Vera


Vera - 01.10.1996, Blaðsíða 25

Vera - 01.10.1996, Blaðsíða 25
A að banna klám? Takmarkanir og höml- ur eru til þess gerðar að koma í veg fyrir skaða. Klám (að undanskildu barnaklámi og ofbeldisfullu klámi) getur vissulega verið móðgandi en hefur samt ekki í för með sér skaða. Sumir hafa haldið því fram að klám geti ýtt undir aukningu kynferðisafbrota, en sú fullyrðing á ekki við rök að styðjast. Kann- anir hafa sýnt að ekkert samband er milli kynferðisafbrota og kláms. Fræg listaverk eins ogt.d. „hin nakta Maja" eftir Francisco de Goya hafa af sumum verið talin klám- fengin þar sem þau sýna nekt. Bókmenntir hafa einnig talist klámfengnar eins og t.d. bækur Marquis de Sade (1740-1814) þar sem hann var mjög beinskeyttur og opinskár í umfjöllun sinni um kynlíf og kynhegðun. Ætti að banna klassísk listaverk á þeim for- sendum að þau séu mððgandi? Það er ekki ástæða til þess að banna neitt á þeim for- sendum einum að það sé móðgandi, þá væri verið að bjóða hættunni heim. Verjend- ur kláms hafa haldið því fram að klám sé að- ferð til tjáningar líkt og listræn tjáning. Tján- ingarfrelsi er mönnum mjög mikilvægt og því er ekki réttlætanlegt að banna klám, nema þá aðeins til þess að takmarka aðgang þeirra sem eru ólögráða svo og birtingu á opinberum stöðum (eins og t.d. veltiskiltum o.þ.h.). Það á að vera undir mönnum komið hvort þeir velja að skoða klám eða ekki. Hvað er klám? í fyrstu virðist svarið einfalt. Klámi er ætlað að örva kyn- ferðislegar langanir sem særa blygðun- arsemi.erugrófarog jafnvel auðmýkjandi. andinn byrjar hins veg- ar þegar skilgreina á hvort tiltekið efni sé klámfengið eða ekki því mörkin eru bæði óljós og breytileg eftir stund og stað og að mati ólíkra einstaklinga. Frægur er hæstaréttardómur í Bandankjunum frá 1946 þegar einn dómarinn viðurkenndi að erfitt sé að skilgreina nákvæm- lega hvað sé klám en bætti við „ég veit það þeg- ar ég sé það“. í reynd hafa dómstólar vestra og væntanlega íslenskir líka fylgt þessari vísu skil- greiningu og haftí huga hvað þeirtelja innan vel- sæmismarka í samfélaginu hveiju sinni. Getur klám verið skaðlegt (og þá fyrir hverja)? Rannsóknir hafa sýnt að klámfengið efni getur vissulega haft örvandi áhrif á bæði konur og karla. Flvort áhrifin eru skaðleg er hins vegar meira álitamál. Sumir telja að klám ýti undir kynferðisglæpi á með- an aðrir álíta að klám geti einfaldlega veitt kynferðislega útrás. Niðurstöður opinberra rannsóknarnefnda í Bandaríkjunum hafa ekki getað sýnt fram á orsakatengsl milli kláms og kynferðisglæpa enda kannski ekki hægt. En sumt klámfengið efni getur vissu- lega auðveldað kynferðisglæpamönnum að réttlæta verk sín án þess að hægt sé að skella skuldinni á slíkt efni. Kemur klám í veg fyrir jafnrétti? Nei, klám hvorki kemur í veg fyrir jafnrétti kynj- anna né getur klám stuðlað að því. Klám er einfaldlega fyrirbæri sem sumir sækjast eft- ir og aðrir ekki. Þó klámmarkaðurinn virðist meir ætlaður þörfum karla en kvenna og að rannsóknir sýni að fleiri karlar en konur nýti sér slíkt efni, hefur það í sjálfu sér ákaflega lítið með jafnrétti kynjanna að gera. Á að banna klám? í Ijósi áðurgreindra vandkvæöa á að skilgreina hvað sé klám, er jafnframt Ijóst að nánast ómögulegt er að banna slíkt efni með öllu. í aðalatriðum eiga fullorðnir einstaklingar (börn vitaskuld und- anskilin enda ekki sjálfráða) að hafa rétt á að taka þátt í og fá að sjá, heyra og lesa hvaða efni sem þeir kjósa t krafti tjáningar- frelsisins sem er grundvöllurinn í stjórnskip- an okkar. Samfélagið gefur stðan vissulega leiðbeinandi reglur um hvar og hvernig þessi réttur er nýttur en blátt bann á klámi lýsir eingöngu óskhyggju þeirra sem telja aö hægt sé að útrýma öllu „óæskilegu og óþægilegu" í heiminum með einföldum laga- setningum stjórnvalda. LauKa.ValentinOw grafiskur nonnuður: Hvað er klám? Það efni sem vekur kynóra. Getur klám verið skað- legt? Ég tel að hinar jákvæðu hliðar kláms vegi mun þyngra en þær neikvæðu, sem því kunna að fylgja. Klám er jákvætt að því leyti að það dregur kynmökfram t dagsljósiö, ger- ir þau að sjálfsögðu umræðuefni, sem er vert umhugsunar. Allir hafa heyrt sögur af kynferðisglæpamönnum sem hafa verið mikið viðriðnir klám, en þeir eiga iðulega við sálræn vandamál að strtða, fyrir. Margt er hægt að misnota, en það er ekki þar með sagt að það sé skaðlegt. Stendur klám í vegi fyrir jafnrétti kynjanna? Konur, líkt og karlar, framleiða klámfengið efni og þær eru einnig klámneyt- endur. Þeim fer fjölgandi og það hefur áhrif á gæði framleiðslunnar. í kapítalísku þjóðfé- lagi stýristframboð af neyslu. Hmmm... mér finnst ekki ósennilegt að ef fleiri konur fara að njóta kláms, geti það bætt kynlíf þeirra svo mjög, að þær gætu orðið of uppteknar til að berjast fyrir réttindum sínum! Á að banna klám? Og láta karlveldinu eftir að móta klámheiminn? Fyrir skömmu var eróttskt lesbíuttmarit gert upptækt í Kanada, meðan hefðbundin karlatímarit eins og Playboy og Penthouse eru seld þar. Ef jafnrétti kynjanna er takmarkið, er bann við klámi hreint ekki svarið. klá^v

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.