Vera


Vera - 01.10.1996, Blaðsíða 40

Vera - 01.10.1996, Blaðsíða 40
Þau hafa fengið fjölda verð- launa fyrir „Frakkann" og gam- an væri ef íslendingar fengju notið sýningarinnar - á ís- lensku! „Theatre for Africa" fékk fyrstu verðlaun jaðarhátfðarinn- ar, „Fringe First", að þessu sinni fyrir nýtt afríkanskt leikrit, „Guardians of Eden“ eða „Verndarar Eden“. Leikararnir sem eru allt I senn dansarar, söngvarar og tónlistarmenn koma víðs vegar að frá Afríku. Verkið fjallar um þörf Afrikubúa til þess að taka sjálfir ákvarðan- ir varðandi vernd og uppbygg- ingu á eigin landi og þjóð. Leik- mynd var engin en úr líkömum sínum mynduðu listamennirnir alls kyns dýr og skúlptúra. Flér skynjaði áhorfandinn sterkt, að það var verið að segja sögu af brennandi þörf og einlægni, nú væri ögurstund og mikilvæg- asta augnablikið í lífi listamann- anna. Manni fannst eins og þeir væru tilbúnir að deyja fyrir list sína. Listin að fanga augnablik- ið, þannig að okkur finnist við nánast eins og standa í miðri ei- lífðinni, er jú það sem leikhús- listamennirnir eru alltaf að glíma við. List án landamæra Það sem einna helst var eftir- tektarvert á báðum hátíðunum í Edinborg var hversu mikil áhersla var lögð á leikhús með hreyfilist, dansi, tónlist og myndlist. Sú hefur verið þróunin síðustu áratugi að hreyfing og dans skipa æ meiri sess í leik- húslífi alls staðar um heim - dans-, tón- og myndlist hafa engin landamæri. Þróun leik- hússins f þessa veru er því ef til vill tímanna tákn, því með auknu upplýsingaflæði og ferðamöguleikum skipta fjar- lægðir landa og jafnvel heims- álfa æ minna máli. Það er því mikil gjöf að vita að fólk af ólíku þjóðerni getur færst nær hvort öðru fyrir tilstilli tjáningarríkrar listsköpunar. Þau sannindi að líkaminn lýgur ekki voru leiðarljós I list- sköpun dansskáldsins Mörthu Graham. Fjöldi verka hennar voru sýnd í Edinborg í sumar. Þótt hún hafi verið frumkvöðull nútímadans á þessari öld og hún kosið að verkin hyrfu með henni var gaman að sjá hversu vel verk hennar standa tímans tönn. Annar frumkvöðull f dans- leikhúslífi í dag er Pina Bausch og leikstýrði hún óperu Glucks, „Iphigenie auf Tauris" í sam- vinnu við skosku óperuna og dansara sína frá Wupperthal f Þýskalandi. Að mínu mati er hér um meistaraverk að ræða. Samruni dans og tónlistar var slíkur að á einhvern undraverð- an hátt fannst mér söngvararn- ir vera farnir að dansa og dans- ararnir farnir að syngja. Ein eftirminnilegasta sýning- in fyrir utan þær sem ég hef þegar nefnt var „Orlando", einn- ar konu sýning byggð á sam- nefndri skáldsögu Virginiu Woolf f leikstjórn Robert Wil- son. Það var breska leikkon- an Miranda Richardson sem lék þessa makalausu skáld- sagnarpersónu sem flakkar á mili tfmaskeiða og milli kynja, er ýmist karl eða kona. Robert Wilson er í senn stórkostlegur myndlist- armaður, hreyfilistamaður, leikstjóri og sumir segja besti Ijósahönnuður í heimi. Miranda Richardson virtist geta mætt öllum þeim kröf- um sem hann setti, hvort heldur það var með líkama eða rödd. Mér fannst að þarna hlyti listagyðjan sjálf að hafa verið að verki að leiða listamennina saman. Tæknin og trúöurinn Hinn heimsfrægi leikstjóri og leikari Robert Lepage öðlað- ist nýja frægð f Edinborg. Eins manns sýningar hans „Elsinore" sem unnin er upp úr Flamlet var beðiö í ofvæni og uppselt á allar sýningar. Lepage spurði sig: „Hvernig hefði Shakespeare nálgast Hamlet ef nútímatækni hefði verið honum aðgengileg? Hvað gæti gerst ef við gætum sett Hamlet fyrir framan röntgen- myndavél?" En tæknin brást Lepage í Edinborg. Stuttu fyrir frumsýningu bilaði lyfta og Lepage ákvað að sýna ekki þann daginn. Næsta dag gátu hvorki mannsins máttur né tækninnar lagað lyftuna og enn var sýningu frestað. Lepage segir: „Listaverk hefur sitt eigið líf. Ef þú hefur næga auðmýkt og býður eftir að það opinberi sig sjálft verður útkoman góð". En Robert Lepage sást ekki á fjölunum í Edinborg í ár. Lengi má deila um hvort hér var um að ræða auðmýkt listamanns- ins gagnvart listaverkinu eða skortur listamannsins á auð- sveipni gagnvart þúsundum áhorfenda sem biðu með miða sfna f höndunum. Eða var það Taliö er aö í Póllandi og Austur-Evrópu sé afstaða til leiklistar nálægt því aö vera trúarleg, þar sé leikhúsið viöurkenndur vettvangur brennandi spurninga. Hins vegar er vestrænt leikhúslíf mjög upptekið af innantóm- um skemmtanaiðnaði. kannski faðir Hamlets sem gekk aftur í sýningu Lepage? En listin hefur sem betur fer þann eiginleika eins og lífið sjálft að koma okkur stöðugt á óvart. Hvert sem svarið er þá voru engin tæknivandamál að flækj- ast fyrir rússneska trúðnum Slava Polunin í Edinborg. Hann lagði upphaflega stund á tækni- fræði uns honum snerist hugur og lærði til trúös. Hann ferðast nú um heiminn með konu og börnum og hlýjar hjörtum mann- anna með hrífandi sýningu sinni „Snowshow". Vonandi kemur hann fljótt til íslands. VARAHLUTIR Fyrir frúarbíla, frökenabíla, ungfrúarbíla, jómfrúarbíla, ekkjubíla, heimasætubíla, hattkonubíla ina líka Borgartúni 26, Reykjavík Bíldshöfa 14, Reykjavik Skeifunni 5, Reykjavík Bæjarhrauni 6, Hafnarfirði og alla h Sími 562 2262

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.