Vera


Vera - 01.10.1996, Blaðsíða 27

Vera - 01.10.1996, Blaðsíða 27
Hvað er klám? Klám erfimmta kynhneigðin! Það ertil gagn- kynhneigð, samkynhneigð, tvlkynhneigð og svokölluð A-sexúal hneigð. En í gegnum starf mitt sem söngvari og skemmtikraftur er ég búinn að uppgötva nýja tegund kynorku og kynlífs! Þetta kynlíf snýst um kynorkuna og örvunina sem listamað- ur/skemmtikraftur/ „performer" sendir frá sér til aragrúa fólks, hvort sem það er „live“ á sviði eða jafnvel úr mikilli fjarlægð (kvik- myndum, sjónvarpi, dagblöðum og öðrum fjölmiðlum). Þegar „performer" gerir sitt „sjóv“ (exhibisjónistinn) á hann mjög oft erfitt með að fela kynhneigð sína, „attitjúd" (viðhorf), langanir og þrár fyrir áhorfandan- um (voyoristanum). Við skulum viðurkenna að það er kynlíf að horfa á Mick Jagger, Madonnu, Tinu Turner, Robert Denirs, Baltasar Kormák, Ólafíu Hrönn, George Michael, Freddie Mercury (áttu pláss fyrir fleiri?) og áhorfendur láta sko kynferðislega aðdáun sína berlega T Ijós með þv? að arga, garga og kaupa, þvT kynlíf er lykillinn að nær öllum „þisness" samtTmans, sérstaklega „sjóv-bisness“! Klám er vissulega partur af þessum, „sjóv-þisness“, þara þar er minni hræsni á svæðinu. Klámið ætlar sér að hafa bein kyn- ferðisleg örvandi áhrif á þig! Klámið fæst í öllum formum skemmtana og afþreyingar- varnings; T formi kvikmynda, tímarita, vegg- sþjalda og einnig geturðu séð klám „live" á sviði ef þú vilt, rétt eins og að fara á tón- leika. Klám má í flestum löndum ekki selja, sýna eða bjóða til sölu yngra fólki en 18-21 árs, og ef það gerist er það fullkomlega á ábyrgð þess sem selur. Aftur á móti skulum við ekki gleyma því að langflestir eru farnir að stunda kynlíf 14-16 ára, þannig að það er ekki eins og þetta unga fólk hafi ekki minnstu hugmynd um hvaö er T gangi. Performansinn flokkast sem klám þegar sýnd er grafískt bein snerting kynfæra í fullri aksjón, en það heitir erótík þegar kynfærin eru sýnd ein og sér og ekki endilega T stuði, i og aðeins er gefið T skyn að kynfærin séu við það að snertast. Getur klám verið skaðlegt (og þá fyrir hverja)? Rétt eins og allar greinar skemmtanaiðnað- arins, getur klámbransinn virkað afar sltt- |’ andi á þá sem vinna við hann. Ég hef ekki heyrt um eina einustu poppstjörnu sem ekki , einhvern tímann hefur þurft að fara í „self- þerapíu" eða áfengismeðferð vegna álags- ins sem getur verið á þeim! En áður en þú ákveður að vera performer, hvort sem það I er á 20.000 manna fótboltavelli eða á ein- hverri klámbúllu, þá verður þú að spyrja sjálfa(n) þig: Hef ég rétt viðhorf til þessa starfs? Geri ég mér grein fyrir því hvernig það hefst og hvernig það getur endað? Get égtek- ist á við ósigra og vonbrigði án þess að grípa til bokkunnar? Meika ég að vera í 2. sæti? Ég er ekki nógu heimskurtil að láta fram hjá mér fara allar stelpurnar sem vinna á ömurlegum strippbúllum (t.d. hér T London þar sem þetta er skrifað) og láta taka mynd- ir af sér fyrir stöku stripp-blöð. Þeim líður hræöilega og þær eru í ógeöslega djúpum skít! Karlarnir sem hafa þær í vinnu hjá sér fara betur með hundana sTna. En ef við lít- um okkur nú aðeins nær, þá eru konur kúg- aðar á fleiri stöðum en í klámbúllum Lundúna-borgar. Ég veit um persónulegt dæmi konu nokkurrar á íslandi, sem fékk kvöldmatinn framan í sig ef karlinum hennar fannst eins og hún hefði látið salt í hann. Án þess að segja múkk, tók hún brotin uþp, skúraði gólfið og þreif sig svo T framan! Ég hef kosið mér að hefja svona konur ekki upp til skýjanna, aldrei! Ég skal aftur á móti glaður rétta þeim hjálparhönd. En það er samt alveg makalaust hvað það þarf mik- ið til, til að þær drullist til að þiggja hjálpina. Þær kjósa frekar að lifa í lyginni og halda áfram sínu ömurlega lífsmynstri inní bresku klámbúllunni og íslenska eldhúsinu. Þær hafa hvorki attitjúdið í fatafelluna né hús- móðurina. Ég fíla ekki klámmyndir eða klámsjóv með stelpum/strákum sem ITta út fyrir að fíla þetta ekki í botn. Ef maður labbar inná einhverja búllu þar sem pían uppi á sviði er gráti nær af feirnni, örvæntingu og sektar- kennd, þá á maður að garga: „Get off that stage! Am I paying for this?" Þú ert að gera henni meiri greiða en hitt! Aftur á móti eru konur og karlar í klám- bransanum sem fatta sko alveg hvað klukk- an slær, og það getur bara verið eitt að- gengilegasta og mest spennandi skemmtana- listform sem ég þekki. Þessu fólki (sem er ekki í einhverjum minnihluta ef þú heldur það) finnst svo æðislegt að vera til, og það leiftrar af þeim lífsgleðin, að það er ekki hægt annað en hrífast með! Kynlíf er nefni- lega frábært og fallegt! Það er engin klám- búllueigandi sem getur svert mannorð kyn- lífsins sjálfs. Þar sem klámið sem skemmtanaform stendur svo rosalega ná- lægt kynlTfi og kynorku eins og ég er búinn aö útskýra, þá verð ég að segja að: Nei, frá- bært og fallegt klám skaðar engan, hvort sem hann er performerinn sjálfur eða áhorf- andinn. Ég geri þó þá skilyrðislausu kröfu að áhorfandinn sé orðinn kynþroska þegar hann fer að ná í klám. Börn (yngri en kyn- þroska) eiga ekki að horfa á klám, af því að þau gætu aldrei fattað út á hvað það raun- verulega gengur! Þegar börn eru notuð í klám þá er það eiginlega ekki klám eða kyn- líf, heldur andlegt og líkamlegt ofbeldi af ógeðslegustu sort! Það þarf tvo til að búa til kynlíf og börn eru ekki kynverur. Ekki rugla kynferðislegu myndefni með börnum við klám, af þvT að það er það ekki - klámið er miklu æðislegra. Það lélega amatör-klám með niðurlútu liði að ríða hefur skaðleg áhrif á þann sem horfir. Hann gæti haldið að kynlíf eigi að vera svona ef hann veit ekki betur. Út með fúskarana! Áfram Traci Lords, Eric Manchester, Chad Dou- glas, Cicciolina, Kitten Naticidad, Annie Sþrinkle - Áfram, áfram, áfram! Stendur klám í vegi fyrir jafnrétti kynjanna (og þá hvernig?) Hey ég mótmæli!! Leiðandi spurning! Það eina sem stendur T vegi fyrir jafnrétti kynj- anna er attitjúd kvennanna sjálfra! Það er komið fullt jafnrétti, konur geta verið alveg jafn valdamiklar og karlmenn ef það er það sem þær vilja. Ég bendi í þessu sambandi á söngkonuna Madonnu sem er orðin svo valdamikil að það skjálfa allir eins og hríslur þegar hún birtist! Hún þurfti ekkert að haga sér eins og karlmaður eða hóra til að láta þá hluti gerast sem urðu að gerast. Hún not- færði sér einmitt það að hún er kona til að sölsa undir sig poppheiminn, og ekki skemmdi vinnuúthaldið og greindarvísitalan sem þessi manneskja hefur. Þannig að „girl", ef þú hreinlega sþilar þig lata, þá verður ekkert jafnrétti T þinni eigin tilveru. Og þetta er ekki einhver aukavinna sem ég tala um! Aumingja klámið kemur þessu bara ekki við. Á að banna klám? Nei, það á að banna að banna! Áhugasömum er bent á ævisögu Annie Sprinkle: „Þost porn modernist" (1994) sem er fallegasta ævisaga sem und- irritaöur hefur lesið. Annie Sprinkle hefur kynlíf að atvinnu, auk þess sem kynlíf eru hennar trúarbrögö, þólitík, heilsulind, sjálfs- skoðun, stuð, partý, tekjulind, húmor og þunglyndi. Hún er búin að ná því að elska bæði fallegu og Ijótu hliðarnar á sér jafnmik- ið, og sá kafli er ekki amaleg lesning fyrir okkur sem búum undir stanslausri pressu þess að þurfa alltaf að vera svo guðdóm- lega falleg alltaf! Hún er manískur femínisti og Ijósmyndari í frístundum. I

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.