Vera


Vera - 01.10.1996, Blaðsíða 29

Vera - 01.10.1996, Blaðsíða 29
Guðný Guðbjörnsdóttir þingkona brevtum lagafrumvarpiaiin bamaklam I kjölfar Stokkhólmsráðstefnunnar um barnaklám og kynferðislega misnotkun á börnum beindist athyglin að stjórnarfrum- varpi um barnaklám sem lagt var fram á síð- asta þingi. Um er að ræða frumvarp til laga um breytingu á almennu hegningarlögunum frá 1940. Frumvarpið tekur til tveggja óskyldra efnisatriða, þ.e. annars vegar er gert refsivert að hafa í vörslu sinni efni með barnaklámi og hinsvegar að samkynhneigð- ir njóti refsiverndar gegn því að á þá sé ráð- ist opinberlega með háði, rógi, smánun eða ógnun. Fyrsta grein frumvarpsins fjallar um barnaklám en þar segir: Við 210. gr. bætist ný málsgrein, svohljóðandi: Hver sem hefur í vörslu sinni Ijós- myndir, kvikmyndir eða sambæri- lega hluti sem sýna börn í holdlegu samræði eða öðrum kynferðismök- um skal sæta sektum. Sömu refs- ingu varðar að hafa í vörslu sinni Ijósmyndir, kvikmyndir eða sam- bærilega hluti sem sýna börn í kynferðisathöfnum með dýrum eða nota hluti á grófan klámfeng- inn hátt. Aðdraganda frumvarpsins má m.a. rekja til þess að árið 1992 samþykkti mannréttinda- ráð Sameinuðu þjóðanna aðgerðaáætlun um sölu á börnum, barnavændi og barnaklámi og skoraði á aðildarríkin að gera vörslu á barnaklámi refsiverða. Danir og Norðmenn hafa þegar samþykkt slík lög en Svíar komust að þeirri niðurstöðu 1993 (Ds 1993:80) að ekki eigi að setja refsiákvæði um vörslu á efni með þarnaklámi. Sú niður- staða var rökstudd með því að slfkt refsi- ákvæði sé undantekning frá stjórnarskrár- bundnum ákvæðum um prentfrelsi og tjáningarfrelsi og að þegar séu næg refsi- ákvæði til að beita gegn barnaklámi. Sænska þingið ákvað í júní 1994 að gera vörslu á barnaklámi refsiverða frá ársbyrjun 1999 þar sem breyta þurfi stjórnarskránni áður en ákvæðið tekur gildi. Jafnframt var lögfest að frá ársbyrjun 1995 væri heimilt að gera slíkt efni upptækt án þess að sá sem hefði þaö undir höndum sætti refsingu. greinargerð segir að markmið þess að gera refsivert að hafa í vörslu sinni efni með grófu barnaklámi sé að auka vernd barna gegn kynferðislegri misnotkun, og að bæta réttarstöðu barna. Frumvarpið kom til fyrstu umræðu 6. mars 1996. Auk dómsmálaráð- herra tóku til máls þau Bryndís Fllöðvers- dóttir, Össur Skarphéðinsson og Guðný Guðbjörnsdóttir, sem öll fögnuðu því að gera eigi vörslu kláms refsiverða en for- dæmdu að frumvarpið næði eingöngu til grófs barnakláms og hvernig það er réttlætt í greinargerð með frumvarpinu. Þar segir m.a.: „Á móti framangreindum rökum kemur að mjög óljóst er hvaða áhrif slíkt bann kem- ur til með að hafa í reynd og að rannsókn á slTkum brotum geturgengið nærri grunnregl- um um friðhelgi einkalífs. Þá hefur því verið haldið fram að í einstaka tilvikum geti efni með barnaklámi, sem kynferðislega mis- þroska menn hafa í vörslu sinni, hugsanlega að einhverju leyti komið T veg fýrir kynferðis- brot gagnvart börnum.’’ Það kom ekki skýrt fram í svari dóms- málaráðherra hvaða rannsóknir liggja að baki slíkum fullyrðingum. Samkvæmt upp- lýsingum frá dómsmálaráðuneytinu nú í sumar var hér fylgt frumvarpstexta frá Norð- urlöndum, án þess að kanna hvaða stað- reyndir liggja að baki. Með öðrum orðum var ekki kannað í ráðuneytinu hvort að til eru rannsóknir sem styðja þá stað- hæfingu að klámmyndir af börnum geti þjónað þeim tilgangi aö koma T veg fyr- ir kynferðisafbrot gagnvart börnum, en það er gefið í skyn. Þetta eru vond vinnubrögð. Ég kannast ekki við slTkar rannsóknir, en þekki hinsvegar kenningar af svipuðum toga varðandi ofbeldisefni T kvikmyndum, nefnilega að þó að ofbeldis- efni hafi almennt vond áhrif á fólk þá fái sumir útrás fyrir eigin ofbeldishneigð með því að horfa á slíkt efni. Gera þarf greinar- mun á kenningum og staðreyndum. Lág- markskrafa er aö fá að vita hvað liggur að baki slíkum staðhæfingum. Því var ranglega haldið fram T dagblöðum í sumar að frumvarpið hafi verið samþykkt í þessu formi. Hið rétta er að frumvarpið kom eingöngu til fyrstu umræðu og til allsherjar- nefndar, sem undirrituð situr T. Nefndin sendi framvarpiö út til umsagnar í sumar og búast má viö að það verði lagt fram að nýju á komandi þingi. Verður fróðlegt að fylgjast með hvort að umræðan um framvarpið bæði innan og utan þingsins verðurtil þess að frumvarpinu verði breytt þannig að ekki verði eingöngu átt við gróft barnaklám og hvort að ofannefndum fullyrðingum T greinar- gerðinni verður breytt. Ef svo verður ekki mun ég og vonandi fleiri beita mér fyrir breyt- ingum á frumvarpinu í meðförum allsherjar- nefndar eins og ég boðaði í umræðunum á slðasta þingi. Um viðkvæma löggjöf er að ræða og augljóst er að orðalag þarf að breyt- ast til að settum tilgangi verði náð. Lækka þarf þröskuldinn þannig að náð verði yfir meira en grófasta klám, um leið og þess er gætt að skilgreiningar séu það skýrar að grá svæði geri löggjöfina ekki gagnslausa. Mér er enn minnisstæð myndasýning sem ég sá árið 1992 á alþjóðlegri kvennaráðstefnu um bernsku stúlkna (sjá VERU, 5. tbl. 1992). Um var að ræða listaverk, auglýsingamyndir og einkamyndir, sem sýndu litlar stúlkur sem kynverur á skýran hátt án þess að þær gætu talist klám samkvæmt þvT frumvarpi sem nú liggur fyrir. Enginn vill banna lista- verk, en auglýsingar, kvikmyndir eða Ijós- myndir sem gefa þau skilaboð til fullorðinna að börn séu tilkippileg í kynlíf eiga ekki erindi I siðuðu samfélagi. Því mun ég vinna að þvT að varsla efnis með hvers kyns barnaklámi verði gerð refsiverð, ekki bara ef það er gróft. klá,\V

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.