til úgáfu hér í bæ sem hefur verið hvað stærst á markaðnum undanfarið. Talsmaður hennar baðst hins vegar undan því að láta nafns síns eða útgáfunnar getið, þar sem hann „ber hálf- gerðan kinnroða fyrir þessari útgáfu", eins og hann sjálf- ur orðaði það. VERA virðir að sjálfsögðu þessa ósk en hugurinn hvarflar óhjákvæmilega að enn einni þekktri skilgreiningu á klámi þ.e. „klám er það sem enginn vill leggja nafn sitt við". Hjá útgáfunni eru gefin út klámblöð og bækur sem innihalda kynlífssögur af grófari taginu, og bera nöfn á borð við Bláa bókin, Bláa nunnan og Sex. Lýs- ingar eru nákvæmar og flestir sammála um að þarna er um klám en ekki erótík að ræða. Sögurnar eru allar hrá- þýddar upp úr erlendum tímaritum, en þýðanda er hvergi getið. Margar þeirra eru prýddar myndum af fáklæddum konum T lostafullum stellingum. „Við byrjuðum á því að gefa út blöð með alls konar sögum, t.d. lögreglusögum og ástarsögum en þetta voru þær sögur sem seldust best. Dreifingin er ekki mikil, ég veit raunar ekki hver markhópurinn er, líklega þó ungir karlmenn í meirihluta eða þá svokallaðir „dirty old men“. Síðasta ár hefur salan hins vegar dregist saman, fram- boðið á svona efni er mikið. Við förum líklega að hætta þessu, enda erfitt að keppa við vönduð, erlend glans- tímarit og sjónvarpið. Fólk vill fá þetta meira myndrænt eins og annað og nennir þá síður að lesa. Þessi útgáfa hefur aldrei verið auglýst því þetta þolir engan kostnað. jLAA'LINa 904-110 daðursögijr , . og lifandi syningar Þegar smáauglýsingum DV er flett vekur athygli mikill fjöldi auglýsinga frá hin- um ýmsum símaþjónustum sem gjarnan auglýsa starfsemi sína í einkamála- dálkinum, en þeim hefurfjölgað mikið á undanförnum mánuðum. Amor, Bláa línan, Daðursögur, Makalausa línan, Qui, Rauða torgið og Símastefnumótið keppa um viðskipti þeirra sem eru einmana eða T leit að tilbreytingu og setja ekki fyrir sig að borga 39,90 krónur á mínútuna. Miðlun var fyrsta Týrirtækið á íslandi sem bauð uþþ á stefnumótaþjónustu á sTmatorginu árið 1993 og er sú þjónusta nú rekin af Veitunni ehf. sem er dótturfyrirtæki í eigu Miðlunar, DV og íslenska útvarpsfélagsins. STmaþjón- usta Veitunnar skiptist í símastefnumótið, símastefnumót fyrir samkyn- hneigða karlmenn og svokallaðar daðursögur, sem er nýjasta þjónustan hjá fyrirtækinu. „Þetta eru Ijósbláar sögur sem eru lesnar inn og fólk getur síðan hlustað á,“ sagði Ágúst Sverrisson, framkvæmdastjóri Veitunnar. „Það er þó nokkuð hringt í þetta númer. Samt er þetta mjög saklaust efni, svona blanda af róm- antík og Ijósbláu efni.“ Þið hafið engar áhyggjur af að börn hringi í þetta númer? „Þetta er ekki markaðssett fyrir börn og ég efast um að þau hafi áhuga á þessu. En þetta er það saklaust að það ætti að vera alveg skaðlaust." Daðursagan er lesin af konu og höfðar aðallega til karlmanna, en Ágúst sagði það vera T athugun að setja upp sTmalínu með djörfum sögum fyrir kon- ur, sem karl myndi lesa. Eftir klukkan eitt á nóttunni er daðursagan aðeins djarfari að sögn Ágústs og þá er meira um kynlífslýsingar. Ágúst segist þó Hingað hafa samt hringt ungar konur og boðisttil að sitja fyrir á klámmyndum fyrir okkur, en auðvitað gegn góðri borgun." Stenst þessi útgáfa lög? „Við höfum aðeins einu sinni verið kærðir fyrir klám, en það var vegna myndar sem varT einu blaðanna. Við borg- uðum bara okkar sekt og pössuðum sTðan betur upp á að hafa myndirnar ekki svæsnar. í framhaldi af þessu settum viö líka inn viðvörun á kápurnar þar sem tekið er fram að efnið sé aðeins fýrir 18 ára og eldri. Ég veit ekki hvort það hefur eitthvað að segja. Kannski það geri les- efniö þara meira sþennandi fýrir unglinga." Sólveig Jónasdóttir ekki hafa áhyggjur af því að þær flokkuðust undir klám. „Ef þetta yrði kært þá myndi það standast lög. Það er að vfsu teygjanlegt þegar dæmt er eftir þessari reglugerð um dreifingu á klámi, en þetta efni er langt undir þeim mörkum sem þar eru sett. Það er hægt að ganga inn T bóka- búð og um 30% af blöðunum eru frekar gróf klámblöð, en okkar efni er ekk- ert líkt því.“ Á símastefnumótalínunum eru margar auglýsingarnar frá einstæðum mæðrum, fráskildu fólki og ekkjumönnum í leit að félögum. En sumar auglýsingarnar eru á allt öðrum nótum, eins og auglýsingin frá „Svarta pardusinum" á Bláu ITnunni, en þar auglýsti kona „erótTskar sýningar á gróf- ustu vísu, svokallaðar lifandi sýningar." En getur fólk auglýst hvað sem er? „Hjá okkur hlusta ég á allar auglýsingar áður en ég hleypi þeim í gegn," seg- ir Ágúst. „Ef þær eru eitthvað grófar eða frá krökkum, þá stroka ég þær út. Fólk virðist vera farið að læra á þetta, þvT að það er miklu minna sem þarf að stroka út nú orðið. Áður var það kannski fjórða hver auglýsing, en núna þarf ég þara að hafna einhverri auglýsingu einu sinni eða tvisvar í mánuði. Svör- in eru oft dálítið djarfari og þá getur ýmislegt sloppið inn." Svala Jónsdóttir

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.