Vera


Vera - 01.10.1996, Blaðsíða 18

Vera - 01.10.1996, Blaðsíða 18
klá^ VERA heimsækir klámbúllu Maddama, keiiing, fröken, fatafella Með þessari umfjöllun um klám hugðist VER«mafa viðtal við stúlkur sem dansa á einni af klámbúllum borgarinnar. Undirrituð var búin að fá leyfi frá eiganda staðarins fyrir viðtal- inu, væru stúlkurnar, sem dansa þar á hverju kvöldi, sjálfar tilbúnar til þess. Eg ákvað því að mæta á staðinn eitt laugardagskvöldið, fylgjast með þeim við vinnu sína og mæla mér mót við þær. Klukkan var farin að ganga eitt eftir miðnætti þegar ég kom á staðinn og byrjaði ég á því að fá mér eitt bjórglas, því mér hafði skilist að það væri æskilegt að viðskiptavinir keyptu sér drykki. Það voru ekki margir á staðnum og taldi ég 30 karimenn inni í aðalsalnum en þrjá á bar sem er í hliðarsal rétt eftir að komið er inn. Ein kona var í húsinu fyrir utan mig og dansarana en hún hélt sig í hliðarsalnum. Fjórar stúlkur döns- uðu þetta kvöld, þrjár kanadískar og ein ensk. Þær virtust ekki vera mjög gamlar, í kringum tvítugt, þó virtist ein þeirra eitthvað eldri. Tvær þeirra sátu við barinn, ein var á rölti um salinn en sú fjórða var einhvers- staðarbakatil. Drakkein þeirra ansi stíftogvarorðin vel kennd, en ekki sá mikið á hinum. Ég ákvað að fara að barnum og lét þann sem var að afgreiða, og hafði að eigin sögn umsjón með stúlkunum, vita hver ég var og hver til- gangur komu minnar væri. Viðbrögðin voru heldur einkennileg; ég mátti ekki hitta stúlkurnar, heldur varð ég að skrifa skilaboð til þeirra á miða, svo skyldi hann tala við þær og hafa síðan samband við mig. Ég lét þetta gott heita, settist og fór að virða fyrir mér salinn og þá sem inni voru. Það erfremur dimmt inní og á miðju gólfi er upphækkaður pallur. Á þessum palli er krómsúla sem stúlkurnar nota í dansatriðum sínum. Kringum þennan pall er raðað stólum svo að kúnnarnir geti setið sem næst stúlkunum og virt þær sem best fyrir sér. Þrettán karlar sátu í kringum pallinn, vel klæddir á miðjum aldri, yngri karlmenn sem voru hálf flissandi og svo fremur sjúskaöir karlar að mínu mati. Just a little bit more! Nú var komið að fyrsta dansaranum, hún steig á pallinn með undirleik frá framlagi Breta þetta árið í Eurovision söngvakeppninni „Just a little bit more", sem hefur kannski átt vel við um þessar aðstæður. Hún var klædd í svartan, stuttan kjól og byrjaði á að dansa hressilega um pall- inn enda lagið fjörugt, síðan tók við rólegra lag og fór hún þá að smokra sér úr kjólnum, næst tók hún af sér brjóstahaldarann og vakti það mikla lukku er hún hengdi brjóstahaldarann á geirvörturnar á sér og lét hann hanga þar á hlýrunum. Að því loknu yfirgaf hún sviðið en kom svo fimm mínútum síðarí öðrum kjól og lék sama leikinn, nema I þetta sinnið fór hún úr öllu. Hún uppskar einungis pening frá einum kúnna, sem virtist hafa komið þangað oft. Stundarfjórðungi síðar birtist önnur stúlka á pallinum. Hún var klædd í hvítan stuttan kjól og var í engu undir hon- um. Við undirleik seiðandi tónlistar, hreyfði hún sig um pallinn, ýmist standandi, liggjandi eða sitjandi. Öðru hvoru strauk hún fingrunum um kynfæri sín, rétt til þess að nærstaddir karlmenn fengju fiðring, vænti ég. Eftir sýningu þessarar stúlku velti ég því fyrir mér hvers vegna hún reyndi ekki frekar fyrir sér í jazz-ballett eða Suður-Amerískum dönsum, heldur en nektardansi. Vel útfærður dans hennar og þokkafullar hreyf- ingar, sýndu mér að nektardans þarf ekki alltaf að vera sóðalegur. Trú- lega skipta peningarnir í þessari atvínnugrein öllu máli, þó að launin geti verið misjöfn. Þessi bransi byggist mikið til upp á þjórfé, að mér skilst, og ef kúnnarnir borga lítið eða ekkert, eins og þeir gerðu þetta kvöld, þá er lítið eftir annað en grunnlaunin. Ef þú átt pening! Stelpumarvirðastgeta drýgttekjumaref kúnninn ertilbúinn til að borga. Því hægterað panta borðdans, en þá dansarviðkomandi stúlka uppi á borði hjá þérfyrirtvöþúsund krónur. Enginn nýtti sér það þetta kvöld enda ertu þá kannski að borga fyrir hina líka. Hins vegar er hægt að panta „prívatshow" fyrir áttaþúsund krónur og er þá farið meö við- skiptavininn afsíðis. Sú sýning sem þar fer fram, er einungis á milli stúlkunnar og þess sem borgaöi. Stúlkurnar gengu líka um salinn og blönduðu geði við karlkyns viðskiptavinina og suma þeirra virtust þær þekkja vel. Ég áræddi því að taka einn þeirra tali. Hann sagðist oft koma á staðinn og auk þess hitti hann stúlkurnar utan vinnutíma, því hann og sá sem sér um þær (sá hinn sami og neitaði mér um að tala við þær) væru vinir. Hann sagði að stúlkurnar næðu sér flestar í íslenska kærasta, á meðan á dvöl þeirra hér á landi stæði. Þar sem hann þekkti stúlkurnar svo vel, bað ég hann um að kynna mig fyrir þeim, en það gat hann ekki nema að fá leyfi frá vini sínum - og að sjálf- sögðu fékkst það ekki. Þær virt- ust því mega tala við alla inni staðnum nema mig! Ég gafst því upp og fór, enda hafði ég ekki áhuga á að sjá „sýninguna" aftur. Ég fékk aldrei neitt svar frá barþjóninum eins og hann var búinn að lofa og hringdi ég því í eigandann og kvartaði yfir móttökunum. Hann sagði að eitthvaö hlyti að hafa legið illa á rekstraraðilum staðarins, bað mig að koma eitthvert annað kvöld, hann skyldi vera búinn að kippa þessu í lag. Ég mætti aftur til þess að taka viðtalið og nú átti allt að vera í lagi, en þaö var nú annað upp á teningnum. Þriðji aðilinn var kom- inn inn í myndina og þvertók hann fyrir að leyfa viðtal. Sagði að stúlk- urnar væru einungis hér á landi í 28 daga í senn og hefðu ekkert um það að segja hvort taka mætti viðtal við þær eða ekki. Helstu rök hans voru þau að hann hefði ekki mikið álit á blaðamennsku, hefði sjálfur fengið slæma útreið í blöðum og þekkti þar að auki vel inn á prentiðn- aðinn. Það væri ekkert að marka þótt viðmælandinn fengi að lesa við- talið yfir, því væri alltaf breytt. Ekki kom til greina að taka myndir inni á staðnum, það væri friðhelgi staðarins sem ríkti, en ég vildi bara fá mynd af stúlkunum á meðan á viðtalinu stæði! Eftir mikið þref, varð ég að snúa til baka, því ekkert fékk ég viðtalið. Skondnast fannst mér nú að fyrir utan staðinn er upplýstur glerkassi, fullur af myndum af stúlk- unum og öðrum sem hafa verið að dansa þarna! Enn á ný hringdi ég í eigandann og kvartaði. Hann sagðist ætla að athuga málið, en kom svo með þau svör að sá sem ég var að þrefa við væri óhagganlegur, auk þess sem stúlkurnar vildu ekki tala við mig. Hvers vegna ekki viðtöl? Það kom mér mjög á óvart að ekki mætti ræða viö stúlkurnar sem dansa þarna. Á meöan þessi „leynd" er, viðhaldast fordómarnir meðal þeirra sem ekki sækja þessa staði og gefur líka til kynna að þar sé ým- islegt misjafnt í gangi. Ekki veit ég við hvað þessir menn eru hræddir, ég bauð þeim aö lesa viðtalið yfir áður en það færi í prent- un - en það dugði ekki til. Lesendur sem áhuga hafa verða því að fara og kynna sér þessa staði sjálfir eða gera sér reynslusögu mína að góðu! Agla Sigríður Björnsdóttir

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.