Vera


Vera - 01.10.1996, Blaðsíða 7

Vera - 01.10.1996, Blaðsíða 7
Svanhildur Konráðsdóttir á milli læra konunnar Það eru gömul sannindi og ný að eitt mikil- vægasta vígi karlaveldisins byggir á þeim grunni að karlar hafa löngum haft stjórn og skilgreiningarvald á kynhegðun kvenna. Þessi þráláta árátta að vilja ráða því hvort konur megi gera'ða og þá með hverjum, hvænær og hvernig- svo maðurtali nú ekki um af hve mikilli innlifan, væri í rauninni hálf hjákátleg, ef hún hefði ekki svo ömurlegar og meiðandi afleiðingar fyrir konur um allan heim. í Súdan og Egyptalandi, svo eitthvað sé nefnt, er títt að stúlkubörn séu umskorin þannig að misstór hluti kynfæranna er fjar- lægður og jafnvel saumað fyrir leggöngin. Og ástæðan? Jú, þetta er bráðnauðsynlegt fyrir kariana, því með þessum hætti einum geta þeir verið þess fullvissir að brúðurin sé óspjölluð - því betur sem konan er bróderuð I því tryggari er heiður hennar, enda telst þar alkunna að konur séu að eðlislagi dýrslegri og siðlausari en karlar. Niðurstaðan er sú að heiður beggja kynja er falinn í saman- saumuðu skauti konunnar. En hvað koma þessi ömurlegu örlög kyn- systra okkar í Súdan okkur íslenskum kven- frelsishetjum við? íslenskir karlmenn gátu að vtsu tekið upp á því í denn að prjóna einn og einn sjóvettling eða háleist, en að öðru leyti varð það okkur sennilega til björgunar að fínlegri saumaskapur lá ekkert sérstak- lega vel fyrir þeim. Þetta þýðir hins vegar ekki að íslenskir karlmenn séu eitthvað lin- ari við að „passa sínar jussur" en kynbræð- ur þeirra suður frá. Hjá jafn lítilli þjóð og okk- ar birtist þetta í einhvers konar hysterískri heimavörn, sem sækir mátt sinn einna helst t óttann og hatrið, sem „Tyrkjaránið" forðum kveikti. Þessi sálarflækja varð auð- vitað eftirminnilega Ijós á stríðsárunum þeg- ar menn supu hveljur yfir ástandinu. Raunin varð þó sú að hvað sem Vilmundur land- læknir, og fleiri mektarmenn, hömuðust við að úthrópa siðleysi íslenskra kvenna, sem voguðu sér að hleypa útlendingum inn í helgidóm tslenskrar karlmennsku; inn að viðkvæmri skurn sjálfs fjöreggsins, fóru flestar þó sínu fram og skemmtu sér bara ágætlega í kaupbæti. Að frátaldri dtnósárískri sagnfræði í anda Virkisins T Norðri, hefur núttmasöguskoðun að mestu verið ástandsstúlkunum t vil og veitt þeim aflausn, sem taldar voru kana- mellur. íslenskir karlmenn höfðu mannast og fullorðnast, eða það hélt ég t það minnsta þartil nokkur útlend herskip villtust inn t íslenskar hafnir nú síðsumars. Það þurfti ekki meira til að taugaveiklunin og annesjamennskan, sem einkennir helst hinn menningarlega kotbónda, ylli eins og ýlda upp úr særðu karlmannsstoltinu. Eftir að búið var að meina tslenskum konum að- gang að einhverju teiti um borð í einu skip- anna, annars vegar með lögregluverði (und- ir því yfirskini að verið væri að vernda smástelpur) og hins vegar með lítt duldum vtsunum í ástandið góða, mátti í dagblöðun- um lesa sigrihrósandi frásagnir, þess efnis að íslenskar konur „veldu sko tslenskt". Ég biö ykkur, lesendur góðir, að tmynda ykkur rétt sem snöggvast lögregluvörð við landgöngubrúna á erlendu kvennaskóla- skipi. Um fáránleika þess þarf ekki að hafa fleiri orð. Ég neyðist þvt til að draga þá dapurlegu ályktun að tslenskir karlmenn hafi ekki enn fundið fjöreggi sínu nýjan geymslustað, heldur trúi því enn og treysti að karl- mennsku þeirra sé tryggilega borgið á milli læra konunnar, enda séu þeir þar fyrir, óá- rennileg heimavörn gegn útlendum bósum og öðrum eggjaþjófum.

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.